Lífið

Hreinskilni er góð

Færri lygar bæta heilsu fólks og sambönd þeirra einnig.
nordicphotos/getty
Færri lygar bæta heilsu fólks og sambönd þeirra einnig. nordicphotos/getty
Heiðarleiki hefur jákvæð áhrif á andlega og líkamlega líðan fólks. Rannsókn sem kynnt var á ráðstefnu American Psychological Association leiddi þetta í ljós.

„Bandaríkjamenn ljúga að meðaltali um ellefu sinnum á viku og við vildum komast að því hvort heiðarleiki hefði bein áhrif á heilsu fólks. Rannsóknin leiddi í ljós að þátttakendurnir gátu fækkað lygum og ýkjum í daglegu lífi og að það hafði töluverð áhrif á heilsu þeirra,“ sagði Anita E. Kelly, sálfræðiprófessor við Notre Dame-háskólann og leiðbeinandi við rannsóknina.

Alls tóku um 110 manns á aldrinum 18 til 71s árs þátt í rannsókninni. Helmingnum var ætlað að hætta að ljúga í tíu vikur á meðan hinn helmingurinn átti ekki að breyta neinu hvað viðkom lygum og ýkjum. Vikulega tóku þátttakendur lygapróf til að komast að því hvað þeir höfðu logið oft á síðustu dögum og voru einnig látnir gangast undir heilsufarspróf. Bein tenging þótti vera milli færri lyga og betri heilsu en færri lygar bættu einnig samskipti milli einstaklinganna og fjölskyldu þeirra og vina..






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.