Fótbolti

Holland fór létt með Ungverjaland

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ibrahim Affelay fagnar marki sínu í kvöld.
Ibrahim Affelay fagnar marki sínu í kvöld. Nordic Photos / AFP
Holland er enn með fullt hús stiga í sínum riðli í undankeppni EM 2012 eftir 4-0 útisigur á Ungverjalandi í kvöld.

Hollendingar sýndu allar sínar bestu hliðar í kvöld en það voru þeir Rafael van der Vaart, Ibrahim Affelay, Dirk Kuyt og Robin van Persie sem skoruðu mörk liðsins í kvöld.

Hollendingar voru fyrstir Evrópuþjóða til að tryggja sig áfram upp úr síðustu undankeppni og stefnir í það sama nú. Liðið er með fimmtán stig eftir fimm leiki og sex stiga forystu á Ungverja sem eru í öðru sæti E-riðils.

Ítalía er einnig í góðum málum í C-riðli eftir 1-0 útisigur á Slóveníu í kvöld. Thiago Motta skoraði eina mark leiksins á 73. mínútu. Ítalía er með þrettán stig af fimmtán mögulegum á toppi riðilsins en Slóvenía og Serbía koma næst með sjö stig hvort. Serbar unnu 2-1 sigur á Norður-Írlandi í kvöld.

Frakkland vann 2-0 skyldusigur á Lúxemborg á útivelli með mörkum Phillipe Mexes og Yoann Gourcuff. Frakkar eru með níu stig og komust í toppsæti D-riðils með sigrinum í kvöld. Hvíta-Rússland, sem vann Frakka í Frakklandi í fyrstu umferð undankeppninnar, koma næstir með átta stig.

Úrslit og markaskorarar kvöldsins:

A-riðill:

Austurríki - Belgía 0-2

0-1 Axel Witsel (6.)

0-2 Axel Witsel (50.)

C-riðill:

Serbía - Norður-Írland 2-1

0-1 Chris Baird (40.)

1-1 Marko Pantelic (65.)

2-1 Zoran Tosic (74.)

Slóvenía - Ítalía 0-1

0-1 Thiago Motta (73.)

D-riðill:

Lúxemborg - Frakkland 0-2

0-1 Phillipe Mexes (28.)

0-2 Yoann Gourcuff (72.)

E-riðill:



Ungverjaland - Holland 0-4


0-1 Rafael van der Vaart (8.)

0-2 Ibrahim Affelay (45.)

0-3 Dirk Kuyt (53.)

0-4 Robin van Persie (62.)

I-riðill:



Spánn - Tékkland
(0-1)

0-1 Jaroslav Plasil (29.)

Leikur hófst klukkan 21.00




Fleiri fréttir

Sjá meira


×