FIFA rekur á eftir Brasilíu vegna HM 2014 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. janúar 2012 16:00 Valcke, Rebelo og Ronaldo á mánudaginn. Nordic Photos / Getty Images Forsvarsmenn Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, eru ósáttir með hve langan tíma tekur að samþykkja HM-frumvarpið svonefnda úr smiðju FIFA í brasilíska þinginu. Meðal þess sem Brasilíumennirnir eru ósáttir við er að leyfa áfengissölu á leikjum keppninnar auk þess sem fólk eldra en 65 ára fær ekki ódýrari miða á leiki keppninnar samkvæmt reglunum. „Kannski telja þeir sig geta beðið um meira, meira og meira vegna þess að þeir hafa orðið heimsmeistarar fimm sinnum," sagði Jerome Valcke framkvæmdarstjóri FIFA við fréttamenn að loknum fundi með íþróttamálaráðherra Brasilíu, Aldo Rebelo, á mánudag. Valcke sagðist vonast til að síðasta ágreiningsefnið, afsláttur á miðaverði til ákveðinna hópa, verði leyst á fundi í Ríó á fimmtudag. Forsvarsmenn FIFA segja að kröfur Brasilíumannanna myndu leiða til aukins kostnaðar við mótið og takmarka möguleika sambandsins á að gæta réttar styrktaraðila keppninnar. Valcke sagði hins vegar tíma til kominn að ljúka viðræðustiginu. „Heimsmeistarakeppnin snýst ekki aðeins um einhver lög heldur um tólf borgir, tólf leikvanga og tólf flugvelli. Höldum áfram," sagði Valcke. Auk yfirstandandi ágreinings hafa forsvarsmenn FIFA áhyggjur af getu Brasilíumanna til þess að skipuleggja jafnstóran viðburð og um ræðir. Bygging leikvanga er á eftir áætlun auk þess sem forseti knattspyrnusambandsins, Ricardo Teixeira, hefur verið ásakaður um spillingu. Teixeira, sem einnig situr í framkvæmdaráði FIFA, er þó langt í frá sá eini innan sambandsins sem hefur verið sakaður um slíkt. Teixeira situr í skipulagsnefnd keppninnar ásamt brasilísku knattspyrnugoðsögninni Ronaldo. Þeir verða báðir við fundarborðið í Ríó á fimmtudag þar sem önnur gömul kempa og nú þingmaður, framherjinn Romario, verður að öllum líkindum mætt en hann hefur gagnrýnt kröfur FIFA harðlega. „Ég er bjartsýnn. Við munum sýna að við erum ekki aðeins góðir knattspyrnumenn heldur einnig góðir skipuleggjendur og munum bjóða upp á bestu heimsmeistarakeppni allra tíma," sagði Ronaldo sem er markahæsti leikmaður keppninnar frá upphafi. Hann sagði að þeir Teixeira væru að leita að þriðja einstaklingnum til þess að sitja í þriggja manna stjórn skipulagsnefndarinnar. Valcke segist munu sækja Brasilíu heim á tveggja mánaða fresti fram að mótinu og heimsækja borgirnar tólf til þess að fullvissa sig um að framkvæmdir við leikvangana séu í góðum gangi. Í síðustu viku birti ríkisstjórn Brasilíu skýrslu þar sem fram kom að sjö af leikvöngunum tólf verði tilbúnir í árslok 2012. Sá síðasti, leikvangurinn í Sao Paulo, verður tilbúinn í árslok 2013. Fótbolti Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Sjá meira
Forsvarsmenn Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, eru ósáttir með hve langan tíma tekur að samþykkja HM-frumvarpið svonefnda úr smiðju FIFA í brasilíska þinginu. Meðal þess sem Brasilíumennirnir eru ósáttir við er að leyfa áfengissölu á leikjum keppninnar auk þess sem fólk eldra en 65 ára fær ekki ódýrari miða á leiki keppninnar samkvæmt reglunum. „Kannski telja þeir sig geta beðið um meira, meira og meira vegna þess að þeir hafa orðið heimsmeistarar fimm sinnum," sagði Jerome Valcke framkvæmdarstjóri FIFA við fréttamenn að loknum fundi með íþróttamálaráðherra Brasilíu, Aldo Rebelo, á mánudag. Valcke sagðist vonast til að síðasta ágreiningsefnið, afsláttur á miðaverði til ákveðinna hópa, verði leyst á fundi í Ríó á fimmtudag. Forsvarsmenn FIFA segja að kröfur Brasilíumannanna myndu leiða til aukins kostnaðar við mótið og takmarka möguleika sambandsins á að gæta réttar styrktaraðila keppninnar. Valcke sagði hins vegar tíma til kominn að ljúka viðræðustiginu. „Heimsmeistarakeppnin snýst ekki aðeins um einhver lög heldur um tólf borgir, tólf leikvanga og tólf flugvelli. Höldum áfram," sagði Valcke. Auk yfirstandandi ágreinings hafa forsvarsmenn FIFA áhyggjur af getu Brasilíumanna til þess að skipuleggja jafnstóran viðburð og um ræðir. Bygging leikvanga er á eftir áætlun auk þess sem forseti knattspyrnusambandsins, Ricardo Teixeira, hefur verið ásakaður um spillingu. Teixeira, sem einnig situr í framkvæmdaráði FIFA, er þó langt í frá sá eini innan sambandsins sem hefur verið sakaður um slíkt. Teixeira situr í skipulagsnefnd keppninnar ásamt brasilísku knattspyrnugoðsögninni Ronaldo. Þeir verða báðir við fundarborðið í Ríó á fimmtudag þar sem önnur gömul kempa og nú þingmaður, framherjinn Romario, verður að öllum líkindum mætt en hann hefur gagnrýnt kröfur FIFA harðlega. „Ég er bjartsýnn. Við munum sýna að við erum ekki aðeins góðir knattspyrnumenn heldur einnig góðir skipuleggjendur og munum bjóða upp á bestu heimsmeistarakeppni allra tíma," sagði Ronaldo sem er markahæsti leikmaður keppninnar frá upphafi. Hann sagði að þeir Teixeira væru að leita að þriðja einstaklingnum til þess að sitja í þriggja manna stjórn skipulagsnefndarinnar. Valcke segist munu sækja Brasilíu heim á tveggja mánaða fresti fram að mótinu og heimsækja borgirnar tólf til þess að fullvissa sig um að framkvæmdir við leikvangana séu í góðum gangi. Í síðustu viku birti ríkisstjórn Brasilíu skýrslu þar sem fram kom að sjö af leikvöngunum tólf verði tilbúnir í árslok 2012. Sá síðasti, leikvangurinn í Sao Paulo, verður tilbúinn í árslok 2013.
Fótbolti Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Sjá meira