Erlent

Árásarmaður dæmdur í níu ára fangelsi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kurt Westergaard teiknaði umdeilda teikningu af Múhameð. Mynd/ afp.
Kurt Westergaard teiknaði umdeilda teikningu af Múhameð. Mynd/ afp.
Sómali, sem réðst að heimili danska skopmyndateiknarans Kurts Westergaard, hefur verið dæmdur í níu ára fangelsi í Danmörku. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Kurt Westergaard vakti mikla reiði á meðal múslima þegar að myndir eftir hann og fleiri danska skopmyndateiknara af Múhameð spámanni birtust á síðum Jyllands Posten. Alla tíð síðan hefur lífi Westergaards verið ógnað.

Á síðasta ári réðst svo 29 ára gamall Sómali að heimili hans, en Westergaard tókst að fela sig fyrir honum. Fram kemur á fréttavef BBC að hámarksrefsing sem Sómalinn hefði getað fengið væri lífstíðarfangelsi en saksóknarar í málinu hefðu farið frammá 12 ára fangelsi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×