Kvikmyndafólk syrgir Lumet 14. apríl 2011 11:00 Sidney Lumet lést 86 ára að aldri á laugardaginn á Manhattan-eyju. Fjöldi kvikmyndagerðarmanna hefur vottað honum virðingu sína.Nordicphotos/getty Bandaríski leikstjórinn Sidney Lumet andaðist í síðustu viku, 86 ára að aldri. Fjölmargir kvikmyndagerðarmenn hafa vottað honum virðingu sína að undanförnu og látið í það skína að hann hafi verið í fremstu röð leikstjóra. Sidney Lumet lést 9. apríl á Manhattan-eyju í New York en hann, eins og Martin Scorsese og Woddy Allen, var mikill New York maður og valdi borgina yfirleitt sem sögusvið kvikmynda sinna. Þrátt fyrir að Lumet hefði verið tilnefndur til Óskarsverðlauna fimm sinnum hlaut hann aldrei gullstyttuna en þekktasta kvikmynd hans, 12 Angry Men, er af mörgum talin ein besta kvikmynd sögunnar. Myndin situr í sjöunda sæti á lista yfir 250 bestu kvikmyndir allra tíma á imdb.com. Lumet var sérlega afkastamikill, hann leikstýrði fjörutíu kvikmyndum í fullri lengd og þær voru tilnefndar til fimmtíu Óskarsverðlauna. Vandamál Lumets, ef vandamál skyldi kalla, var að hann reyndist ekki nógu stöðugur, hann gat sent frá sér meistarastykki en dottið niður þess á milli. Lumet hóf störf í kvikmyndageiranum á sjötta áratug síðustu aldar eftir að hafa unnið í leikhúsi, hann var sjálfur sonur leikara og var alltaf mikils virtur meðal leikara og leikstjóra. New York lék stórt hlutverk í lífi hans og sjálfur sagðist hann ekki geta hugsað sér að gera kvikmynd í Los Angeles. „Ég hef ekkert á móti borginni, ég kann bara ekki við fyrirtækjastaði,“ hafði New York Times eftir honum. Hann sagði jafnframt að þótt kvikmyndir ættu að skemmta fólki vildi hann gera kvikmyndir sem gengu einu skrefi lengra í þeirri viðleitni. Fjöldi leikara og leikstjóra hefur vottað Lumet virðingu sína. Þar fremstir í flokki eru Woody Allen og Scorsese. „Það kemur mér alltaf á óvart hversu margar yndislegar kvikmyndir hann gerði og hversu margir leikarar og leikkonur áttu sína bestu daga undir hans stjórn,“ hefur BBC-fréttavefurinn eftir Woddy Allen. „Hann var New York kvikmyndagerðarmaður í hjarta sínu sem breytti og dýpkaði sýn okkar á borginni með kvikmyndum á borð við Serpico, Dog Day Afternoon og síðast en ekki síst Prince of City,“ hefur vefurinn síðan eftir Scorsese. Al Pacino, sem lék bæði í Serpico og Dog Day Afternoon, sagði að það væri erfitt að hugsa til þess að ekki ætti eftir að frumsýna fleiri kvikmyndir eftir Lumet. „Og þess vegna verðum við að hugsa vel um þær sem hann skildi eftir.“ freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Bandaríski leikstjórinn Sidney Lumet andaðist í síðustu viku, 86 ára að aldri. Fjölmargir kvikmyndagerðarmenn hafa vottað honum virðingu sína að undanförnu og látið í það skína að hann hafi verið í fremstu röð leikstjóra. Sidney Lumet lést 9. apríl á Manhattan-eyju í New York en hann, eins og Martin Scorsese og Woddy Allen, var mikill New York maður og valdi borgina yfirleitt sem sögusvið kvikmynda sinna. Þrátt fyrir að Lumet hefði verið tilnefndur til Óskarsverðlauna fimm sinnum hlaut hann aldrei gullstyttuna en þekktasta kvikmynd hans, 12 Angry Men, er af mörgum talin ein besta kvikmynd sögunnar. Myndin situr í sjöunda sæti á lista yfir 250 bestu kvikmyndir allra tíma á imdb.com. Lumet var sérlega afkastamikill, hann leikstýrði fjörutíu kvikmyndum í fullri lengd og þær voru tilnefndar til fimmtíu Óskarsverðlauna. Vandamál Lumets, ef vandamál skyldi kalla, var að hann reyndist ekki nógu stöðugur, hann gat sent frá sér meistarastykki en dottið niður þess á milli. Lumet hóf störf í kvikmyndageiranum á sjötta áratug síðustu aldar eftir að hafa unnið í leikhúsi, hann var sjálfur sonur leikara og var alltaf mikils virtur meðal leikara og leikstjóra. New York lék stórt hlutverk í lífi hans og sjálfur sagðist hann ekki geta hugsað sér að gera kvikmynd í Los Angeles. „Ég hef ekkert á móti borginni, ég kann bara ekki við fyrirtækjastaði,“ hafði New York Times eftir honum. Hann sagði jafnframt að þótt kvikmyndir ættu að skemmta fólki vildi hann gera kvikmyndir sem gengu einu skrefi lengra í þeirri viðleitni. Fjöldi leikara og leikstjóra hefur vottað Lumet virðingu sína. Þar fremstir í flokki eru Woody Allen og Scorsese. „Það kemur mér alltaf á óvart hversu margar yndislegar kvikmyndir hann gerði og hversu margir leikarar og leikkonur áttu sína bestu daga undir hans stjórn,“ hefur BBC-fréttavefurinn eftir Woddy Allen. „Hann var New York kvikmyndagerðarmaður í hjarta sínu sem breytti og dýpkaði sýn okkar á borginni með kvikmyndum á borð við Serpico, Dog Day Afternoon og síðast en ekki síst Prince of City,“ hefur vefurinn síðan eftir Scorsese. Al Pacino, sem lék bæði í Serpico og Dog Day Afternoon, sagði að það væri erfitt að hugsa til þess að ekki ætti eftir að frumsýna fleiri kvikmyndir eftir Lumet. „Og þess vegna verðum við að hugsa vel um þær sem hann skildi eftir.“ freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög