Frelsið kostar eina milljón í Taílandi 4. júní 2011 09:00 Brynjar Mettinisson hefur verið færður í klefa með mörgum föngum. Þar líður honum illa, að sögn Borghildar Antonsdóttur, móður hans. „Þetta mál snýst ekki um sekt, sakleysi eða líf heldur peninga. Ef ég gæti farið út til Taílands og greitt til að leysa Brynjar út myndi ég gera það. En ég á ekki neitt,“ segir Borghildur Antonsdóttir, móðir Brynjars Mettinissonar sem handtekinn var úti á götu í Bangkok í Taílandi á mánudag og úrskurðaður í þriggja mánaða gæsluvarðhald. Brynjar varði 25 ára afmælisdeginum innan fangelsismúranna í gær. Ræðismaður Íslands í Taílandi fékk í gær lögfræðing í mál Brynjars og mun hann heimsækja skjólstæðing sinn í fangelsið snemma í næstu viku. Lögfræðikostnaður fellur á móður Brynjars. Greint var frá því í fyrradag að Brynjar og unnusta hans hefðu verið á heimleið frá veitingastað í Bangkok þegar þau hittu mann frá Ástralíu sem þau könnuðust við. Skömmu síðar bar lögreglu að sem leitaði á mönnunum. Fíkniefni fundust á Ástralanum en ekkert á Brynjari. Þeir voru báðir handteknir og eiga að dúsa í fangelsi í borginni þar til mál þeirra verður tekið fyrir eftir þrjá mánuði. Í Taílandi eru hörð viðurlög gegn fíkniefnabrotum og gæti Brynjar átt yfir höfði sér þrjátíu ára dóm. Þeir sem Fréttablaðið hefur rætt við um Brynjar, þar á meðal systkini hans, segja hann dagfarsprúðan. Ólíklegt sé að hann hafi verið viðriðinn fíkniefnamisferli eins og lögregla í Taílandi gruni hann um. Borghildur hefur ekki fengið að ræða við son sinn en fær daglega upplýsingar um líðan hans frá kærustunni, sem fer í fangelsið daglega. Þar eru aðstæður slæmar. „Hún segir mér að Brynjar hafi verið fluttur til í fangelsinu, í klefa sem ansi margir eru í. Þar er skítugt og ömurlegt, Brynjari líður hræðilega og hann sefur illa. En nú má hún ekki koma með mat til hans nema einu sinni í viku, á þriðjudögum. Einu sinni á dag kemur súpukarl og Brynjar þarf að kaupa súpu af honum. Þarna þarf að kaupa allt, mat og klósettpappír… allt,“ segir Borghildur. „Ef hann hefði ekki kærustuna til að láta sig fá peninga þá fengi hann ekkert.“ Borghildur hefur eftir kærustu Brynjars að Ástralinn sé í sama fangelsi. Brynjar hafi heyrt að bróðir mannsins sé væntanlegur og ætli sá að greiða fyrir lausn hans, jafnvirði einnar milljónar króna. „Ég á ekki þessa peninga,“ segir Borghildur, sem í síðustu viku flutti til dóttur sinnar og tveggja barna hennar í Svíþjóð. Þar dvelur hún með yngsta ömmubarninu sem fæddist fyrir mánuði. jonab@frettabladid.is Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
„Þetta mál snýst ekki um sekt, sakleysi eða líf heldur peninga. Ef ég gæti farið út til Taílands og greitt til að leysa Brynjar út myndi ég gera það. En ég á ekki neitt,“ segir Borghildur Antonsdóttir, móðir Brynjars Mettinissonar sem handtekinn var úti á götu í Bangkok í Taílandi á mánudag og úrskurðaður í þriggja mánaða gæsluvarðhald. Brynjar varði 25 ára afmælisdeginum innan fangelsismúranna í gær. Ræðismaður Íslands í Taílandi fékk í gær lögfræðing í mál Brynjars og mun hann heimsækja skjólstæðing sinn í fangelsið snemma í næstu viku. Lögfræðikostnaður fellur á móður Brynjars. Greint var frá því í fyrradag að Brynjar og unnusta hans hefðu verið á heimleið frá veitingastað í Bangkok þegar þau hittu mann frá Ástralíu sem þau könnuðust við. Skömmu síðar bar lögreglu að sem leitaði á mönnunum. Fíkniefni fundust á Ástralanum en ekkert á Brynjari. Þeir voru báðir handteknir og eiga að dúsa í fangelsi í borginni þar til mál þeirra verður tekið fyrir eftir þrjá mánuði. Í Taílandi eru hörð viðurlög gegn fíkniefnabrotum og gæti Brynjar átt yfir höfði sér þrjátíu ára dóm. Þeir sem Fréttablaðið hefur rætt við um Brynjar, þar á meðal systkini hans, segja hann dagfarsprúðan. Ólíklegt sé að hann hafi verið viðriðinn fíkniefnamisferli eins og lögregla í Taílandi gruni hann um. Borghildur hefur ekki fengið að ræða við son sinn en fær daglega upplýsingar um líðan hans frá kærustunni, sem fer í fangelsið daglega. Þar eru aðstæður slæmar. „Hún segir mér að Brynjar hafi verið fluttur til í fangelsinu, í klefa sem ansi margir eru í. Þar er skítugt og ömurlegt, Brynjari líður hræðilega og hann sefur illa. En nú má hún ekki koma með mat til hans nema einu sinni í viku, á þriðjudögum. Einu sinni á dag kemur súpukarl og Brynjar þarf að kaupa súpu af honum. Þarna þarf að kaupa allt, mat og klósettpappír… allt,“ segir Borghildur. „Ef hann hefði ekki kærustuna til að láta sig fá peninga þá fengi hann ekkert.“ Borghildur hefur eftir kærustu Brynjars að Ástralinn sé í sama fangelsi. Brynjar hafi heyrt að bróðir mannsins sé væntanlegur og ætli sá að greiða fyrir lausn hans, jafnvirði einnar milljónar króna. „Ég á ekki þessa peninga,“ segir Borghildur, sem í síðustu viku flutti til dóttur sinnar og tveggja barna hennar í Svíþjóð. Þar dvelur hún með yngsta ömmubarninu sem fæddist fyrir mánuði. jonab@frettabladid.is
Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira