Fótbolti

Fílabeinsströndin tryggði sig inn í 8 liða úrslit Afríkukeppninnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Salomon Kalou fagnar marki sínu með félögum sínum.
Salomon Kalou fagnar marki sínu með félögum sínum. Mynd/AP
Fílabeinsströndin vann 2-0 sigur á Búrkína Fasó í kvöld í öðrum leik sínum í riðlakeppni Afríkukeppninnar í fótbolta en Didier Drogba og félagar hafa þar með unnið tvo fyrstu leiki sína og hafa þegar tryggt sér sæti í átta liða úrslitum keppninnar.

Chelsea-maðurinn Salomon Kalou skoraði fyrra markið með þrumuskoti á sextándu mínútu en seinna markið skoraði Bakary Kone með skalla átta mínútum fyrir leikslok. Leikur liðs Fílabeinsstrandarinnar var þó ekki sannfærandi og liðið þarf að bæta sig mikið ætli það að fara langt í keppninni.

Súdan og Angóla gerðu 2-2 jafntefli í hinum leiknum í riðlinum en Fílabeinsströndin mætir Angóla í lokaleiknum sínum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×