Fótbolti

Anelka bjartsýnn á að Drogba komi líka til Shanghai

Anelka og Drogba eru miklir félagar.
Anelka og Drogba eru miklir félagar.
Nicolas Anelka er kominn til Kína þar sem hann mun spila með Shanghai Shenhua næstu tvö árin. Anelka segist vera mjög spenntur fyrir því að spila með félaginu.

"Ég þekki Shanghai best af því að vera kölluð París austursins og hingað hefur mér alltaf langað að koma. Ég hef alltaf heillast mikið af Asíu og veit að mín bíða góðir tímar hérna," sagði Anelka.

Talað er um að fyrrum félagi hans hjá Chelsea, Didier Drogba, sé einnig á leiðinni til félagsins en samningur Drogba við Chelsea rennur út í sumar.

"Ég myndi vilja fá Drogba hingað. Við erum mikið í sambandi og svo gæti farið að hann komi hingað."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×