FIFA rekur á eftir Brasilíu vegna HM 2014 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. janúar 2012 16:00 Valcke, Rebelo og Ronaldo á mánudaginn. Nordic Photos / Getty Images Forsvarsmenn Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, eru ósáttir með hve langan tíma tekur að samþykkja HM-frumvarpið svonefnda úr smiðju FIFA í brasilíska þinginu. Meðal þess sem Brasilíumennirnir eru ósáttir við er að leyfa áfengissölu á leikjum keppninnar auk þess sem fólk eldra en 65 ára fær ekki ódýrari miða á leiki keppninnar samkvæmt reglunum. „Kannski telja þeir sig geta beðið um meira, meira og meira vegna þess að þeir hafa orðið heimsmeistarar fimm sinnum," sagði Jerome Valcke framkvæmdarstjóri FIFA við fréttamenn að loknum fundi með íþróttamálaráðherra Brasilíu, Aldo Rebelo, á mánudag. Valcke sagðist vonast til að síðasta ágreiningsefnið, afsláttur á miðaverði til ákveðinna hópa, verði leyst á fundi í Ríó á fimmtudag. Forsvarsmenn FIFA segja að kröfur Brasilíumannanna myndu leiða til aukins kostnaðar við mótið og takmarka möguleika sambandsins á að gæta réttar styrktaraðila keppninnar. Valcke sagði hins vegar tíma til kominn að ljúka viðræðustiginu. „Heimsmeistarakeppnin snýst ekki aðeins um einhver lög heldur um tólf borgir, tólf leikvanga og tólf flugvelli. Höldum áfram," sagði Valcke. Auk yfirstandandi ágreinings hafa forsvarsmenn FIFA áhyggjur af getu Brasilíumanna til þess að skipuleggja jafnstóran viðburð og um ræðir. Bygging leikvanga er á eftir áætlun auk þess sem forseti knattspyrnusambandsins, Ricardo Teixeira, hefur verið ásakaður um spillingu. Teixeira, sem einnig situr í framkvæmdaráði FIFA, er þó langt í frá sá eini innan sambandsins sem hefur verið sakaður um slíkt. Teixeira situr í skipulagsnefnd keppninnar ásamt brasilísku knattspyrnugoðsögninni Ronaldo. Þeir verða báðir við fundarborðið í Ríó á fimmtudag þar sem önnur gömul kempa og nú þingmaður, framherjinn Romario, verður að öllum líkindum mætt en hann hefur gagnrýnt kröfur FIFA harðlega. „Ég er bjartsýnn. Við munum sýna að við erum ekki aðeins góðir knattspyrnumenn heldur einnig góðir skipuleggjendur og munum bjóða upp á bestu heimsmeistarakeppni allra tíma," sagði Ronaldo sem er markahæsti leikmaður keppninnar frá upphafi. Hann sagði að þeir Teixeira væru að leita að þriðja einstaklingnum til þess að sitja í þriggja manna stjórn skipulagsnefndarinnar. Valcke segist munu sækja Brasilíu heim á tveggja mánaða fresti fram að mótinu og heimsækja borgirnar tólf til þess að fullvissa sig um að framkvæmdir við leikvangana séu í góðum gangi. Í síðustu viku birti ríkisstjórn Brasilíu skýrslu þar sem fram kom að sjö af leikvöngunum tólf verði tilbúnir í árslok 2012. Sá síðasti, leikvangurinn í Sao Paulo, verður tilbúinn í árslok 2013. Fótbolti Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Fleiri fréttir Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Sjá meira
Forsvarsmenn Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, eru ósáttir með hve langan tíma tekur að samþykkja HM-frumvarpið svonefnda úr smiðju FIFA í brasilíska þinginu. Meðal þess sem Brasilíumennirnir eru ósáttir við er að leyfa áfengissölu á leikjum keppninnar auk þess sem fólk eldra en 65 ára fær ekki ódýrari miða á leiki keppninnar samkvæmt reglunum. „Kannski telja þeir sig geta beðið um meira, meira og meira vegna þess að þeir hafa orðið heimsmeistarar fimm sinnum," sagði Jerome Valcke framkvæmdarstjóri FIFA við fréttamenn að loknum fundi með íþróttamálaráðherra Brasilíu, Aldo Rebelo, á mánudag. Valcke sagðist vonast til að síðasta ágreiningsefnið, afsláttur á miðaverði til ákveðinna hópa, verði leyst á fundi í Ríó á fimmtudag. Forsvarsmenn FIFA segja að kröfur Brasilíumannanna myndu leiða til aukins kostnaðar við mótið og takmarka möguleika sambandsins á að gæta réttar styrktaraðila keppninnar. Valcke sagði hins vegar tíma til kominn að ljúka viðræðustiginu. „Heimsmeistarakeppnin snýst ekki aðeins um einhver lög heldur um tólf borgir, tólf leikvanga og tólf flugvelli. Höldum áfram," sagði Valcke. Auk yfirstandandi ágreinings hafa forsvarsmenn FIFA áhyggjur af getu Brasilíumanna til þess að skipuleggja jafnstóran viðburð og um ræðir. Bygging leikvanga er á eftir áætlun auk þess sem forseti knattspyrnusambandsins, Ricardo Teixeira, hefur verið ásakaður um spillingu. Teixeira, sem einnig situr í framkvæmdaráði FIFA, er þó langt í frá sá eini innan sambandsins sem hefur verið sakaður um slíkt. Teixeira situr í skipulagsnefnd keppninnar ásamt brasilísku knattspyrnugoðsögninni Ronaldo. Þeir verða báðir við fundarborðið í Ríó á fimmtudag þar sem önnur gömul kempa og nú þingmaður, framherjinn Romario, verður að öllum líkindum mætt en hann hefur gagnrýnt kröfur FIFA harðlega. „Ég er bjartsýnn. Við munum sýna að við erum ekki aðeins góðir knattspyrnumenn heldur einnig góðir skipuleggjendur og munum bjóða upp á bestu heimsmeistarakeppni allra tíma," sagði Ronaldo sem er markahæsti leikmaður keppninnar frá upphafi. Hann sagði að þeir Teixeira væru að leita að þriðja einstaklingnum til þess að sitja í þriggja manna stjórn skipulagsnefndarinnar. Valcke segist munu sækja Brasilíu heim á tveggja mánaða fresti fram að mótinu og heimsækja borgirnar tólf til þess að fullvissa sig um að framkvæmdir við leikvangana séu í góðum gangi. Í síðustu viku birti ríkisstjórn Brasilíu skýrslu þar sem fram kom að sjö af leikvöngunum tólf verði tilbúnir í árslok 2012. Sá síðasti, leikvangurinn í Sao Paulo, verður tilbúinn í árslok 2013.
Fótbolti Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Fleiri fréttir Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Sjá meira