Frelsið kostar eina milljón í Taílandi 4. júní 2011 09:00 Brynjar Mettinisson hefur verið færður í klefa með mörgum föngum. Þar líður honum illa, að sögn Borghildar Antonsdóttur, móður hans. „Þetta mál snýst ekki um sekt, sakleysi eða líf heldur peninga. Ef ég gæti farið út til Taílands og greitt til að leysa Brynjar út myndi ég gera það. En ég á ekki neitt,“ segir Borghildur Antonsdóttir, móðir Brynjars Mettinissonar sem handtekinn var úti á götu í Bangkok í Taílandi á mánudag og úrskurðaður í þriggja mánaða gæsluvarðhald. Brynjar varði 25 ára afmælisdeginum innan fangelsismúranna í gær. Ræðismaður Íslands í Taílandi fékk í gær lögfræðing í mál Brynjars og mun hann heimsækja skjólstæðing sinn í fangelsið snemma í næstu viku. Lögfræðikostnaður fellur á móður Brynjars. Greint var frá því í fyrradag að Brynjar og unnusta hans hefðu verið á heimleið frá veitingastað í Bangkok þegar þau hittu mann frá Ástralíu sem þau könnuðust við. Skömmu síðar bar lögreglu að sem leitaði á mönnunum. Fíkniefni fundust á Ástralanum en ekkert á Brynjari. Þeir voru báðir handteknir og eiga að dúsa í fangelsi í borginni þar til mál þeirra verður tekið fyrir eftir þrjá mánuði. Í Taílandi eru hörð viðurlög gegn fíkniefnabrotum og gæti Brynjar átt yfir höfði sér þrjátíu ára dóm. Þeir sem Fréttablaðið hefur rætt við um Brynjar, þar á meðal systkini hans, segja hann dagfarsprúðan. Ólíklegt sé að hann hafi verið viðriðinn fíkniefnamisferli eins og lögregla í Taílandi gruni hann um. Borghildur hefur ekki fengið að ræða við son sinn en fær daglega upplýsingar um líðan hans frá kærustunni, sem fer í fangelsið daglega. Þar eru aðstæður slæmar. „Hún segir mér að Brynjar hafi verið fluttur til í fangelsinu, í klefa sem ansi margir eru í. Þar er skítugt og ömurlegt, Brynjari líður hræðilega og hann sefur illa. En nú má hún ekki koma með mat til hans nema einu sinni í viku, á þriðjudögum. Einu sinni á dag kemur súpukarl og Brynjar þarf að kaupa súpu af honum. Þarna þarf að kaupa allt, mat og klósettpappír… allt,“ segir Borghildur. „Ef hann hefði ekki kærustuna til að láta sig fá peninga þá fengi hann ekkert.“ Borghildur hefur eftir kærustu Brynjars að Ástralinn sé í sama fangelsi. Brynjar hafi heyrt að bróðir mannsins sé væntanlegur og ætli sá að greiða fyrir lausn hans, jafnvirði einnar milljónar króna. „Ég á ekki þessa peninga,“ segir Borghildur, sem í síðustu viku flutti til dóttur sinnar og tveggja barna hennar í Svíþjóð. Þar dvelur hún með yngsta ömmubarninu sem fæddist fyrir mánuði. jonab@frettabladid.is Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
„Þetta mál snýst ekki um sekt, sakleysi eða líf heldur peninga. Ef ég gæti farið út til Taílands og greitt til að leysa Brynjar út myndi ég gera það. En ég á ekki neitt,“ segir Borghildur Antonsdóttir, móðir Brynjars Mettinissonar sem handtekinn var úti á götu í Bangkok í Taílandi á mánudag og úrskurðaður í þriggja mánaða gæsluvarðhald. Brynjar varði 25 ára afmælisdeginum innan fangelsismúranna í gær. Ræðismaður Íslands í Taílandi fékk í gær lögfræðing í mál Brynjars og mun hann heimsækja skjólstæðing sinn í fangelsið snemma í næstu viku. Lögfræðikostnaður fellur á móður Brynjars. Greint var frá því í fyrradag að Brynjar og unnusta hans hefðu verið á heimleið frá veitingastað í Bangkok þegar þau hittu mann frá Ástralíu sem þau könnuðust við. Skömmu síðar bar lögreglu að sem leitaði á mönnunum. Fíkniefni fundust á Ástralanum en ekkert á Brynjari. Þeir voru báðir handteknir og eiga að dúsa í fangelsi í borginni þar til mál þeirra verður tekið fyrir eftir þrjá mánuði. Í Taílandi eru hörð viðurlög gegn fíkniefnabrotum og gæti Brynjar átt yfir höfði sér þrjátíu ára dóm. Þeir sem Fréttablaðið hefur rætt við um Brynjar, þar á meðal systkini hans, segja hann dagfarsprúðan. Ólíklegt sé að hann hafi verið viðriðinn fíkniefnamisferli eins og lögregla í Taílandi gruni hann um. Borghildur hefur ekki fengið að ræða við son sinn en fær daglega upplýsingar um líðan hans frá kærustunni, sem fer í fangelsið daglega. Þar eru aðstæður slæmar. „Hún segir mér að Brynjar hafi verið fluttur til í fangelsinu, í klefa sem ansi margir eru í. Þar er skítugt og ömurlegt, Brynjari líður hræðilega og hann sefur illa. En nú má hún ekki koma með mat til hans nema einu sinni í viku, á þriðjudögum. Einu sinni á dag kemur súpukarl og Brynjar þarf að kaupa súpu af honum. Þarna þarf að kaupa allt, mat og klósettpappír… allt,“ segir Borghildur. „Ef hann hefði ekki kærustuna til að láta sig fá peninga þá fengi hann ekkert.“ Borghildur hefur eftir kærustu Brynjars að Ástralinn sé í sama fangelsi. Brynjar hafi heyrt að bróðir mannsins sé væntanlegur og ætli sá að greiða fyrir lausn hans, jafnvirði einnar milljónar króna. „Ég á ekki þessa peninga,“ segir Borghildur, sem í síðustu viku flutti til dóttur sinnar og tveggja barna hennar í Svíþjóð. Þar dvelur hún með yngsta ömmubarninu sem fæddist fyrir mánuði. jonab@frettabladid.is
Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira