Newcastle upp í fimmta sætið | Markalaust hjá Arsenal Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. febrúar 2012 18:43 Leikmenn Newcastle fagna í kvöld. Nordic Photos / Getty Images Grétar Rafn Steinsson átti stórleik með Bolton sem gerði markalaust jafntefli við Arsenal í fjörugum leik á heimavelli. Newcastle nýtti tækifærið og skaust upp í fimmta sætið með 2-0 sigri á lánlausum leikmönnum Blackburn. Sunderland komst upp í áttunda sætið með öruggum sigri á Norwich en Fulham og West Brom sættust á 1-1 jafntefli. Þá gerðu Aston Villa og QPR einnig jafntefli, 2-2, eins og lesa má nánar um hér.Markalaust í fjörugum leik Bolton og Arsenal áttust við í afar fjörugum leik en þrátt fyrir allt tókst leikmönnum ekki að skora. Bæði lið fengu fullt af færum í leiknum en Robin van Persie komst næst þegar hann átti afar laglegt skot að marki í seinni hálfleik sem hafnaði í slánni. En Mark Davies hefði getað fengið víti þegar að markvörður Arsenal, Wojciech Szczesny, virtist brjóta á honum. En ekkert var dæmt, heimamönnum til mikillar gremju. Grétar Rafn tók virkan þátt í sóknarleik Bolton og stóð sig reyndar vel á báðum endum vallarins. Með jafnteflinu er Bolton nú komið með 20 stig og tveimur stigum frá fallsæti. Arsenal féll hins vegar niður í sjöunda sætið en með sigri hefði liðið náð fimmta sætinu.Ólukkan eltir Blackburn á röndum Það á ekki af leikmönnum Blackburn að ganga. Liðið tapaði í kvöld fyrir Newcastle á heimavelli, 2-0, en tölurnar segja þó ekki alla söguna. Fyrra markið var sjálfsmark Scott Dann sem stýrði skoti Ryan Taylor í eigið net. Gabriel Obertan kom inn á sem varamaður seint í leiknum en náði að skora annað mark Newcastle úr skyndisókn í uppbótartíma þegar að heimamenn voru að reyna að bjarga stigi. En þrátt fyrir ótal tilraunir náði Blackburn ekki að skora. Liðið fékk meira að segja víti en Tim Krul varði ótrúlega slaka spyrnu David Dunn. Ekki tókst leikmönnum Newcastle að hjálpa til þó svo að það hafi staðið tæpt þegar að Leon Best átti skalla í eigin slá. Heimamenn stjórnuðu leiknum lengi vel og spiluðu vel á köflum. En eins og svo oft áður í vetur virtist einfaldlega múrað fyrir mark andstæðinganna og er liðið því enn í fallsæti.Tchoyi hetja West Brom Somen Tchoyi náði að bjarga jafntefli fyrir West Brom gegn Fulham í kvöld en lokatölur voru 1-1. Clint Dempsey skoraði mark Fulham. West Brom hefur aðeins tapað einum af fimm síðustu útileikjum sínum og er liðið nú átta stigum frá fallsæti. Martin Jol gat ekki teflt fram „alvöru“ framherja í kvöld þar sem hann seldi Bobby Zamora til QPR í gær. Rússneski framherjinn Pavel Pogrebnyak er kominn til félagsins en er ekki enn kominn með leikheimild. Fulham er í þrettánda sæti en West Brom því fimmtánda.Öruggt hjá Sunderland Sunderland heldur áfram að rjúka upp stöðutöflu ensku úrvalsdeildarinnar en í þetta sinn hafði liðið betur gegn Norwich, 3-0. Frazier Campbell skoraði sitt annað mark í jafn mörgum leikjum en í kvöld var hann í byrjunarliðinu í deildarleik í fyrsta sinn síðan í ágúst árið 2010. Mark Campbell var sérlega glæsilegt - þrumufleygur utan teigs. Stephane Sessegnon skoraði einnig sem og Phil Bardsley. Sunderland hefur nú unnið fjóra af fimm síðustu leikjum sínum en Norwich tapaði sínum fyrsta leik á árinu í kvöld. Liðið er í ellefta sæti.Úrslit kvöldsins:Aston Villa - QPR2-2 (Leik lokið) 0-1 Djibril Cissé (11.) 0-2 Stephen Warnock, sjálfsmark (28.) 1-2 Darren Bent (45.) 2-2 Charles N'Zogbia (78.)Bolton - Arsenal0-0Blackburn - Newcastle0-2 0-1 Scott Dann, sjálfsmark (11.) 0-2 Gabriel Obertan (92.)Sunderland - Norwich3-0 1-0 Frazier Campbell (20.) 2-0 Stéphane Sessegnon (27.) 3-0 Daniel Ayala, sjálfsmark (53.)Fulham - West Brom1-1 1-0 Clint Dempsey (68.) 1-1 Somen Tchoyi (81.) Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Sjá meira
Grétar Rafn Steinsson átti stórleik með Bolton sem gerði markalaust jafntefli við Arsenal í fjörugum leik á heimavelli. Newcastle nýtti tækifærið og skaust upp í fimmta sætið með 2-0 sigri á lánlausum leikmönnum Blackburn. Sunderland komst upp í áttunda sætið með öruggum sigri á Norwich en Fulham og West Brom sættust á 1-1 jafntefli. Þá gerðu Aston Villa og QPR einnig jafntefli, 2-2, eins og lesa má nánar um hér.Markalaust í fjörugum leik Bolton og Arsenal áttust við í afar fjörugum leik en þrátt fyrir allt tókst leikmönnum ekki að skora. Bæði lið fengu fullt af færum í leiknum en Robin van Persie komst næst þegar hann átti afar laglegt skot að marki í seinni hálfleik sem hafnaði í slánni. En Mark Davies hefði getað fengið víti þegar að markvörður Arsenal, Wojciech Szczesny, virtist brjóta á honum. En ekkert var dæmt, heimamönnum til mikillar gremju. Grétar Rafn tók virkan þátt í sóknarleik Bolton og stóð sig reyndar vel á báðum endum vallarins. Með jafnteflinu er Bolton nú komið með 20 stig og tveimur stigum frá fallsæti. Arsenal féll hins vegar niður í sjöunda sætið en með sigri hefði liðið náð fimmta sætinu.Ólukkan eltir Blackburn á röndum Það á ekki af leikmönnum Blackburn að ganga. Liðið tapaði í kvöld fyrir Newcastle á heimavelli, 2-0, en tölurnar segja þó ekki alla söguna. Fyrra markið var sjálfsmark Scott Dann sem stýrði skoti Ryan Taylor í eigið net. Gabriel Obertan kom inn á sem varamaður seint í leiknum en náði að skora annað mark Newcastle úr skyndisókn í uppbótartíma þegar að heimamenn voru að reyna að bjarga stigi. En þrátt fyrir ótal tilraunir náði Blackburn ekki að skora. Liðið fékk meira að segja víti en Tim Krul varði ótrúlega slaka spyrnu David Dunn. Ekki tókst leikmönnum Newcastle að hjálpa til þó svo að það hafi staðið tæpt þegar að Leon Best átti skalla í eigin slá. Heimamenn stjórnuðu leiknum lengi vel og spiluðu vel á köflum. En eins og svo oft áður í vetur virtist einfaldlega múrað fyrir mark andstæðinganna og er liðið því enn í fallsæti.Tchoyi hetja West Brom Somen Tchoyi náði að bjarga jafntefli fyrir West Brom gegn Fulham í kvöld en lokatölur voru 1-1. Clint Dempsey skoraði mark Fulham. West Brom hefur aðeins tapað einum af fimm síðustu útileikjum sínum og er liðið nú átta stigum frá fallsæti. Martin Jol gat ekki teflt fram „alvöru“ framherja í kvöld þar sem hann seldi Bobby Zamora til QPR í gær. Rússneski framherjinn Pavel Pogrebnyak er kominn til félagsins en er ekki enn kominn með leikheimild. Fulham er í þrettánda sæti en West Brom því fimmtánda.Öruggt hjá Sunderland Sunderland heldur áfram að rjúka upp stöðutöflu ensku úrvalsdeildarinnar en í þetta sinn hafði liðið betur gegn Norwich, 3-0. Frazier Campbell skoraði sitt annað mark í jafn mörgum leikjum en í kvöld var hann í byrjunarliðinu í deildarleik í fyrsta sinn síðan í ágúst árið 2010. Mark Campbell var sérlega glæsilegt - þrumufleygur utan teigs. Stephane Sessegnon skoraði einnig sem og Phil Bardsley. Sunderland hefur nú unnið fjóra af fimm síðustu leikjum sínum en Norwich tapaði sínum fyrsta leik á árinu í kvöld. Liðið er í ellefta sæti.Úrslit kvöldsins:Aston Villa - QPR2-2 (Leik lokið) 0-1 Djibril Cissé (11.) 0-2 Stephen Warnock, sjálfsmark (28.) 1-2 Darren Bent (45.) 2-2 Charles N'Zogbia (78.)Bolton - Arsenal0-0Blackburn - Newcastle0-2 0-1 Scott Dann, sjálfsmark (11.) 0-2 Gabriel Obertan (92.)Sunderland - Norwich3-0 1-0 Frazier Campbell (20.) 2-0 Stéphane Sessegnon (27.) 3-0 Daniel Ayala, sjálfsmark (53.)Fulham - West Brom1-1 1-0 Clint Dempsey (68.) 1-1 Somen Tchoyi (81.)
Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Sjá meira