Heilbrigðislöggjöf í höndum dómara 29. mars 2012 05:00 Stuðningsmenn og andstæðingar skyldutryggingar hafa vakið athygli á málstað sínum síðustu daga. nordicphotos/AFP Undanfarna þrjá daga hafa dómarar Hæstaréttar Bandaríkjanna hlýtt á málflutning um heilbrigðislöggjöfina sem Barack Obama forseti undirritaði fyrir rétt rúmu ári. Andstæðingar frumvarpsins telja það brjóta í bága við stjórnarskrá Bandaríkjanna að skylda einstaklinga til að greiða fyrir heilbrigðistryggingu. Gætu stjórnvöld þá ekki alveg eins skyldað einstaklinga til að kaupa sér tíma í líkamsrækt? Nú eða til dæmis bifreiðar, ef því er að skipta. Skyldutryggingin hefur á síðustu mánuðum komið til kasta fjögurra bandarískra dómstóla og nú síðast féllst Hæstiréttur á að skera úr um málið. Af níu dómurum Hæstaréttar eru fimm skipaðir af forsetum Repúblikanaflokksins og líklegir til að telja lögin brjóta í bága við stjórnarskrána, en fjórir eru skipaðir af forsetum Demókrataflokksins og þykja líklegir til að fallast á skyldutrygginguna. Ekki er þó víst að flokkslínur ráði. Þannig viðraði forseti hæstaréttar, John Roberts, sem George W. Bush skipaði dómara á sínum tíma, efasemdir um rök eins andstæðinga skyldutryggingar. Roberts sagði alla Bandaríkjamenn vera á þessum markaði með heilbrigðistryggingar: „Og það gerir hann mjög frábrugðinn markaði með bifreiðar eða önnur ímynduð dæmi sem þú tókst, og það eina sem reglurnar snúast um er hvernig greiðslur fara fram.“ Búist er við úrskurði dómstólsins í júní. Almennar heilbrigðistryggingar hafa verið eitt helsta baráttumál Demókrataflokksins áratugum saman. Þær voru einnig eitt af helstu kosningamálum Obama fyrir forsetakosningarnar árið 2008. Það þótti því mikill sigur fyrir Obama þegar málið var loks í höfn snemma á síðasta ári. Að sama skapi væri það mikið áfall, bæði fyrir Obama og Demókrataflokkinn, kæmist Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að skyldutryggingin stæðist ekki stjórnarskrána. Með lögunum var 30 milljónum Bandaríkjamanna, sem fyrir voru án heilbrigðistryggingar, í fyrsta sinn veittur réttur til heilbrigðistrygginga, þannig að nú nær kerfið til nær allra íbúa landsins. Umdeilt er hvaða þýðingu neikvæður úrskurður Hæstaréttar hefði fyrir lögin í heild. Einnig er óljóst hvaða áhrif það hefði á möguleika Baracks Obama í forsetakosningunum næsta haust. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
Undanfarna þrjá daga hafa dómarar Hæstaréttar Bandaríkjanna hlýtt á málflutning um heilbrigðislöggjöfina sem Barack Obama forseti undirritaði fyrir rétt rúmu ári. Andstæðingar frumvarpsins telja það brjóta í bága við stjórnarskrá Bandaríkjanna að skylda einstaklinga til að greiða fyrir heilbrigðistryggingu. Gætu stjórnvöld þá ekki alveg eins skyldað einstaklinga til að kaupa sér tíma í líkamsrækt? Nú eða til dæmis bifreiðar, ef því er að skipta. Skyldutryggingin hefur á síðustu mánuðum komið til kasta fjögurra bandarískra dómstóla og nú síðast féllst Hæstiréttur á að skera úr um málið. Af níu dómurum Hæstaréttar eru fimm skipaðir af forsetum Repúblikanaflokksins og líklegir til að telja lögin brjóta í bága við stjórnarskrána, en fjórir eru skipaðir af forsetum Demókrataflokksins og þykja líklegir til að fallast á skyldutrygginguna. Ekki er þó víst að flokkslínur ráði. Þannig viðraði forseti hæstaréttar, John Roberts, sem George W. Bush skipaði dómara á sínum tíma, efasemdir um rök eins andstæðinga skyldutryggingar. Roberts sagði alla Bandaríkjamenn vera á þessum markaði með heilbrigðistryggingar: „Og það gerir hann mjög frábrugðinn markaði með bifreiðar eða önnur ímynduð dæmi sem þú tókst, og það eina sem reglurnar snúast um er hvernig greiðslur fara fram.“ Búist er við úrskurði dómstólsins í júní. Almennar heilbrigðistryggingar hafa verið eitt helsta baráttumál Demókrataflokksins áratugum saman. Þær voru einnig eitt af helstu kosningamálum Obama fyrir forsetakosningarnar árið 2008. Það þótti því mikill sigur fyrir Obama þegar málið var loks í höfn snemma á síðasta ári. Að sama skapi væri það mikið áfall, bæði fyrir Obama og Demókrataflokkinn, kæmist Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að skyldutryggingin stæðist ekki stjórnarskrána. Með lögunum var 30 milljónum Bandaríkjamanna, sem fyrir voru án heilbrigðistryggingar, í fyrsta sinn veittur réttur til heilbrigðistrygginga, þannig að nú nær kerfið til nær allra íbúa landsins. Umdeilt er hvaða þýðingu neikvæður úrskurður Hæstaréttar hefði fyrir lögin í heild. Einnig er óljóst hvaða áhrif það hefði á möguleika Baracks Obama í forsetakosningunum næsta haust. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent