Erlent

Kitchen Aid grínaðist með látna ömmu Obama

Forsvarsmenn bandaríska heimilistækjaframleiðandans, Kitchen Aid, báðust í gærkvöldi afsökunar á skilaboðum sem send voru út á Twitter-síðu fyrirtækisins eftir kappræður forsetaframbjóðandanna á miðvikudagskvöld.

Þar stóð að amma Obama hafi vitað að allt stefndi í óefni hjá forsetanum enda hafi hún dáið þremur dögum áður enn hann var kjörinn forseti. Skilaboðin lögðust illa í stuðningsmenn Obama sem fordæmdu skilaboðin frá þessu risavaxna heimilistækjafyrirtæki.

Nú hefur komið í ljós að um mistök starfsmanns var að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×