Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. september 2025 07:03 Margir í salnum fögnuðu yfirlýsingu Frakklandsforseta. Getty/Kay Nietfeld Frakkland hefur bæst í hóp þeirra ríkja sem hafa lýst yfir viðurkenningu á sjálfstæðri Palestínu. Áður höfðu Bretland, Kanada og Ástralía gert slíkt hið sama. „Það er tímabært að Palestínumenn njóti réttlætis og að við viðurkennum Palestínuríki á Gasa, Vesturbakkanum og í Jerúsalem,“ sagði Emmanuel Macron Frakklandsforseti á sérstökum fundi um „tveggja ríkja lausnina“ í þingsal Sameinuðu þjóðanna í gær. Yfirlýsingu Frakka var fagnað í salnum en Bandaríkjamenn áttu ekki fulltrúa á fundinum og þá gerðu Ísraelsmenn lítið úr framtakinu. Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, kallaði eftir því að Palestína fengi fulla aðild að Sameinuðu þjóðunum og sagði fundinn aðeins upphafið á langri vegferð. Andorra, Belgía, Lúxemborg, Malta og Mónakó viðurkenndu einnig sjálfstæða Palestínu í gærkvöldi. Danny Danon, sendiherra Ísrael við Sameinuðu þjóðirnar, kallaði fundinn „vandræðalegan pólitískan sirkús“ en Ísraelsmenn hafa sagt viðurkenningu ríkja á sjálfstæðri Palestínu „verðlaun“ til handa Hamas fyrir hryðjuverk þeirra 7. október 2023. Þá hafa þau hótað því að bregðast við með því að taka yfir Vesturbakkann. António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði hins vegar að um væri að ræða „rétt en ekki verðlaun“ til handa Palestínumönnum. Ekkert réttlætti árásirnar 7. október en það væri ekki heldur réttlætanlegt að refsa palestínsku þjóðinni í heild. Frakkar hafa lagt til að herafla undir merkjum Sameinuðu þjóðanna verði falið að tryggja öryggi á Gasa, afvopna Hamas og þjálfa nýtt lögreglulið á svæðinu. Donald Trump Bandaríkjaforseti mun ávarpa allsherjarþingið í dag og funda með leiðtogum Tyrklands, Egyptalands, Katar, Sádi Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmana. Þeir eru sagðir vilja fá svör við því hvort Trump styðji hugmyndir þeirra um framtíð Gasa og hina svokölluðu „tveggja ríkja lausn“. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Frakkland Bandaríkin Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Sjá meira
„Það er tímabært að Palestínumenn njóti réttlætis og að við viðurkennum Palestínuríki á Gasa, Vesturbakkanum og í Jerúsalem,“ sagði Emmanuel Macron Frakklandsforseti á sérstökum fundi um „tveggja ríkja lausnina“ í þingsal Sameinuðu þjóðanna í gær. Yfirlýsingu Frakka var fagnað í salnum en Bandaríkjamenn áttu ekki fulltrúa á fundinum og þá gerðu Ísraelsmenn lítið úr framtakinu. Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, kallaði eftir því að Palestína fengi fulla aðild að Sameinuðu þjóðunum og sagði fundinn aðeins upphafið á langri vegferð. Andorra, Belgía, Lúxemborg, Malta og Mónakó viðurkenndu einnig sjálfstæða Palestínu í gærkvöldi. Danny Danon, sendiherra Ísrael við Sameinuðu þjóðirnar, kallaði fundinn „vandræðalegan pólitískan sirkús“ en Ísraelsmenn hafa sagt viðurkenningu ríkja á sjálfstæðri Palestínu „verðlaun“ til handa Hamas fyrir hryðjuverk þeirra 7. október 2023. Þá hafa þau hótað því að bregðast við með því að taka yfir Vesturbakkann. António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði hins vegar að um væri að ræða „rétt en ekki verðlaun“ til handa Palestínumönnum. Ekkert réttlætti árásirnar 7. október en það væri ekki heldur réttlætanlegt að refsa palestínsku þjóðinni í heild. Frakkar hafa lagt til að herafla undir merkjum Sameinuðu þjóðanna verði falið að tryggja öryggi á Gasa, afvopna Hamas og þjálfa nýtt lögreglulið á svæðinu. Donald Trump Bandaríkjaforseti mun ávarpa allsherjarþingið í dag og funda með leiðtogum Tyrklands, Egyptalands, Katar, Sádi Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmana. Þeir eru sagðir vilja fá svör við því hvort Trump styðji hugmyndir þeirra um framtíð Gasa og hina svokölluðu „tveggja ríkja lausn“.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Frakkland Bandaríkin Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Sjá meira