Enski boltinn

Eggert Gunnþór í sigurliði í Edinborgarslagnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eggert Gunnþór Jónsson.
Eggert Gunnþór Jónsson. Mynd/Nordic Photos/Getty
Eggert Gunnþór Jónsson og félagar í Hearts unnu 1-0 sigur á Hibernian í Edinborgarslag í skosku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Þetta var fjórði sigur Hearts í röð á nágrönnum sínum.

Eggert Gunnþór lék allan leikinn í vinstri bakvarðarstöðunni en sigurmarkið skoraði Kevin Kyle í blálok leiksins.

Þetta er í fyrsta sinn síðan 1997 sem Hearts nær að vinna fjóra leiki í röð á móti Hibernian en liðið komst upp í 3. sætið á eftir Rangers og toppliði Celtic með þessum sigri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×