Lífið

Tilnefndir til danskra verðlauna

Sindri Már Finnbogason og Björn Hr. Björnsson á Parken-leikvanginum í Kaupmannahöfn. Þeir hafa verið tilnefndir til vefverðlauna.
Sindri Már Finnbogason og Björn Hr. Björnsson á Parken-leikvanginum í Kaupmannahöfn. Þeir hafa verið tilnefndir til vefverðlauna.
Vefsíðan Billetlugen.dk hefur verið tilnefnd til E-Handelsprisen vefverðlaunanna í Danmörku. Fimm Íslendingar starfa hjá síðunni, þar af fjórir sem tóku þátt í uppbyggingu Midi.is hér á landi.

„Við komum hingað út fyrir þremur árum og þá voru allir blótandi þáverandi miðasölukerfi Billetlugen,“ segir Sindri Már Finnbogason hjá Billetlugen. „Á þessum þremur árum erum við búnir að setja upp þetta miðasölukerfi sem er byggt á Midi.is og það endar með því að við fáum þessa tilnefningu. Þetta er mjög mikill heiður og algjör snilld.“ Á meðal annarra starfsmanna síðunnar er Björn Hr. Björnsson sem forritaði ásamt Sindra Má Midi.is, sem er dótturfyrirtæki Billetlugen.

Vefsíðan er tilnefnd ásamt tveimur öðrum síðum í flokki bestu síðna sem selja vörur á netinu. Verðlaunin, sem eru þau stærstu í Danmörku, verða veitt 12. maí.

Billetlugen selur um þrjár milljónir miða á hverju ári, þar á meðal fyrir Hróarskelduhátíðina, Tívolíið, skemmstistaðinn Vega, Parken og Danmarks Radio. Sindri Már og félagar hafa einnig opnað nýja miðasölusíðu í Svíþjóð undir nafninu Biljettformum.se og eru að undirbúa aðra til viðbótar í Noregi sem stendur til að opna í júní.-fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.