Norðlendingar sennilega rafmagnslausir í tvo daga GRV skrifar 11. september 2012 11:44 Búast má við því að íbúar á norðausturlandi þurfi að búa við rafmagnsleysi í tvo daga til viðbótar á sumum svæðum. Örlygur Jónasson framkvæmdastjóri Rekstrarsviðs RARIK segir að allur tiltækur mannskapur sé nú við viðgerðir eftir að miklar skemmdir urðu á raflínum á Norðausturlandi í gær. Verið er að vinna við línur í Skagafirði, Bárðardal, Laxárdal og í Mývatnssveit. Þungfært er enn í Mývatnssveit og því erfitt um vik fyrir viðgerðarmenn. Ljóst er að um áttatíu staurar hafa brotnað í óveðrinu. Örlygur segir að verið sé að auka við færanlegt varaafl á Norðausturhorninu. Þrjár díselrafstöðvar voru til taks og verið er að fá tvæ lánaðar til viðbótar. Örlygur segist eiga von á því að það taki allan daginn í dag og á morgun og jafnvel lengur að koma lagi á kerfið. Það stýrist einnig af veðrinu en rokið er enn ekki gengið niður að fullu í Mývatnssveitinni. Hann segir að allt að fjörutíu manns taki þátt í viðgerðunum. Guðmundur Ingi Ásmundsson aðstoðarforstjóri Landsnets segir að þrjár línur séu nú bilaðar í flutningskerfi fyrirtækisins. Verst er ástandið á Kópaskerslínunni en þar er nú beint straumleysi af völdum bilunarinnar. Guðmundur segir að ofuráhersla sé á að laga hana og býst hann við því að það taki tvo til þrjá daga að gera við hana. Þá eru einnig skemmdir á Kröflulínu 1 og á Laxárlínu eitt. Guðmundur segir að flestir á svæðinu muni að minnsta kosti fá eitthvað rafmagn frá varaaflstöðvum en búast má við því að skammtanir verði á svæðinu út frá Kópaskerslínu. Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Búast má við því að íbúar á norðausturlandi þurfi að búa við rafmagnsleysi í tvo daga til viðbótar á sumum svæðum. Örlygur Jónasson framkvæmdastjóri Rekstrarsviðs RARIK segir að allur tiltækur mannskapur sé nú við viðgerðir eftir að miklar skemmdir urðu á raflínum á Norðausturlandi í gær. Verið er að vinna við línur í Skagafirði, Bárðardal, Laxárdal og í Mývatnssveit. Þungfært er enn í Mývatnssveit og því erfitt um vik fyrir viðgerðarmenn. Ljóst er að um áttatíu staurar hafa brotnað í óveðrinu. Örlygur segir að verið sé að auka við færanlegt varaafl á Norðausturhorninu. Þrjár díselrafstöðvar voru til taks og verið er að fá tvæ lánaðar til viðbótar. Örlygur segist eiga von á því að það taki allan daginn í dag og á morgun og jafnvel lengur að koma lagi á kerfið. Það stýrist einnig af veðrinu en rokið er enn ekki gengið niður að fullu í Mývatnssveitinni. Hann segir að allt að fjörutíu manns taki þátt í viðgerðunum. Guðmundur Ingi Ásmundsson aðstoðarforstjóri Landsnets segir að þrjár línur séu nú bilaðar í flutningskerfi fyrirtækisins. Verst er ástandið á Kópaskerslínunni en þar er nú beint straumleysi af völdum bilunarinnar. Guðmundur segir að ofuráhersla sé á að laga hana og býst hann við því að það taki tvo til þrjá daga að gera við hana. Þá eru einnig skemmdir á Kröflulínu 1 og á Laxárlínu eitt. Guðmundur segir að flestir á svæðinu muni að minnsta kosti fá eitthvað rafmagn frá varaaflstöðvum en búast má við því að skammtanir verði á svæðinu út frá Kópaskerslínu.
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira