Memphis Grizzlies kom verulega á óvart í kvöld þegar liði lagði San Antonio Spurs, 101-98, á útivelli í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Vesturdeild NBA deildarinnar í körfuknattleik.
San Antonio var með besta árangur allra liða í deildarkeppninni en Memphis rétt náði að komast inn í úrslitakeppnina í 8. sæti. Zach Randolph var stigahæstur í liði Memphis með 25 stig, 14 fráköst en Tim Duncan skoraði 16 stig og tók 13 stig í liði heimamanna sem voru án Manu Ginobili. Marc Gasol, yngri bróðir Pau Gasol hjá LA Lakers, var einnig öflugur í kvöld í sóknarleiknum en hann skoraði alls 24 stig.
Það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki kemst í undanúrslit Vesturdeildar.
NBA: Memphis kom á óvart og vann San Antonio
Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar

Mest lesið




Þessir þurfa að heilla Amorim
Enski boltinn

„Lélegasti leikurinn okkar í sumar“
Íslenski boltinn


Ísland mátti þola stórt tap
Körfubolti

Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson
Enski boltinn

Stórt tap á Ítalíu
Körfubolti
