Heilbrigðislöggjöf í höndum dómara 29. mars 2012 05:00 Stuðningsmenn og andstæðingar skyldutryggingar hafa vakið athygli á málstað sínum síðustu daga. nordicphotos/AFP Undanfarna þrjá daga hafa dómarar Hæstaréttar Bandaríkjanna hlýtt á málflutning um heilbrigðislöggjöfina sem Barack Obama forseti undirritaði fyrir rétt rúmu ári. Andstæðingar frumvarpsins telja það brjóta í bága við stjórnarskrá Bandaríkjanna að skylda einstaklinga til að greiða fyrir heilbrigðistryggingu. Gætu stjórnvöld þá ekki alveg eins skyldað einstaklinga til að kaupa sér tíma í líkamsrækt? Nú eða til dæmis bifreiðar, ef því er að skipta. Skyldutryggingin hefur á síðustu mánuðum komið til kasta fjögurra bandarískra dómstóla og nú síðast féllst Hæstiréttur á að skera úr um málið. Af níu dómurum Hæstaréttar eru fimm skipaðir af forsetum Repúblikanaflokksins og líklegir til að telja lögin brjóta í bága við stjórnarskrána, en fjórir eru skipaðir af forsetum Demókrataflokksins og þykja líklegir til að fallast á skyldutrygginguna. Ekki er þó víst að flokkslínur ráði. Þannig viðraði forseti hæstaréttar, John Roberts, sem George W. Bush skipaði dómara á sínum tíma, efasemdir um rök eins andstæðinga skyldutryggingar. Roberts sagði alla Bandaríkjamenn vera á þessum markaði með heilbrigðistryggingar: „Og það gerir hann mjög frábrugðinn markaði með bifreiðar eða önnur ímynduð dæmi sem þú tókst, og það eina sem reglurnar snúast um er hvernig greiðslur fara fram.“ Búist er við úrskurði dómstólsins í júní. Almennar heilbrigðistryggingar hafa verið eitt helsta baráttumál Demókrataflokksins áratugum saman. Þær voru einnig eitt af helstu kosningamálum Obama fyrir forsetakosningarnar árið 2008. Það þótti því mikill sigur fyrir Obama þegar málið var loks í höfn snemma á síðasta ári. Að sama skapi væri það mikið áfall, bæði fyrir Obama og Demókrataflokkinn, kæmist Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að skyldutryggingin stæðist ekki stjórnarskrána. Með lögunum var 30 milljónum Bandaríkjamanna, sem fyrir voru án heilbrigðistryggingar, í fyrsta sinn veittur réttur til heilbrigðistrygginga, þannig að nú nær kerfið til nær allra íbúa landsins. Umdeilt er hvaða þýðingu neikvæður úrskurður Hæstaréttar hefði fyrir lögin í heild. Einnig er óljóst hvaða áhrif það hefði á möguleika Baracks Obama í forsetakosningunum næsta haust. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Sjá meira
Undanfarna þrjá daga hafa dómarar Hæstaréttar Bandaríkjanna hlýtt á málflutning um heilbrigðislöggjöfina sem Barack Obama forseti undirritaði fyrir rétt rúmu ári. Andstæðingar frumvarpsins telja það brjóta í bága við stjórnarskrá Bandaríkjanna að skylda einstaklinga til að greiða fyrir heilbrigðistryggingu. Gætu stjórnvöld þá ekki alveg eins skyldað einstaklinga til að kaupa sér tíma í líkamsrækt? Nú eða til dæmis bifreiðar, ef því er að skipta. Skyldutryggingin hefur á síðustu mánuðum komið til kasta fjögurra bandarískra dómstóla og nú síðast féllst Hæstiréttur á að skera úr um málið. Af níu dómurum Hæstaréttar eru fimm skipaðir af forsetum Repúblikanaflokksins og líklegir til að telja lögin brjóta í bága við stjórnarskrána, en fjórir eru skipaðir af forsetum Demókrataflokksins og þykja líklegir til að fallast á skyldutrygginguna. Ekki er þó víst að flokkslínur ráði. Þannig viðraði forseti hæstaréttar, John Roberts, sem George W. Bush skipaði dómara á sínum tíma, efasemdir um rök eins andstæðinga skyldutryggingar. Roberts sagði alla Bandaríkjamenn vera á þessum markaði með heilbrigðistryggingar: „Og það gerir hann mjög frábrugðinn markaði með bifreiðar eða önnur ímynduð dæmi sem þú tókst, og það eina sem reglurnar snúast um er hvernig greiðslur fara fram.“ Búist er við úrskurði dómstólsins í júní. Almennar heilbrigðistryggingar hafa verið eitt helsta baráttumál Demókrataflokksins áratugum saman. Þær voru einnig eitt af helstu kosningamálum Obama fyrir forsetakosningarnar árið 2008. Það þótti því mikill sigur fyrir Obama þegar málið var loks í höfn snemma á síðasta ári. Að sama skapi væri það mikið áfall, bæði fyrir Obama og Demókrataflokkinn, kæmist Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að skyldutryggingin stæðist ekki stjórnarskrána. Með lögunum var 30 milljónum Bandaríkjamanna, sem fyrir voru án heilbrigðistryggingar, í fyrsta sinn veittur réttur til heilbrigðistrygginga, þannig að nú nær kerfið til nær allra íbúa landsins. Umdeilt er hvaða þýðingu neikvæður úrskurður Hæstaréttar hefði fyrir lögin í heild. Einnig er óljóst hvaða áhrif það hefði á möguleika Baracks Obama í forsetakosningunum næsta haust. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Sjá meira