Enski boltinn

Aðeins lánssamningur kemur til greina hjá Beckham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Beckham í leik með LA Galaxy.
Beckham í leik með LA Galaxy. Mynd/AP

Talsmaður David Beckham segir það aðeins mögulegt að kappinn snúi aftur til félags í ensku úrvalsdeildinni á lánssamningi frá LA Galaxy.

Beckham vill spila í Evrópu þar til að keppni hefst aftur í Bandaríkjunum í mars næstkomandi til að eiga möguleika á því að vinna sér aftur sæti í enska landsliðinu.

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, hefur staðfest áhuga sinn á að fá Beckham til liðs við félagið.

„Eins og er erum við að bíða eftir því að LA Galaxy gefi grænt ljós á að Beckham megi fara á lánssamningi til annars félags," sagði talsmaðurinn.

„En það yrði aðeins um stuttan lánssamning að ræða. David myndi svo snúa aftur til Bandaríkjanna og spila allt tímabilið með Galaxy."

„Tottenham er eitt þeirra félaga sem til greina koma en við höfum ekki rætt þetta neitt frekar þar sem við viljum bíða eftir ákvörðun Galaxy fyrst."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×