Opinberir starfsmenn vilja styttri vinnuviku 13. janúar 2011 06:00 Elín Björg Jónsdóttir. BSRB hefur kynnt ríki og sveitarfélögum þá kröfu sína að vinnuvikan verði stytt um fjórar klukkustundir. Þannig yrði kröfum um fjölskylduvænna umhverfi mætt. Við það myndi Ísland færast nær því sem gerist í nágrannaríkjunum. Stytting vinnuvikunnar úr 40 klukkustundum í 36 er meðal þess sem Bandalag starfsmanna ríkis og bæja (BSRB) leggur áherslu á í viðræðum við viðsemjendur sína - ríki og sveitarfélög. Aðildarfélög bandalagsins fara með kjarasamningsumboðið hvert fyrir sig en hafa falið forystu bandalagsins að fjalla um nokkur tiltekin mál. Mál sem snúa bæði að ríki og sveit eru breytingar á rétti til lífeyristöku, viðurkenning á rétti starfsmanna til hlutaveikinda, að frítökuréttar verði getið á launaseðli, að samdar verði reglur um starfslok eftir langan starfsaldur og áðurnefnd stytting vinnuvikunnar. Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, segir það gamalt baráttumál að vinnuvikan verði stytt. „Þegar við fórum síðast fram með þetta mál, fyrir einum sex árum, var viðkvæðið að hér vantaði svo mikið vinnuafl til að reka þetta samfélag okkar að við værum að flytja inn fólk. Nú er ekki vöntun á fólki til starfa heldur þvert á móti og því teljum við að það sé lag," segir Elín Björg. Grunnástæða kröfunnar sé að skapa fjölskylduvænna samfélag; að mæta vilja opinberra starfsmanna til að vinna minna og hafa meiri tíma aflögu fyrir fjölskylduna. Ályktað hefur verið í þá átt á mörgum umliðnum þingum BSRB. „Með þessu værum við að færa okkur í átt til þess sem gerist á hinum Norðurlöndunum," segir Elín Björg. Í kröfunni felst að kjör haldist óbreytt. Elín Björg segir jafnframt að hugsun BSRB sé sú að stytting vinnuvikunnar um fjórar klukkustundir komi til framkvæmda í áföngum. - bþs Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent David Lynch er látinn Erlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Fleiri fréttir Afhenda dómsmálaráðherra skýrslu um Geirfinnsmálið í næstu viku Fær enn þá bullandi hjartslátt þegar síminn hringir óþægilega snemma „Það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín“ Íbúar innlyksa vegna flóðs í Ölfusá Harmleikurinn í Súðavík, faraldur veggjalúsar og vatnavextir Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Þórdís segir að það yrði stefnubreyting bjóði hún sig ekki fram til formanns Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Hrafnadís er afbökun og fær því nei Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Margrét Gauja tekur við Lýðskólanum á Flateyri Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Sjá meira
Stytting vinnuvikunnar úr 40 klukkustundum í 36 er meðal þess sem Bandalag starfsmanna ríkis og bæja (BSRB) leggur áherslu á í viðræðum við viðsemjendur sína - ríki og sveitarfélög. Aðildarfélög bandalagsins fara með kjarasamningsumboðið hvert fyrir sig en hafa falið forystu bandalagsins að fjalla um nokkur tiltekin mál. Mál sem snúa bæði að ríki og sveit eru breytingar á rétti til lífeyristöku, viðurkenning á rétti starfsmanna til hlutaveikinda, að frítökuréttar verði getið á launaseðli, að samdar verði reglur um starfslok eftir langan starfsaldur og áðurnefnd stytting vinnuvikunnar. Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, segir það gamalt baráttumál að vinnuvikan verði stytt. „Þegar við fórum síðast fram með þetta mál, fyrir einum sex árum, var viðkvæðið að hér vantaði svo mikið vinnuafl til að reka þetta samfélag okkar að við værum að flytja inn fólk. Nú er ekki vöntun á fólki til starfa heldur þvert á móti og því teljum við að það sé lag," segir Elín Björg. Grunnástæða kröfunnar sé að skapa fjölskylduvænna samfélag; að mæta vilja opinberra starfsmanna til að vinna minna og hafa meiri tíma aflögu fyrir fjölskylduna. Ályktað hefur verið í þá átt á mörgum umliðnum þingum BSRB. „Með þessu værum við að færa okkur í átt til þess sem gerist á hinum Norðurlöndunum," segir Elín Björg. Í kröfunni felst að kjör haldist óbreytt. Elín Björg segir jafnframt að hugsun BSRB sé sú að stytting vinnuvikunnar um fjórar klukkustundir komi til framkvæmda í áföngum. - bþs
Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent David Lynch er látinn Erlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Fleiri fréttir Afhenda dómsmálaráðherra skýrslu um Geirfinnsmálið í næstu viku Fær enn þá bullandi hjartslátt þegar síminn hringir óþægilega snemma „Það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín“ Íbúar innlyksa vegna flóðs í Ölfusá Harmleikurinn í Súðavík, faraldur veggjalúsar og vatnavextir Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Þórdís segir að það yrði stefnubreyting bjóði hún sig ekki fram til formanns Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Hrafnadís er afbökun og fær því nei Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Margrét Gauja tekur við Lýðskólanum á Flateyri Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Sjá meira
Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent
Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent