Innlent

Íslenskir kokkar settu heimsmet

Hafliði Halldórsson, til vinstri, forseti Klúbbs Matreiðslumeistara
Hafliði Halldórsson, til vinstri, forseti Klúbbs Matreiðslumeistara Hafliði Halldórsson/freisting.is
Íslenskir matreiðslumeistarar tóku þátt í að setja heimsmet í Suður Kóreu í morgun. Metið var sett í borginni Daejoeon þegar 2.111 matreiðslumenn komu saman en það mun vera mesti fjöldi matreiðslumanna á einum stað í sögunni.

Fyrir vikið verður metið skráð í heimsmetabók Guinnes að því er fram kemur á heimasíðunni Freisting.is.

Ástæðan fyrir öllum þessum fjölda matreiðslumanna í borginni er sú að nú stendur yfir þing heimssamtaka matreiðslumanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×