Fótbolti

Paris Saint-Germain byrjar vel undir stjórn Ancelotti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlo Ancelotti.
Carlo Ancelotti. Mynd/Nordic Photos/Getty
Paris Saint-Germain vann 3-1 sigur á Toulouse í fyrsta leik sínum í frönsku deildinni undir stjórn Ítalans Carlo Ancelotti en Paris Saint-Germain er áfram með þriggja stiga forskot á Montpellier á toppnum.

Þetta er fyrsta starf Carlo Ancelotti síðan að Chelsea lét hann fara síðasta vor en ítalski þjálfarinn gerði nokkrar breytingar á leikskipulagi liðsins sem gengu vel upp.

Brasilíumaðurinn Nene var besti maður vallarsins en hann skoraði tvö mörk sjálfur og lagði síðan upp það þriðja fyrir Argentínumanninn Javier Pastore.

PSG hefur þar með náð í 43 stig í 20 fyrstu leikjunum og er líklegt til að vinna sinn fyrsta meistaratitil síðan 1994.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×