Keane hetja Aston Villa | Öll úrslit dagsins Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. janúar 2012 00:01 Robbie Keane tryggði Aston Villa sigur, Clint Dempsey skroaði þrennu í 5-2 sigri Fulham á Newcastle og Blackburn er komið úr fallsæti í ensku úrvalsdeildinni. Sex leikjum er nú nýlokið í deildinni. Robbie Keane er nýgenginn til liðs við Aston Villa sem lánsmaður frá LA Galaxy og hann tryggði sínum mönnum 3-2 sigur á Wolves sem var með 2-1 forystu í hálfleik. Keane skoraði bæði sín mörk í seinni hálfleiknum. Karl Henry, leikmaður Wolves, fékk rautt spjald fyrir að sparka í Marc Albrighton í leiknum. Wolves er dottið niður í fallsæti en Eggert Gunnþór Jónsson var ekki í leikmannahópi liðsins að þessu sinni. Liðið lék vel í fyrri hálfleik en það dugði ekki til. Newcastle var með 1-0 forystu gegn Fulham í hálfleik í leik liðanna í dag. Fulham setti þá í fluggírinn, skoraði fimm mörk gegn einu í síðari hálfleik og hreinlega slátruðu andstæðingum sínum. Newcastle byrjaði tímabilið mjög vel og spilaði þá sérstaklega góðan varnarleik - annað virðist upp á teningnum nú. Newcastle er þó enn í sjötta sæti deildarinnar með 36 stig, einu meira en Liverpool sem á leik til góða gegn Bolton síðar í dag. Tim Cahill skoraði sitt fyrsta mark fyrir Everton í rúmt ár en það dugði ekki til gegn Blackburn. David Goodwillie skoraði jöfnunarmark liðsins og tryggði liðinu stig sem dugði til að koma liðinu upp í sautjánda sæti deildarinnar. Það var dramatík ál okamínútunum í leik Stoke og West Brom. Stoke náði að jafna metin með marki Cameron Jerome fimm mínútum fyrir leikslok en Graham Dorrans tryggði West Brom svo sigurinn með marki í blálok leiksins. Ben Foster, markvörður West Brom, varði einnig vítaspyrnu í leiknum þegar að staðan var 1-1. Heiðar Helguson skoraði eitt marka QPR í 3-1 sigri liðsins á Wigan sem lesa má um hér. Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Swansea sem tapaði fyrir Sunderland á útivelli, 2-0. Lesa má um þann leik hér.Staðan í ensku úrvalsdeildinni.Úrslit og markaskorarar: Sunderland - Swansea 2-0 1-0 Stephane Sessegnon (13.)2-0 Craig Gardner (84.)Fulham - Newcastle 5-2 0-1 Danny Guthrie (42.) 1-1 Danny Murphy (51.) 2-1 Clint Dempsey (58.)3-1 Clint Dempsey (64.) 4-1 Bobby Zamora (67.) 4-2 Hatem Ben Arfa (84.)5-2 Clint Dempsey (88.)QPR - Wigan 3-1 1-0 Heiðar Helguson, víti (32.) 2-0 Akos Buzsaky (44.)2-1 Hugo Rodallega (65.)3-1 Tommy Smith (80.)Everton - Blackburn 1-1 1-0 Tim Cahill (23.)1-1 David Goodwillie (71.)Wolves - Aston Villa 2-3 0-1 Darren Bent (10.) 1-1 Michael Kightly (20.) 2-1 David Edwards (30.) 2-2 Robbie Keane (50.) 2-3 Robbie Keane (84.)Stoke - West Brom 1-2 0-1 James Morrison (34.) 1-1 Cameron Jerome (85.) 1-2 Graham Dorrans (90.) Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Sjá meira
Robbie Keane tryggði Aston Villa sigur, Clint Dempsey skroaði þrennu í 5-2 sigri Fulham á Newcastle og Blackburn er komið úr fallsæti í ensku úrvalsdeildinni. Sex leikjum er nú nýlokið í deildinni. Robbie Keane er nýgenginn til liðs við Aston Villa sem lánsmaður frá LA Galaxy og hann tryggði sínum mönnum 3-2 sigur á Wolves sem var með 2-1 forystu í hálfleik. Keane skoraði bæði sín mörk í seinni hálfleiknum. Karl Henry, leikmaður Wolves, fékk rautt spjald fyrir að sparka í Marc Albrighton í leiknum. Wolves er dottið niður í fallsæti en Eggert Gunnþór Jónsson var ekki í leikmannahópi liðsins að þessu sinni. Liðið lék vel í fyrri hálfleik en það dugði ekki til. Newcastle var með 1-0 forystu gegn Fulham í hálfleik í leik liðanna í dag. Fulham setti þá í fluggírinn, skoraði fimm mörk gegn einu í síðari hálfleik og hreinlega slátruðu andstæðingum sínum. Newcastle byrjaði tímabilið mjög vel og spilaði þá sérstaklega góðan varnarleik - annað virðist upp á teningnum nú. Newcastle er þó enn í sjötta sæti deildarinnar með 36 stig, einu meira en Liverpool sem á leik til góða gegn Bolton síðar í dag. Tim Cahill skoraði sitt fyrsta mark fyrir Everton í rúmt ár en það dugði ekki til gegn Blackburn. David Goodwillie skoraði jöfnunarmark liðsins og tryggði liðinu stig sem dugði til að koma liðinu upp í sautjánda sæti deildarinnar. Það var dramatík ál okamínútunum í leik Stoke og West Brom. Stoke náði að jafna metin með marki Cameron Jerome fimm mínútum fyrir leikslok en Graham Dorrans tryggði West Brom svo sigurinn með marki í blálok leiksins. Ben Foster, markvörður West Brom, varði einnig vítaspyrnu í leiknum þegar að staðan var 1-1. Heiðar Helguson skoraði eitt marka QPR í 3-1 sigri liðsins á Wigan sem lesa má um hér. Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Swansea sem tapaði fyrir Sunderland á útivelli, 2-0. Lesa má um þann leik hér.Staðan í ensku úrvalsdeildinni.Úrslit og markaskorarar: Sunderland - Swansea 2-0 1-0 Stephane Sessegnon (13.)2-0 Craig Gardner (84.)Fulham - Newcastle 5-2 0-1 Danny Guthrie (42.) 1-1 Danny Murphy (51.) 2-1 Clint Dempsey (58.)3-1 Clint Dempsey (64.) 4-1 Bobby Zamora (67.) 4-2 Hatem Ben Arfa (84.)5-2 Clint Dempsey (88.)QPR - Wigan 3-1 1-0 Heiðar Helguson, víti (32.) 2-0 Akos Buzsaky (44.)2-1 Hugo Rodallega (65.)3-1 Tommy Smith (80.)Everton - Blackburn 1-1 1-0 Tim Cahill (23.)1-1 David Goodwillie (71.)Wolves - Aston Villa 2-3 0-1 Darren Bent (10.) 1-1 Michael Kightly (20.) 2-1 David Edwards (30.) 2-2 Robbie Keane (50.) 2-3 Robbie Keane (84.)Stoke - West Brom 1-2 0-1 James Morrison (34.) 1-1 Cameron Jerome (85.) 1-2 Graham Dorrans (90.)
Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Sjá meira