Lífið

Nýtt andlit Vuitton

Ómáluð fyrir Louis Vuitton Það er ekki mikið um glamúr í nýrri auglýsingaherferð Louis Vuitton tískuhússins sem skartar meðal annars Angelinu Jolie.
Ómáluð fyrir Louis Vuitton Það er ekki mikið um glamúr í nýrri auglýsingaherferð Louis Vuitton tískuhússins sem skartar meðal annars Angelinu Jolie.
Það er engin önnur en leikkonan Angelina Jolie sem er andlit nýrrar auglýsingaherferðar tískuhúss Louis Vuitton.

Myndatakan fór fram í Kambódíu og var ljósmyndarinn Annie Leibovitz bak við linsuna. Það sem vekur athygli er að Jolie klæðist sínum eigin fatnaði, er með gamla tösku á arminum og nánast ómáluð á myndinni.

Myndin er hluti af auglýsingaherferð tískuhússins sem ber nafnið Core Values og á að endurspegla persónulegar sögur myndefnisins. Jolie ættleiddi sinn fyrsta son, Maddox, frá Kambódíu og því engin tilviljun að föðurland hans varð fyrir valinu. Söngvarinn Bono og Keith Richards, gítarleikari Rolling Stones, eru meðal þeirra sem taka þátt í herferðinni ásamt Jolie.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.