Opinberir starfsmenn vilja styttri vinnuviku 13. janúar 2011 06:00 Elín Björg Jónsdóttir. BSRB hefur kynnt ríki og sveitarfélögum þá kröfu sína að vinnuvikan verði stytt um fjórar klukkustundir. Þannig yrði kröfum um fjölskylduvænna umhverfi mætt. Við það myndi Ísland færast nær því sem gerist í nágrannaríkjunum. Stytting vinnuvikunnar úr 40 klukkustundum í 36 er meðal þess sem Bandalag starfsmanna ríkis og bæja (BSRB) leggur áherslu á í viðræðum við viðsemjendur sína - ríki og sveitarfélög. Aðildarfélög bandalagsins fara með kjarasamningsumboðið hvert fyrir sig en hafa falið forystu bandalagsins að fjalla um nokkur tiltekin mál. Mál sem snúa bæði að ríki og sveit eru breytingar á rétti til lífeyristöku, viðurkenning á rétti starfsmanna til hlutaveikinda, að frítökuréttar verði getið á launaseðli, að samdar verði reglur um starfslok eftir langan starfsaldur og áðurnefnd stytting vinnuvikunnar. Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, segir það gamalt baráttumál að vinnuvikan verði stytt. „Þegar við fórum síðast fram með þetta mál, fyrir einum sex árum, var viðkvæðið að hér vantaði svo mikið vinnuafl til að reka þetta samfélag okkar að við værum að flytja inn fólk. Nú er ekki vöntun á fólki til starfa heldur þvert á móti og því teljum við að það sé lag," segir Elín Björg. Grunnástæða kröfunnar sé að skapa fjölskylduvænna samfélag; að mæta vilja opinberra starfsmanna til að vinna minna og hafa meiri tíma aflögu fyrir fjölskylduna. Ályktað hefur verið í þá átt á mörgum umliðnum þingum BSRB. „Með þessu værum við að færa okkur í átt til þess sem gerist á hinum Norðurlöndunum," segir Elín Björg. Í kröfunni felst að kjör haldist óbreytt. Elín Björg segir jafnframt að hugsun BSRB sé sú að stytting vinnuvikunnar um fjórar klukkustundir komi til framkvæmda í áföngum. - bþs Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið Sjá meira
Stytting vinnuvikunnar úr 40 klukkustundum í 36 er meðal þess sem Bandalag starfsmanna ríkis og bæja (BSRB) leggur áherslu á í viðræðum við viðsemjendur sína - ríki og sveitarfélög. Aðildarfélög bandalagsins fara með kjarasamningsumboðið hvert fyrir sig en hafa falið forystu bandalagsins að fjalla um nokkur tiltekin mál. Mál sem snúa bæði að ríki og sveit eru breytingar á rétti til lífeyristöku, viðurkenning á rétti starfsmanna til hlutaveikinda, að frítökuréttar verði getið á launaseðli, að samdar verði reglur um starfslok eftir langan starfsaldur og áðurnefnd stytting vinnuvikunnar. Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, segir það gamalt baráttumál að vinnuvikan verði stytt. „Þegar við fórum síðast fram með þetta mál, fyrir einum sex árum, var viðkvæðið að hér vantaði svo mikið vinnuafl til að reka þetta samfélag okkar að við værum að flytja inn fólk. Nú er ekki vöntun á fólki til starfa heldur þvert á móti og því teljum við að það sé lag," segir Elín Björg. Grunnástæða kröfunnar sé að skapa fjölskylduvænna samfélag; að mæta vilja opinberra starfsmanna til að vinna minna og hafa meiri tíma aflögu fyrir fjölskylduna. Ályktað hefur verið í þá átt á mörgum umliðnum þingum BSRB. „Með þessu værum við að færa okkur í átt til þess sem gerist á hinum Norðurlöndunum," segir Elín Björg. Í kröfunni felst að kjör haldist óbreytt. Elín Björg segir jafnframt að hugsun BSRB sé sú að stytting vinnuvikunnar um fjórar klukkustundir komi til framkvæmda í áföngum. - bþs
Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið Sjá meira