Enski boltinn

Eiður kemur mögulega við sögu um helgina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Ekki er talið útilokað að Tony Pulis muni nota tækifærið þegar að Stoke mætir Cardiff í ensku bikarkeppninni um helgina og leyfa Eiði Smára Guðjohnsen að spila.

Enskir fjölmiðlar greina frá því að ólíklegt sé að Eiður verði í byrjunarliðinu en að Pulis leyfi Eiði að sýna sig þar sem hann er sagður á leið frá félaginu.

Reyndar herma heimildir Vísis að Eiður vilji sjálfur kaupa upp samninginn sinn við Stoke en hann er enn á mála hjá Stoke.

Eiður var ekki í leikmannahópi liðsins þegar að Stoke mætti Manchester United á þriðjudagskvöldið. Hann hefur yfirleitt verið ónotaður varamaður en síðast kom hann við sögu í leik með aðalliði Stoke í lok október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×