Innlent

Kannabisræktun olli eldsvoða í fjölbýlishúsi

Greinileg ummerki um bruna voru í herbergi í íbúð í fjölbýlishúsi í austurborginni, þegar lögregla upprætti þar kannabisræktun í fyrradag.

Þar var lagt hald á 30 kannabisplöntur á ýmsum stigum ræktunar, og þrítugur eigandi þeirra var handtekinn á staðnum.

Að sögn lögreglu myndast mikill raki við ræktunina, en hann getur valdið íkveikju í rafbúnaði, sem notaður er til að glæða vöxtinn. Svo vel vildi til í þessu tilviki að ræktandinn var heima þegar eldurinn kviknaði og gat hann slökkt sjálfur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×