Fótbolti

Spánverjar skráðu sig á spjöld sögunnar | Myndasyrpa frá Kænugarði

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nordicphotos/AFP
Spánverjar eru Evrópumeistarar í knattspyrnu eftir 4-0 sigur á Ítölum í úrslitaleik mótsins. Sigurinn er sá stærsti í sögunni auk þess sem liðið hefur nú, fyrst landsliða, unnið þrjú stórmót í knattspyrnu í röð.

Spánverjar svöruðu gagnrýnisröddum um leiðinlega knattspyrnu og buðu til markaveislu. Tveimur mörkum undir vænkaðist hagur Ítala ekki hálftíma fyrir leikslok er Thiago Motta var borinn af velli. Ítalir höfðu þegar nýtt allar skipingar sínar og eftirleikurinn auðveldur fyrir Spánverja.

Fernando Torres tryggði sér markakóngstitilinn með þriðja marki sínu í keppninni og varð um leið fyrsti leikmaðurinn til að skora í tveimur úrslitaleikjum í röð.

Meðfylgjandi er myndasyrpa frá ljósmyndurum AFP en óhætt er að segja að Spánerjar hafi fagnað titlinum, sem þeir tileinkuðu knattspyrnumanninum Miki Roque sem lést úr krabbameini á dögunum, vel og innilega.


Tengdar fréttir

Torres fær gullskóinn

Fernando Torres varð markakóngur Evrópumeistaramótsins í Póllandi og Úkraínu með þrjú mörk en hann skoraði þriðja mark Spánar gegn Ítalíu í kvöld eftir að hafa komið inná sem varamaður. Torres lagði auk þess fjórða markið upp sem Juan Mata skoraði.

Umfjöllun: Spánn - Ítalía 4-0 | Spánn Evrópumeistari

Spánn sigraði Ítalíu 4-0 í úrslitaleik Evrópumeistaramótsins í kvöld og varð þar með fyrsta þjóðin til að vinna tvö Evrópumeistaramót í röð. Spánn sýndi allar sínar bestu hliðar í leiknum og var 2-0 yfir í hálfleik.

Del Bosque jafnaði afrek Helmut Schön

Vicente del Bosque þjálfari Spánar er fyrsti þjálfarinn til að stýra liði til sigurs á Evrópumeistaramóti og Heimsmeistaramóti frá því að Helmut Schön afrekaði það með Vestur-Þýskalandi á EM 1972 og HM 1976.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×