Bændur kunna að bjarga sér BBI skrifar 11. september 2012 12:23 Rafmagnsleysið bitnar einna verst á kúabændum með stór kúabú. Mynd/Stefán Karlsson Bændur á Norðurlandi sem sjá fram á rafmagnsleysi næstu daga finna leiðir til að bjarga sér. Flestir eru með litlar rafstöðvar við býlin sín og þeir sem ekki búa svo vel geta sótt slíkar rafstöðvar og ekið þeim á milli bæja. Þannig er komið í veg fyrir mikið tjón sem rafmagnsleysi getur valdið í landbúnaði. Eins og fram hefur komið eru heilu sveitirnar á Norðurlandi rafmagnslausar, og verða líklega næstu tvo daga. Rafmagnsleysi getur bitnað sérlega illa á kúabúum og jafnvel eyðilagt nytina í kúm á örfáum dögum. Þetta segir Ólafur Vagnsson, ráðunautur í Búgarði á Norðausturlandi. Hann útskýrir það frekar: Þegar rafmagn fer af kúabúum verður mjaltakerfið ónothæft. Á venjulegu íslensku kúabúi er ekki vinnandi vegur að handmjólka allar kýrnar. Þar af leiðir að framleiðslan í þeim stöðvast og ef slíkt ástand viðhelst í fáeina daga er ekki ólíklegt að erfitt eða ómögulegt verði að ná nytinni upp aftur um ókomna framtíð. Það myndi skila sér í miklu tjóni fyrir hvert kúabýli.Rafstöðvarnar eru tengdar við traktora.„Þannig að það er eins gott að menn kunni að bjarga sér," bætir Ólafur við enda getur þetta alltaf komið fyrir. „Þó það hafi kannski ekki gerst oft síðustu árin að rafmagn fari af heilu sveitunum þá þekkja menn það vel frá fyrri tíð og eru viðbúnir því," segir Ólafur. Menn bjarga sér með litlum rafstöðvum sem tengdar eru í traktora og framleiða þannig nægilegt rafmagn fyrir heilt býli til að halda uppi starfseminni. „Ég hef alla vega ekki enn heyrt af neinum sem nær ekki að bjarga sér. Menn finna út úr þessu, en oft með mjög miklu brasi, aukinni vinnu og veseni," segir Ólafur. Tengdar fréttir Enn rafmagnslaust á stórum hluta Norðaustanlands Rafmagnlaust er enn á stórum hluta Norðausturlands. Verst er ástandið í Skagafirði og í Mývatnssveit og svæðinu þar um kring. 11. september 2012 06:54 Norðlendingar sennilega rafmagnslausir í tvo daga Búast má við því að íbúar á norðausturlandi þurfi að búa við rafmagnsleysi í tvo daga til viðbótar á sumum svæðum. Örlygur Jónasson framkvæmdastjóri Rekstrarsviðs RARIK segir að allur tiltækur mannskapur sé nú við viðgerðir eftir að miklar skemmdir urðu á raflínum á Norðausturlandi í gær. Verið er að vinna við línur í Skagafirði, Bárðardal, Laxárdal og í Mývatnssveit. Þungfært er enn í Mývatnssveit og því erfitt um vik fyrir viðgerðarmenn. Ljóst er að um áttatíu staurar hafa brotnað í óveðrinu. 11. september 2012 11:44 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Sjá meira
Bændur á Norðurlandi sem sjá fram á rafmagnsleysi næstu daga finna leiðir til að bjarga sér. Flestir eru með litlar rafstöðvar við býlin sín og þeir sem ekki búa svo vel geta sótt slíkar rafstöðvar og ekið þeim á milli bæja. Þannig er komið í veg fyrir mikið tjón sem rafmagnsleysi getur valdið í landbúnaði. Eins og fram hefur komið eru heilu sveitirnar á Norðurlandi rafmagnslausar, og verða líklega næstu tvo daga. Rafmagnsleysi getur bitnað sérlega illa á kúabúum og jafnvel eyðilagt nytina í kúm á örfáum dögum. Þetta segir Ólafur Vagnsson, ráðunautur í Búgarði á Norðausturlandi. Hann útskýrir það frekar: Þegar rafmagn fer af kúabúum verður mjaltakerfið ónothæft. Á venjulegu íslensku kúabúi er ekki vinnandi vegur að handmjólka allar kýrnar. Þar af leiðir að framleiðslan í þeim stöðvast og ef slíkt ástand viðhelst í fáeina daga er ekki ólíklegt að erfitt eða ómögulegt verði að ná nytinni upp aftur um ókomna framtíð. Það myndi skila sér í miklu tjóni fyrir hvert kúabýli.Rafstöðvarnar eru tengdar við traktora.„Þannig að það er eins gott að menn kunni að bjarga sér," bætir Ólafur við enda getur þetta alltaf komið fyrir. „Þó það hafi kannski ekki gerst oft síðustu árin að rafmagn fari af heilu sveitunum þá þekkja menn það vel frá fyrri tíð og eru viðbúnir því," segir Ólafur. Menn bjarga sér með litlum rafstöðvum sem tengdar eru í traktora og framleiða þannig nægilegt rafmagn fyrir heilt býli til að halda uppi starfseminni. „Ég hef alla vega ekki enn heyrt af neinum sem nær ekki að bjarga sér. Menn finna út úr þessu, en oft með mjög miklu brasi, aukinni vinnu og veseni," segir Ólafur.
Tengdar fréttir Enn rafmagnslaust á stórum hluta Norðaustanlands Rafmagnlaust er enn á stórum hluta Norðausturlands. Verst er ástandið í Skagafirði og í Mývatnssveit og svæðinu þar um kring. 11. september 2012 06:54 Norðlendingar sennilega rafmagnslausir í tvo daga Búast má við því að íbúar á norðausturlandi þurfi að búa við rafmagnsleysi í tvo daga til viðbótar á sumum svæðum. Örlygur Jónasson framkvæmdastjóri Rekstrarsviðs RARIK segir að allur tiltækur mannskapur sé nú við viðgerðir eftir að miklar skemmdir urðu á raflínum á Norðausturlandi í gær. Verið er að vinna við línur í Skagafirði, Bárðardal, Laxárdal og í Mývatnssveit. Þungfært er enn í Mývatnssveit og því erfitt um vik fyrir viðgerðarmenn. Ljóst er að um áttatíu staurar hafa brotnað í óveðrinu. 11. september 2012 11:44 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Sjá meira
Enn rafmagnslaust á stórum hluta Norðaustanlands Rafmagnlaust er enn á stórum hluta Norðausturlands. Verst er ástandið í Skagafirði og í Mývatnssveit og svæðinu þar um kring. 11. september 2012 06:54
Norðlendingar sennilega rafmagnslausir í tvo daga Búast má við því að íbúar á norðausturlandi þurfi að búa við rafmagnsleysi í tvo daga til viðbótar á sumum svæðum. Örlygur Jónasson framkvæmdastjóri Rekstrarsviðs RARIK segir að allur tiltækur mannskapur sé nú við viðgerðir eftir að miklar skemmdir urðu á raflínum á Norðausturlandi í gær. Verið er að vinna við línur í Skagafirði, Bárðardal, Laxárdal og í Mývatnssveit. Þungfært er enn í Mývatnssveit og því erfitt um vik fyrir viðgerðarmenn. Ljóst er að um áttatíu staurar hafa brotnað í óveðrinu. 11. september 2012 11:44