Enski boltinn

Keane hetja Aston Villa | Öll úrslit dagsins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Robbie Keane tryggði Aston Villa sigur, Clint Dempsey skroaði þrennu í 5-2 sigri Fulham á Newcastle og Blackburn er komið úr fallsæti í ensku úrvalsdeildinni. Sex leikjum er nú nýlokið í deildinni.

Robbie Keane er nýgenginn til liðs við Aston Villa sem lánsmaður frá LA Galaxy og hann tryggði sínum mönnum 3-2 sigur á Wolves sem var með 2-1 forystu í hálfleik. Keane skoraði bæði sín mörk í seinni hálfleiknum.

Karl Henry, leikmaður Wolves, fékk rautt spjald fyrir að sparka í Marc Albrighton í leiknum.

Wolves er dottið niður í fallsæti en Eggert Gunnþór Jónsson var ekki í leikmannahópi liðsins að þessu sinni. Liðið lék vel í fyrri hálfleik en það dugði ekki til.

Newcastle var með 1-0 forystu gegn Fulham í hálfleik í leik liðanna í dag. Fulham setti þá í fluggírinn, skoraði fimm mörk gegn einu í síðari hálfleik og hreinlega slátruðu andstæðingum sínum. Newcastle byrjaði tímabilið mjög vel og spilaði þá sérstaklega góðan varnarleik - annað virðist upp á teningnum nú.

Newcastle er þó enn í sjötta sæti deildarinnar með 36 stig, einu meira en Liverpool sem á leik til góða gegn Bolton síðar í dag.

Tim Cahill skoraði sitt fyrsta mark fyrir Everton í rúmt ár en það dugði ekki til gegn Blackburn. David Goodwillie skoraði jöfnunarmark liðsins og tryggði liðinu stig sem dugði til að koma liðinu upp í sautjánda sæti deildarinnar.

Það var dramatík ál okamínútunum í leik Stoke og West Brom. Stoke náði að jafna metin með marki Cameron Jerome fimm mínútum fyrir leikslok en Graham Dorrans tryggði West Brom svo sigurinn með marki í blálok leiksins.

Ben Foster, markvörður West Brom, varði einnig vítaspyrnu í leiknum þegar að staðan var 1-1.

Heiðar Helguson skoraði eitt marka QPR í 3-1 sigri liðsins á Wigan sem lesa má um hér.

Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Swansea sem tapaði fyrir Sunderland á útivelli, 2-0. Lesa má um þann leik hér.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.

Úrslit og markaskorarar:



Sunderland - Swansea
2-0

1-0 Stephane Sessegnon (13.)

2-0 Craig Gardner (84.)

Fulham - Newcastle 5-2

0-1 Danny Guthrie (42.)

1-1 Danny Murphy (51.)

2-1 Clint Dempsey (58.)

3-1 Clint Dempsey (64.)

4-1 Bobby Zamora (67.)

4-2 Hatem Ben Arfa (84.)

5-2 Clint Dempsey (88.)

QPR - Wigan 3-1

1-0 Heiðar Helguson, víti (32.)

2-0 Akos Buzsaky (44.)

2-1 Hugo Rodallega (65.)

3-1 Tommy Smith (80.)

Everton - Blackburn 1-1

1-0 Tim Cahill (23.)

1-1 David Goodwillie (71.)

Wolves - Aston Villa
2-3

0-1 Darren Bent (10.)

1-1 Michael Kightly (20.)

2-1 David Edwards (30.)

2-2 Robbie Keane (50.)

2-3 Robbie Keane (84.)

Stoke - West Brom 1-2

0-1 James Morrison (34.)

1-1 Cameron Jerome (85.)

1-2 Graham Dorrans (90.)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×