Írena nálgast - fólk búið að fylla baðkörin af fersku vatni Boði Logason skrifar 25. ágúst 2011 14:36 Fellibylurinn Írena gengur, vonandi, framhjá eyjunni Gran Bahama sem kokkurinn Völli Snær býr á. Ljóst er að tjónið verður gífurlegt. Samsett mynd/Vísir „Ég fór út í búð á mánudaginn og það var allt bara tómt - fólk er mjög meðvitað um hvað getur gerst," segir kokkurinn Völundur Snær Völundarson, oft kallaður Völli Snær, sem býr á Bahama-eyjum. Fellibylurinn Írena gengur yfir eyjarnar á næstu fjórum til fimm klukkutímum og verður þá búinn að ná styrkleika fjögur. Allt rafmagn er farið af eyjunni og bíða nú íbúar eftir því að fellibylurinn skelli á. Völli segir að Írena verði fjórði fellibylurinn á sjö árum sem gengur yfir eyjarnar. Munurinn núna og síðustu ár er sá að íbúarnir eru búnir að gera allar viðeigandi ráðstafanir og þá hafi fyrri fellibyljir ekki verið jafn kraftmiklir og Írena. „Fólk er búið að byrgja sig upp af vatni og er búið að hafa þrjá til fjóra daga til að undirbúa sig," segir hann og bendir á að sumir hafi tekið upp á því að fylla baðkörin sín af vatni og fylla skápana af dósamat.Fólk búið að koma sér fyrir í kirkjum og skólum Vonast er til að fellibylurinn verði um 50 til 100 mílur austan við eyjarnar fremur en hann skelli beint á eyjuna. Þá verði tjónið töluvert meira. Eins og staðan er núna er fyrri kosturinn líklegri. Sett hafa verið upp hjálparskýli víðsvegar um eyjuna sem Völli býr á, en hún heitir Gran Bahama og búa 50 þúsund manns á henni. „Það er mikil stéttaskipting hérna og þeir sem hafa það verst hafa komið sér fyrir í kirkjum og skólum. Það er fólk sem býr nálægt sjónum og getur því ekki verið heima hjá sér." Sjálfur er hann á hóteli og segist ekki geta tekið áhættuna að vera heima hjá sér á meðan fellibylurinn gengur yfir. „Þetta er öruggasti staðurinn til að vera á," segir hann. Á heimili sínu er hann með 200 lítra af fersku vatni og aðra 400 lítra af kranavatni. „Við erum einnig með litla rafstöð til að knýja ísskáp, ljós og viftur áfram. Svo er ég búinn að fylla frystinn hjá mér af ísmolum en það kemur til að vera mikil munaðarvara á næstu vikum."Afleiðingarnar hrikalegastar Spurður hvort hann sé áhyggjufullur um að allt eigi eftir að fara á versta veg, segir hann það ekki vera svo. „Nei alls ekki, ekki þegar maður er svona vel undirbúinn. Ég er að sjá um matinn á hótelinu núna og var bara að klára að elda morgunmatinn fyrir klukkutíma, svo fer ég í hádegismatinn á eftir." Gert er ráð fyrir að fellibylurinn gangi yfir eyjarnar á 12 til 24 klukkutímum. „Svo fer maður heim og sér hvernig garðurinn lítur út," segir hann. Hann segir að það versta við svona fellibylji vera afleiðingarnar. „Það er það hrikalegasta. Að vera í 35 stiga hita, með ekkert rennandi vatn og ekkert rafmagn." Eins og áður segir, er búist við að fellibylurinn gangi yfir eyjarnar á næstu klukkutímum en nú þegar eru sterkar vindhviður á eyjunum. Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
„Ég fór út í búð á mánudaginn og það var allt bara tómt - fólk er mjög meðvitað um hvað getur gerst," segir kokkurinn Völundur Snær Völundarson, oft kallaður Völli Snær, sem býr á Bahama-eyjum. Fellibylurinn Írena gengur yfir eyjarnar á næstu fjórum til fimm klukkutímum og verður þá búinn að ná styrkleika fjögur. Allt rafmagn er farið af eyjunni og bíða nú íbúar eftir því að fellibylurinn skelli á. Völli segir að Írena verði fjórði fellibylurinn á sjö árum sem gengur yfir eyjarnar. Munurinn núna og síðustu ár er sá að íbúarnir eru búnir að gera allar viðeigandi ráðstafanir og þá hafi fyrri fellibyljir ekki verið jafn kraftmiklir og Írena. „Fólk er búið að byrgja sig upp af vatni og er búið að hafa þrjá til fjóra daga til að undirbúa sig," segir hann og bendir á að sumir hafi tekið upp á því að fylla baðkörin sín af vatni og fylla skápana af dósamat.Fólk búið að koma sér fyrir í kirkjum og skólum Vonast er til að fellibylurinn verði um 50 til 100 mílur austan við eyjarnar fremur en hann skelli beint á eyjuna. Þá verði tjónið töluvert meira. Eins og staðan er núna er fyrri kosturinn líklegri. Sett hafa verið upp hjálparskýli víðsvegar um eyjuna sem Völli býr á, en hún heitir Gran Bahama og búa 50 þúsund manns á henni. „Það er mikil stéttaskipting hérna og þeir sem hafa það verst hafa komið sér fyrir í kirkjum og skólum. Það er fólk sem býr nálægt sjónum og getur því ekki verið heima hjá sér." Sjálfur er hann á hóteli og segist ekki geta tekið áhættuna að vera heima hjá sér á meðan fellibylurinn gengur yfir. „Þetta er öruggasti staðurinn til að vera á," segir hann. Á heimili sínu er hann með 200 lítra af fersku vatni og aðra 400 lítra af kranavatni. „Við erum einnig með litla rafstöð til að knýja ísskáp, ljós og viftur áfram. Svo er ég búinn að fylla frystinn hjá mér af ísmolum en það kemur til að vera mikil munaðarvara á næstu vikum."Afleiðingarnar hrikalegastar Spurður hvort hann sé áhyggjufullur um að allt eigi eftir að fara á versta veg, segir hann það ekki vera svo. „Nei alls ekki, ekki þegar maður er svona vel undirbúinn. Ég er að sjá um matinn á hótelinu núna og var bara að klára að elda morgunmatinn fyrir klukkutíma, svo fer ég í hádegismatinn á eftir." Gert er ráð fyrir að fellibylurinn gangi yfir eyjarnar á 12 til 24 klukkutímum. „Svo fer maður heim og sér hvernig garðurinn lítur út," segir hann. Hann segir að það versta við svona fellibylji vera afleiðingarnar. „Það er það hrikalegasta. Að vera í 35 stiga hita, með ekkert rennandi vatn og ekkert rafmagn." Eins og áður segir, er búist við að fellibylurinn gangi yfir eyjarnar á næstu klukkutímum en nú þegar eru sterkar vindhviður á eyjunum.
Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira