Ásgeir Börkur Ásgeirsson og Tryggvi Guðmundsson

„Tryggvi Guðmundsson er bara fífl, Það er bara þannig!," sagði Ásgeir Börkur í viðtali við heimasíðu Fylkis og bætti svo við: „Hann er bara með dómarann í vasanum allan leikinn og fær að segja það sem hann vill, svo brýt ég varla af mér og fæ tvö gul spjöld… bara fáránlegt."
Málsháttur Tryggva fyrir Ásgeir:
Betra er að standa á eigin fótum en annarra.
Málsháttur Ásgeirs fyrir Tryggva:
Illt er að ginna gamlan ref.
Einar Bárðarson og Auðunn Blöndal

Fannst Einari sem grín æringjanna á sinn kostnað vegna holdafars hefði farið úr böndunum. Undir það tók Auddi, sem baðst innilega afsökunar á öllu saman.
Málsháttur Auðuns fyrir Einar:
Morgunstund gefur gull í mund.
Málsháttur Einars fyrir Auðun:
Þegar mávarnir fylgja fiskibátnum er það vegna þess að þeir telja að sardínunum verði hent í sjóinn.
(Eric Cantona)
Páll Magnússon og Ari Edwald

Æstust leikar þegar Páll bauðst til að kaupa sýningarréttinn af 365 nokkrum dögum fyrir keppni, en á það tilboð sagðist Ari fremur líta sem framhald af áramótaskaupinu en nokkuð sem taka ætti alvarlega.
Málsháttur Ara fyrir Pál:
Allir brosa á sama tungumáli.
Málsháttur Páls fyrir Ara:
Sannleikurinn er sagna bestur.
Reynir Traustason og Sveinn Andri Sveinsson

Reynir kallaði Svein Andra meðal annars endaþarm íslenskrar lögmennsku og brást lögmaðurinn við með því að stinga upp á að Reynir og Agnes Bragadóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu, færu saman á blaðamannanámskeið.
Málsháttur Sveins Andra fyrir Reyni:
Öfund, illmælgi og rógur eru leiðinda vinnuhjú.
Málsháttur Reynis fyrir Svein Andra:
Ungur nemur, gamall temur.
Tobba Marinós og Haukur S. Magnússon

Þorbjörg var ósátt við skrifin og sagði þau særandi og niðrandi.
Málsháttur Hauks fyrir Tobbu:
Sælla er að gefa en þiggja.
Málsháttur Tobbu fyrir Hauk:
Vænt er að stíga í vitið en verra í dritið.