FIFA rekur á eftir Brasilíu vegna HM 2014 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. janúar 2012 16:00 Valcke, Rebelo og Ronaldo á mánudaginn. Nordic Photos / Getty Images Forsvarsmenn Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, eru ósáttir með hve langan tíma tekur að samþykkja HM-frumvarpið svonefnda úr smiðju FIFA í brasilíska þinginu. Meðal þess sem Brasilíumennirnir eru ósáttir við er að leyfa áfengissölu á leikjum keppninnar auk þess sem fólk eldra en 65 ára fær ekki ódýrari miða á leiki keppninnar samkvæmt reglunum. „Kannski telja þeir sig geta beðið um meira, meira og meira vegna þess að þeir hafa orðið heimsmeistarar fimm sinnum," sagði Jerome Valcke framkvæmdarstjóri FIFA við fréttamenn að loknum fundi með íþróttamálaráðherra Brasilíu, Aldo Rebelo, á mánudag. Valcke sagðist vonast til að síðasta ágreiningsefnið, afsláttur á miðaverði til ákveðinna hópa, verði leyst á fundi í Ríó á fimmtudag. Forsvarsmenn FIFA segja að kröfur Brasilíumannanna myndu leiða til aukins kostnaðar við mótið og takmarka möguleika sambandsins á að gæta réttar styrktaraðila keppninnar. Valcke sagði hins vegar tíma til kominn að ljúka viðræðustiginu. „Heimsmeistarakeppnin snýst ekki aðeins um einhver lög heldur um tólf borgir, tólf leikvanga og tólf flugvelli. Höldum áfram," sagði Valcke. Auk yfirstandandi ágreinings hafa forsvarsmenn FIFA áhyggjur af getu Brasilíumanna til þess að skipuleggja jafnstóran viðburð og um ræðir. Bygging leikvanga er á eftir áætlun auk þess sem forseti knattspyrnusambandsins, Ricardo Teixeira, hefur verið ásakaður um spillingu. Teixeira, sem einnig situr í framkvæmdaráði FIFA, er þó langt í frá sá eini innan sambandsins sem hefur verið sakaður um slíkt. Teixeira situr í skipulagsnefnd keppninnar ásamt brasilísku knattspyrnugoðsögninni Ronaldo. Þeir verða báðir við fundarborðið í Ríó á fimmtudag þar sem önnur gömul kempa og nú þingmaður, framherjinn Romario, verður að öllum líkindum mætt en hann hefur gagnrýnt kröfur FIFA harðlega. „Ég er bjartsýnn. Við munum sýna að við erum ekki aðeins góðir knattspyrnumenn heldur einnig góðir skipuleggjendur og munum bjóða upp á bestu heimsmeistarakeppni allra tíma," sagði Ronaldo sem er markahæsti leikmaður keppninnar frá upphafi. Hann sagði að þeir Teixeira væru að leita að þriðja einstaklingnum til þess að sitja í þriggja manna stjórn skipulagsnefndarinnar. Valcke segist munu sækja Brasilíu heim á tveggja mánaða fresti fram að mótinu og heimsækja borgirnar tólf til þess að fullvissa sig um að framkvæmdir við leikvangana séu í góðum gangi. Í síðustu viku birti ríkisstjórn Brasilíu skýrslu þar sem fram kom að sjö af leikvöngunum tólf verði tilbúnir í árslok 2012. Sá síðasti, leikvangurinn í Sao Paulo, verður tilbúinn í árslok 2013. Fótbolti Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Sjá meira
Forsvarsmenn Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, eru ósáttir með hve langan tíma tekur að samþykkja HM-frumvarpið svonefnda úr smiðju FIFA í brasilíska þinginu. Meðal þess sem Brasilíumennirnir eru ósáttir við er að leyfa áfengissölu á leikjum keppninnar auk þess sem fólk eldra en 65 ára fær ekki ódýrari miða á leiki keppninnar samkvæmt reglunum. „Kannski telja þeir sig geta beðið um meira, meira og meira vegna þess að þeir hafa orðið heimsmeistarar fimm sinnum," sagði Jerome Valcke framkvæmdarstjóri FIFA við fréttamenn að loknum fundi með íþróttamálaráðherra Brasilíu, Aldo Rebelo, á mánudag. Valcke sagðist vonast til að síðasta ágreiningsefnið, afsláttur á miðaverði til ákveðinna hópa, verði leyst á fundi í Ríó á fimmtudag. Forsvarsmenn FIFA segja að kröfur Brasilíumannanna myndu leiða til aukins kostnaðar við mótið og takmarka möguleika sambandsins á að gæta réttar styrktaraðila keppninnar. Valcke sagði hins vegar tíma til kominn að ljúka viðræðustiginu. „Heimsmeistarakeppnin snýst ekki aðeins um einhver lög heldur um tólf borgir, tólf leikvanga og tólf flugvelli. Höldum áfram," sagði Valcke. Auk yfirstandandi ágreinings hafa forsvarsmenn FIFA áhyggjur af getu Brasilíumanna til þess að skipuleggja jafnstóran viðburð og um ræðir. Bygging leikvanga er á eftir áætlun auk þess sem forseti knattspyrnusambandsins, Ricardo Teixeira, hefur verið ásakaður um spillingu. Teixeira, sem einnig situr í framkvæmdaráði FIFA, er þó langt í frá sá eini innan sambandsins sem hefur verið sakaður um slíkt. Teixeira situr í skipulagsnefnd keppninnar ásamt brasilísku knattspyrnugoðsögninni Ronaldo. Þeir verða báðir við fundarborðið í Ríó á fimmtudag þar sem önnur gömul kempa og nú þingmaður, framherjinn Romario, verður að öllum líkindum mætt en hann hefur gagnrýnt kröfur FIFA harðlega. „Ég er bjartsýnn. Við munum sýna að við erum ekki aðeins góðir knattspyrnumenn heldur einnig góðir skipuleggjendur og munum bjóða upp á bestu heimsmeistarakeppni allra tíma," sagði Ronaldo sem er markahæsti leikmaður keppninnar frá upphafi. Hann sagði að þeir Teixeira væru að leita að þriðja einstaklingnum til þess að sitja í þriggja manna stjórn skipulagsnefndarinnar. Valcke segist munu sækja Brasilíu heim á tveggja mánaða fresti fram að mótinu og heimsækja borgirnar tólf til þess að fullvissa sig um að framkvæmdir við leikvangana séu í góðum gangi. Í síðustu viku birti ríkisstjórn Brasilíu skýrslu þar sem fram kom að sjö af leikvöngunum tólf verði tilbúnir í árslok 2012. Sá síðasti, leikvangurinn í Sao Paulo, verður tilbúinn í árslok 2013.
Fótbolti Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Sjá meira