Kvikmyndafólk syrgir Lumet 14. apríl 2011 11:00 Sidney Lumet lést 86 ára að aldri á laugardaginn á Manhattan-eyju. Fjöldi kvikmyndagerðarmanna hefur vottað honum virðingu sína.Nordicphotos/getty Bandaríski leikstjórinn Sidney Lumet andaðist í síðustu viku, 86 ára að aldri. Fjölmargir kvikmyndagerðarmenn hafa vottað honum virðingu sína að undanförnu og látið í það skína að hann hafi verið í fremstu röð leikstjóra. Sidney Lumet lést 9. apríl á Manhattan-eyju í New York en hann, eins og Martin Scorsese og Woddy Allen, var mikill New York maður og valdi borgina yfirleitt sem sögusvið kvikmynda sinna. Þrátt fyrir að Lumet hefði verið tilnefndur til Óskarsverðlauna fimm sinnum hlaut hann aldrei gullstyttuna en þekktasta kvikmynd hans, 12 Angry Men, er af mörgum talin ein besta kvikmynd sögunnar. Myndin situr í sjöunda sæti á lista yfir 250 bestu kvikmyndir allra tíma á imdb.com. Lumet var sérlega afkastamikill, hann leikstýrði fjörutíu kvikmyndum í fullri lengd og þær voru tilnefndar til fimmtíu Óskarsverðlauna. Vandamál Lumets, ef vandamál skyldi kalla, var að hann reyndist ekki nógu stöðugur, hann gat sent frá sér meistarastykki en dottið niður þess á milli. Lumet hóf störf í kvikmyndageiranum á sjötta áratug síðustu aldar eftir að hafa unnið í leikhúsi, hann var sjálfur sonur leikara og var alltaf mikils virtur meðal leikara og leikstjóra. New York lék stórt hlutverk í lífi hans og sjálfur sagðist hann ekki geta hugsað sér að gera kvikmynd í Los Angeles. „Ég hef ekkert á móti borginni, ég kann bara ekki við fyrirtækjastaði,“ hafði New York Times eftir honum. Hann sagði jafnframt að þótt kvikmyndir ættu að skemmta fólki vildi hann gera kvikmyndir sem gengu einu skrefi lengra í þeirri viðleitni. Fjöldi leikara og leikstjóra hefur vottað Lumet virðingu sína. Þar fremstir í flokki eru Woody Allen og Scorsese. „Það kemur mér alltaf á óvart hversu margar yndislegar kvikmyndir hann gerði og hversu margir leikarar og leikkonur áttu sína bestu daga undir hans stjórn,“ hefur BBC-fréttavefurinn eftir Woddy Allen. „Hann var New York kvikmyndagerðarmaður í hjarta sínu sem breytti og dýpkaði sýn okkar á borginni með kvikmyndum á borð við Serpico, Dog Day Afternoon og síðast en ekki síst Prince of City,“ hefur vefurinn síðan eftir Scorsese. Al Pacino, sem lék bæði í Serpico og Dog Day Afternoon, sagði að það væri erfitt að hugsa til þess að ekki ætti eftir að frumsýna fleiri kvikmyndir eftir Lumet. „Og þess vegna verðum við að hugsa vel um þær sem hann skildi eftir.“ freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Einmana um jólin og sex góð ráð Áskorun Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Fleiri fréttir Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Sjá meira
Bandaríski leikstjórinn Sidney Lumet andaðist í síðustu viku, 86 ára að aldri. Fjölmargir kvikmyndagerðarmenn hafa vottað honum virðingu sína að undanförnu og látið í það skína að hann hafi verið í fremstu röð leikstjóra. Sidney Lumet lést 9. apríl á Manhattan-eyju í New York en hann, eins og Martin Scorsese og Woddy Allen, var mikill New York maður og valdi borgina yfirleitt sem sögusvið kvikmynda sinna. Þrátt fyrir að Lumet hefði verið tilnefndur til Óskarsverðlauna fimm sinnum hlaut hann aldrei gullstyttuna en þekktasta kvikmynd hans, 12 Angry Men, er af mörgum talin ein besta kvikmynd sögunnar. Myndin situr í sjöunda sæti á lista yfir 250 bestu kvikmyndir allra tíma á imdb.com. Lumet var sérlega afkastamikill, hann leikstýrði fjörutíu kvikmyndum í fullri lengd og þær voru tilnefndar til fimmtíu Óskarsverðlauna. Vandamál Lumets, ef vandamál skyldi kalla, var að hann reyndist ekki nógu stöðugur, hann gat sent frá sér meistarastykki en dottið niður þess á milli. Lumet hóf störf í kvikmyndageiranum á sjötta áratug síðustu aldar eftir að hafa unnið í leikhúsi, hann var sjálfur sonur leikara og var alltaf mikils virtur meðal leikara og leikstjóra. New York lék stórt hlutverk í lífi hans og sjálfur sagðist hann ekki geta hugsað sér að gera kvikmynd í Los Angeles. „Ég hef ekkert á móti borginni, ég kann bara ekki við fyrirtækjastaði,“ hafði New York Times eftir honum. Hann sagði jafnframt að þótt kvikmyndir ættu að skemmta fólki vildi hann gera kvikmyndir sem gengu einu skrefi lengra í þeirri viðleitni. Fjöldi leikara og leikstjóra hefur vottað Lumet virðingu sína. Þar fremstir í flokki eru Woody Allen og Scorsese. „Það kemur mér alltaf á óvart hversu margar yndislegar kvikmyndir hann gerði og hversu margir leikarar og leikkonur áttu sína bestu daga undir hans stjórn,“ hefur BBC-fréttavefurinn eftir Woddy Allen. „Hann var New York kvikmyndagerðarmaður í hjarta sínu sem breytti og dýpkaði sýn okkar á borginni með kvikmyndum á borð við Serpico, Dog Day Afternoon og síðast en ekki síst Prince of City,“ hefur vefurinn síðan eftir Scorsese. Al Pacino, sem lék bæði í Serpico og Dog Day Afternoon, sagði að það væri erfitt að hugsa til þess að ekki ætti eftir að frumsýna fleiri kvikmyndir eftir Lumet. „Og þess vegna verðum við að hugsa vel um þær sem hann skildi eftir.“ freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Einmana um jólin og sex góð ráð Áskorun Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Fleiri fréttir Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Sjá meira