Enski boltinn

Glen Johnson úthúðar Paul Merson á Twitter

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Glen Johnson.
Glen Johnson. Nordic Photos / Getty Images

Glen Johnson svaraði gagnrýni Paul Merson með því að úthúða honum á Twitter-síðunni sinni.

Þetta kemur fram á vef götublaðsins The Sun í dag. Merson mun hafa gagnrýnt Johnson í sjónvarpsþætti fyrir frammistöðu hans á tímabilinu.

„Ummæli frá alkahólistum og eiturlyfjaneytendum hafa ekki það mikil áhrif á mig. En Paul Merson var í besta falli miðlungsleikmaður og á enga innistæðu fyrir gagnrýni á aðra," skrifaði Johnson.

Merson hefur viðurkennt að hann var háður áfengi og kókaíni á tíunda áratugnum og þá var hann einnig spilafíkill.

„Eina ástæðan fyrir því að hann er í þessum þætti er sú að hann tapaði öllum sínum pening í spilavítum. Þvílíkur trúður."

Johnson leikur ekki með Liverpool gegn Manchester United í bikarnum í dag þar sem konan hans er á fæðingardeildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×