Lífið

Coppola eins og afi minn

hæfileikarík Elle Fanning, til vinstri, lítur á Francis Ford Coppola sem afa sinn. Hér er hún með Sofiu Coppola.
hæfileikarík Elle Fanning, til vinstri, lítur á Francis Ford Coppola sem afa sinn. Hér er hún með Sofiu Coppola. nordicphotos/getty
Hin unga Elle Fanning fer með eitt aðalhlutverkið í kvikmyndinni Super 8 sem frumsýnd var vestanhafs á dögunum. Fanning er dugleg að veita viðtöl til að kynna kvikmyndina og í einu slíku segist hún líta á leikstjórann Francis Ford Coppola sem afa sinn.

„Mér finnst eins og hann sé ítalski afi minn. Hann hefur gefið mér nokkur góð ráð og eitt þeirra var að elska það sem ég geri. Hann sagði að maður geti ekki leikið fyrir neinn nema sjálfan sig. Og það er satt!“ sagði Fanning.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.