FIFA rekur á eftir Brasilíu vegna HM 2014 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. janúar 2012 16:00 Valcke, Rebelo og Ronaldo á mánudaginn. Nordic Photos / Getty Images Forsvarsmenn Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, eru ósáttir með hve langan tíma tekur að samþykkja HM-frumvarpið svonefnda úr smiðju FIFA í brasilíska þinginu. Meðal þess sem Brasilíumennirnir eru ósáttir við er að leyfa áfengissölu á leikjum keppninnar auk þess sem fólk eldra en 65 ára fær ekki ódýrari miða á leiki keppninnar samkvæmt reglunum. „Kannski telja þeir sig geta beðið um meira, meira og meira vegna þess að þeir hafa orðið heimsmeistarar fimm sinnum," sagði Jerome Valcke framkvæmdarstjóri FIFA við fréttamenn að loknum fundi með íþróttamálaráðherra Brasilíu, Aldo Rebelo, á mánudag. Valcke sagðist vonast til að síðasta ágreiningsefnið, afsláttur á miðaverði til ákveðinna hópa, verði leyst á fundi í Ríó á fimmtudag. Forsvarsmenn FIFA segja að kröfur Brasilíumannanna myndu leiða til aukins kostnaðar við mótið og takmarka möguleika sambandsins á að gæta réttar styrktaraðila keppninnar. Valcke sagði hins vegar tíma til kominn að ljúka viðræðustiginu. „Heimsmeistarakeppnin snýst ekki aðeins um einhver lög heldur um tólf borgir, tólf leikvanga og tólf flugvelli. Höldum áfram," sagði Valcke. Auk yfirstandandi ágreinings hafa forsvarsmenn FIFA áhyggjur af getu Brasilíumanna til þess að skipuleggja jafnstóran viðburð og um ræðir. Bygging leikvanga er á eftir áætlun auk þess sem forseti knattspyrnusambandsins, Ricardo Teixeira, hefur verið ásakaður um spillingu. Teixeira, sem einnig situr í framkvæmdaráði FIFA, er þó langt í frá sá eini innan sambandsins sem hefur verið sakaður um slíkt. Teixeira situr í skipulagsnefnd keppninnar ásamt brasilísku knattspyrnugoðsögninni Ronaldo. Þeir verða báðir við fundarborðið í Ríó á fimmtudag þar sem önnur gömul kempa og nú þingmaður, framherjinn Romario, verður að öllum líkindum mætt en hann hefur gagnrýnt kröfur FIFA harðlega. „Ég er bjartsýnn. Við munum sýna að við erum ekki aðeins góðir knattspyrnumenn heldur einnig góðir skipuleggjendur og munum bjóða upp á bestu heimsmeistarakeppni allra tíma," sagði Ronaldo sem er markahæsti leikmaður keppninnar frá upphafi. Hann sagði að þeir Teixeira væru að leita að þriðja einstaklingnum til þess að sitja í þriggja manna stjórn skipulagsnefndarinnar. Valcke segist munu sækja Brasilíu heim á tveggja mánaða fresti fram að mótinu og heimsækja borgirnar tólf til þess að fullvissa sig um að framkvæmdir við leikvangana séu í góðum gangi. Í síðustu viku birti ríkisstjórn Brasilíu skýrslu þar sem fram kom að sjö af leikvöngunum tólf verði tilbúnir í árslok 2012. Sá síðasti, leikvangurinn í Sao Paulo, verður tilbúinn í árslok 2013. Fótbolti Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira
Forsvarsmenn Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, eru ósáttir með hve langan tíma tekur að samþykkja HM-frumvarpið svonefnda úr smiðju FIFA í brasilíska þinginu. Meðal þess sem Brasilíumennirnir eru ósáttir við er að leyfa áfengissölu á leikjum keppninnar auk þess sem fólk eldra en 65 ára fær ekki ódýrari miða á leiki keppninnar samkvæmt reglunum. „Kannski telja þeir sig geta beðið um meira, meira og meira vegna þess að þeir hafa orðið heimsmeistarar fimm sinnum," sagði Jerome Valcke framkvæmdarstjóri FIFA við fréttamenn að loknum fundi með íþróttamálaráðherra Brasilíu, Aldo Rebelo, á mánudag. Valcke sagðist vonast til að síðasta ágreiningsefnið, afsláttur á miðaverði til ákveðinna hópa, verði leyst á fundi í Ríó á fimmtudag. Forsvarsmenn FIFA segja að kröfur Brasilíumannanna myndu leiða til aukins kostnaðar við mótið og takmarka möguleika sambandsins á að gæta réttar styrktaraðila keppninnar. Valcke sagði hins vegar tíma til kominn að ljúka viðræðustiginu. „Heimsmeistarakeppnin snýst ekki aðeins um einhver lög heldur um tólf borgir, tólf leikvanga og tólf flugvelli. Höldum áfram," sagði Valcke. Auk yfirstandandi ágreinings hafa forsvarsmenn FIFA áhyggjur af getu Brasilíumanna til þess að skipuleggja jafnstóran viðburð og um ræðir. Bygging leikvanga er á eftir áætlun auk þess sem forseti knattspyrnusambandsins, Ricardo Teixeira, hefur verið ásakaður um spillingu. Teixeira, sem einnig situr í framkvæmdaráði FIFA, er þó langt í frá sá eini innan sambandsins sem hefur verið sakaður um slíkt. Teixeira situr í skipulagsnefnd keppninnar ásamt brasilísku knattspyrnugoðsögninni Ronaldo. Þeir verða báðir við fundarborðið í Ríó á fimmtudag þar sem önnur gömul kempa og nú þingmaður, framherjinn Romario, verður að öllum líkindum mætt en hann hefur gagnrýnt kröfur FIFA harðlega. „Ég er bjartsýnn. Við munum sýna að við erum ekki aðeins góðir knattspyrnumenn heldur einnig góðir skipuleggjendur og munum bjóða upp á bestu heimsmeistarakeppni allra tíma," sagði Ronaldo sem er markahæsti leikmaður keppninnar frá upphafi. Hann sagði að þeir Teixeira væru að leita að þriðja einstaklingnum til þess að sitja í þriggja manna stjórn skipulagsnefndarinnar. Valcke segist munu sækja Brasilíu heim á tveggja mánaða fresti fram að mótinu og heimsækja borgirnar tólf til þess að fullvissa sig um að framkvæmdir við leikvangana séu í góðum gangi. Í síðustu viku birti ríkisstjórn Brasilíu skýrslu þar sem fram kom að sjö af leikvöngunum tólf verði tilbúnir í árslok 2012. Sá síðasti, leikvangurinn í Sao Paulo, verður tilbúinn í árslok 2013.
Fótbolti Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti