Fótbolti

Hernandez: Við getum ekki sagt að við séum komnir áfram

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Javier Hernandez fagnar hér marki sínu í kvöld.
Javier Hernandez fagnar hér marki sínu í kvöld. Mynd/Nordic Photos/Getty
Javier Hernandez, framherji Manchester United, var sáttur eftir 2-0 útisigur liðsins á Ajax í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Hernandez skoraði seinna markið fimm mínútum fyrir leikslok.

„Þetta eru tveir leikir og við vildum ná góðum úrslitum í kvöld. Sem betur fer náðum við að skora tvö mörk og tryggja okkur sigurinn," sagði Javier Hernandez en bæði mörkin komu í seinni hálfleiknum.

„Ajax er erfiður mótherji en sögufrægt félag með mikla hefð. Við erum því mjög ánægðir með þennan sigur en það eru ennþá eftir 90 mínútur. Við getum ekki sagt að við séum komnir áfram," sagði Javier Hernandez sem var þarna að skora í sínum þriðja leik í röð með Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×