Innlent

Framsókn fær ekki 60 milljónir út af skussaskap

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, heldur ræðu á landsfundi flokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, heldur ræðu á landsfundi flokksins. Mynd / Gunnar V. Andrésson
Framsóknarflokkurinn fær ekki rúmlega sextíu milljónir af árlegu framlagi ríkissjóðs til flokksins fyrir 2012 vegna þess að flokkurinn hefur ekki skilað inn ársreikningi fyrir árið 2010. Þetta kemur fram í Fréttatímanum í dag.

Þar er rætt við Lárus Ögmundsson hjá Ríkisendurskoðun sem segir að það sé klárt í lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra frá árinu 2006 að ekki sé hægt að ganga frá greiðslu til flokksins fyrr en ársreikningi sé skilað. Skussaskapurinn verður því til þess að greiðslum mun seinka, en til stendur að greiða styrkina út í janúar.

Ekki náðist í Ölvir Hrólfsson, framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins, en í Fréttatímanum kemur fram að ástæða seinlætisins á skilum ársreikningsins sé að erfiðlega hafi gengið að fá tölur frá nokkrum aðilarfélögum úti á landi.

Hægt er að lesa nánar um málið hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×