Enski boltinn

Liðsfélaga Matthíasar hjá Colchester boðið á hóf bestu knattspyrnumanna heims

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Bender mun sjálfsagt hitta Cristiano Ronaldo.
Bender mun sjálfsagt hitta Cristiano Ronaldo. Nordic Photos / AFP
Annað kvöld verður tilkynnt hvaða leikmaður hlýtur Gullknött FIFA sem besti knattspyrnumaður ársins 2010. Þá verður einnig tilkynnt val á liði ársins.

Hinn sautján ára gamli Tom Bender, leikmaður Colchester, verður sérstakur gestur á hófinu en hann er einn af 20 þúsund atvinnumönnum í knattspyrnu sem tóku þátt í kjöri á liði ársins.

Bender var hins vegar sá eini af þeim sem var svo með algjörlega rétt lið á endanum miðað við úrslit kjörsins.

„Þetta var í fyrsta sinn sem ég tók þátt í þessu. Ég fyllti út seðilinn í október og hafði ekki mikinn tíma til þess. Ég kláraði það á fimm eða tíu mínútum og hafði ekki hugmynd um hvað ég var að gera," sagði Bender.

„Manni dreymir alltaf um að hitta þessa leikmenn. Maður sér þá í sjónvarpinu eða les um þá í blöðunum. það verður ótrúlegt að fá að fara á athöfnina og sjá þá með berum augum."

Bender má ekkert gefa upp um hvernig lið ársins lítur út.

Matthías Vilhjálmsson, leikmaður FH, er nýbúinn að gera lánssamning við Colchester sem leikur í ensku C-deildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×