Fótbolti

Leikmenn Gana sungu og dönsuðu kvöldið fyrir leik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ganverjar fóru vel af stað á Afríkumótinu í knattspyrnu en þeir unnu lið Botswana í fyrstu umferð D-riðils.

Kvöldið fyrir leik komu leikmenn sér í réttan gír með því að spila á hljóðfæri, syngja og dansa eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir ofan.

Gengur myndbandið í átta mínútur þar sem strákarnir syngja og spila linnulaust á meðan. Smelltu á hlekkinn hér fyrir ofan til að sjá það.

Gana mætir næst Malí, sem vann einnig sinn leik í fyrstu umferð riðlakeppninnar, á laugardaginn kemur. Sýnt er frá keppninni á Eurosport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×