Ratko Mladic neitar að svara ákærunum 4. júní 2011 04:30 Ratko Mladic sagði ákærurnar viðbjóðslegar og vildi ekki að þær yrðu lesnar upp, hvað þá að hann vildi lýsa sig sekan eða saklausan. Nordicphotos/AFP Fylgst með Konur, sem misstu eiginmenn sína, feður eða syni í fjöldamorðunum í Srebrenica, fylgdust í gær með beinni sjónvarpsútsendingu frá dómstólnum í Haag. Veggir herbergisins eru þaktir myndum af fórnarlömbum fjöldamorðanna. nordicphotos/AFP „Ég er Ratko Mladic og allur heimurinn veit hver ég er,“ sagði fyrrverandi yfirmaður herliðs Bosníu-Serba og vildi engu svara ákærum, sem hann sagði viðbjóðslegar. Hann var í fyrsta sinn leiddur fyrir stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna í Haag í gær, þar sem hann er ákærður fyrir verstu stríðsglæpi í sögu Evrópu frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Hann virtist eiga erfitt með að nota hægri höndina. Réttarverðir studdu hann þegar hann stóð upp og hjálpuðu honum að setja á sig heyrnartól svo hann gæti heyrt serbneskan túlk þýða jafnóðum það sem sagt var í réttarsalnum. Mladic sagðist vera alvarlega veikur en vildi ekki ræða veikindi sín nema fyrir luktum dyrum. Ættingjar hans hafa sagt að hann hafi tvisvar fengið heilablóðfall á síðustu árum. Lögfræðingur Mladics í Serbíu hefur einnig sagt að hann hafi verið með eitlakrabbamein og bæði gengist undir uppskurð og fengið lyfjameðferð vegna þess árið 2009. Alphons Orie, aðaldómari í málinu, boðaði framhald réttarhaldanna 4. júlí næstkomandi. Ef Mladic neitar aftur að svara ákærum, þá verður litið svo á að hann telji sig saklausan svo réttarhöldin geta þá hafist fyrir alvöru. Búast má við að þau taki allmörg ár. Ákæran á hendur honum er í ellefu liðum. Hann er ákærður fyrir fjöldamorðin í Srebrenica í júlí árið 1995, þegar hermenn undir hans stjórn myrtu um átta þúsund karlmenn og drengi. Hann er einnig ákærður fyrir að hafa stjórnað svonefndum þjóðernishreinsunum, þegar hermenn undir hans stjórn hröktu fólk frá þorpum og bæjum með grófu ofbeldi í Bosníustríðinu á árunum 1992-95. Þá er hann ákærður fyrir að hafa staðið fyrir ofsóknum, kúgun, pyntingum, nauðgunum á múslimum og Króötum í Bosníu, auk þess sem hann er ákærður fyrir að hafa tekið friðargæsluliða og hernaðareftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna í gíslingu. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira
Fylgst með Konur, sem misstu eiginmenn sína, feður eða syni í fjöldamorðunum í Srebrenica, fylgdust í gær með beinni sjónvarpsútsendingu frá dómstólnum í Haag. Veggir herbergisins eru þaktir myndum af fórnarlömbum fjöldamorðanna. nordicphotos/AFP „Ég er Ratko Mladic og allur heimurinn veit hver ég er,“ sagði fyrrverandi yfirmaður herliðs Bosníu-Serba og vildi engu svara ákærum, sem hann sagði viðbjóðslegar. Hann var í fyrsta sinn leiddur fyrir stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna í Haag í gær, þar sem hann er ákærður fyrir verstu stríðsglæpi í sögu Evrópu frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Hann virtist eiga erfitt með að nota hægri höndina. Réttarverðir studdu hann þegar hann stóð upp og hjálpuðu honum að setja á sig heyrnartól svo hann gæti heyrt serbneskan túlk þýða jafnóðum það sem sagt var í réttarsalnum. Mladic sagðist vera alvarlega veikur en vildi ekki ræða veikindi sín nema fyrir luktum dyrum. Ættingjar hans hafa sagt að hann hafi tvisvar fengið heilablóðfall á síðustu árum. Lögfræðingur Mladics í Serbíu hefur einnig sagt að hann hafi verið með eitlakrabbamein og bæði gengist undir uppskurð og fengið lyfjameðferð vegna þess árið 2009. Alphons Orie, aðaldómari í málinu, boðaði framhald réttarhaldanna 4. júlí næstkomandi. Ef Mladic neitar aftur að svara ákærum, þá verður litið svo á að hann telji sig saklausan svo réttarhöldin geta þá hafist fyrir alvöru. Búast má við að þau taki allmörg ár. Ákæran á hendur honum er í ellefu liðum. Hann er ákærður fyrir fjöldamorðin í Srebrenica í júlí árið 1995, þegar hermenn undir hans stjórn myrtu um átta þúsund karlmenn og drengi. Hann er einnig ákærður fyrir að hafa stjórnað svonefndum þjóðernishreinsunum, þegar hermenn undir hans stjórn hröktu fólk frá þorpum og bæjum með grófu ofbeldi í Bosníustríðinu á árunum 1992-95. Þá er hann ákærður fyrir að hafa staðið fyrir ofsóknum, kúgun, pyntingum, nauðgunum á múslimum og Króötum í Bosníu, auk þess sem hann er ákærður fyrir að hafa tekið friðargæsluliða og hernaðareftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna í gíslingu. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira