Fótbolti

Hiddink samdi við Anzhi

Guus Hiddink.
Guus Hiddink.
Hollenski þjálfarinn Guus Hiddink er búinn að samþykkja að taka við hinu moldríka rússneska liði, Anzhi Makhachkala. Hiddink hefur verið atvinnulaus síðan hann hætti með tyrkneska landsliðið í nóvember.

Hollendingurinn hefur verið orðaður við starfið í langan tíma en Anzhi hefur verið að leita að reyndum og þekktum þjálfara..

Fabio Capello var einnig sterklega orðaður við rússneska liðið en hann þarf að leita að vinnu annars staðar því Hiddink fékk starfið.

Tilkynnt verður um ráðninguna á blaðamannafundi síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×