Erlent

Gleymdi bjórnum um borð í lest og kallaði út slökkviliðið

Þjóðverji nokkur gæti átt ákæru yfir höfði sér fyrir að kalla út slökkviliðið að ástæðu lausu. Maðurinn, sem var drukkinn að sögn lögreglu, var staddur á lestarstöð að fá sér sígarettu þegar hann áttaði sig á því að lestin sem hann var að ferðast með hafði lagt af stað án hans.

Stóra vandamálið við það var að bjórbirgðir mannsins voru ennþá um borð í lestinni. Hann beið því ekki boðana og ræsti brunavarnakerfið á lestarstöðinni með þá veiku von í brjósti að það gæti orðið til þess að stöðva lestina.

Það gerðist auðvitað ekki, en slökkviliðsmennirnir sem mættu í allsherjar útkall voru ekki sáttir, og hafa nú kært karlinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×