Enski boltinn

Enn tapar Liverpool

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Martin Olsson fagnar í kvöld.
Martin Olsson fagnar í kvöld.

Það ætlar ekki að ganga hjá Roy Hodgson að rétta Liverpool-skútuna af því liðið tapaði enn og aftur í kvöld. Að þessu sinni gegn Blackburn, 3-1.

Blackburn var komið í 3-0 eftir 57 mínútur. Liverpool spriklaði í lokin. Gerrard minnkaði muninn og klúðraði svo vítaspyrnu fimm mínútum fyrir leikslok.

Everton vann góðan heimasigur á Tottenham þar sem seamus Coleman kláraði leikinn.

Bolton og Wigan gerðu síðan jafntefli.

Úrslitin:

Blackburn-Liverpool    3-1

1-0 Martin Olsson (32.), 2-0 Benjani Mwaruwari (38.), 3-0 Benjani Mwaruwari (57.), 3-1 Steven Gerrard (81.)

Bolton-Wigan  1-1

1-0 Rodrigo (53.), 1-1 Ronnie Stam (80.)

Everton-Tottenham   2-1

1-0 Louis Saha (3.), 1-1 Rafael van der Vaart (11.), 2-1 Seamus Coleman (74.)



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×