Veglegt safnbox slapp við bruna 2. desember 2011 11:00 box frá Björgvini Nýtt safnbox með bestu lögum Björgvins Halldórssonar og afmælistónleikum hans er komið út. fréttablaðið/anton Veglegt safnbox með 88 af vinsælustu lögum Björgvins Halldórssonar er komið út. Umfangsmesta útgáfa Senu til þessa. Framleiðsluferli nýs safnbox með Björgvini Halldórssyni, Gullvagninn, tók sex til sjö vikur og fór það fram í Tékklandi. „Þetta var framleitt í verksmiðju þar sem bruni varð tveimur dögum eftir að þau sendu þetta til okkar. Við náðum þessu heim áður, þannig að það er engin lykt af þessu,“ segir Eiður Arnarsson hjá Senu, hress. „Ég held að það sé óhætt að fullyrða að þetta er innihaldsmesta og umfangsmesta útgáfan sem við höfum lagt í,“ segir Eiður um safnboxið. „Þetta er búið að taka megnið af árinu,“ bætir hann við en Björgvin varð sextugur í apríl og tónleikarnir, sem er nýja efnið á útgáfunni, voru teknir upp við það tækifæri. Safnboxinu er skipt upp í fimm diska. Fjórir hafa að geyma lög frá sólóferli Björgvins, dúetta, lög sem hann hefur sjálfur samið og loks lög sem hann hefur sungið með hljómsveitum. Alls eru þetta 88 lög. Loks fylgja afmælistónleikarnir með á mynddiski. „Þetta er langur ferill sem þetta þarf að spanna, eða 42 ár. Þetta eru ekki nema tíu ár á hverja plötu, það er ekki mikið,“ segir Eiður. Uppi voru hugmyndir um að hafa tvo diska til viðbótar í boxinu með sjómannalögum og trúarlögum en hætt var við það. Sex ár eru liðin síðan safnplatan Ár og öld með Björgvini kom út. Hún seldist í fimmtán þúsund eintökum en hefur ekki verið fáanleg í eitt og hálft ár. Ekki er búist við jafnmikilli sölu á nýja boxinu enda var það dýrara í framleiðslu og kostar fyrir vikið meira. Björgvin er hæstánægður með útgáfuna. „Þetta er orðið ansi mikið sem maður er búinn að taka þátt í, bæði einsamall og með öðrum. Þetta er hrikalega stór katalógur en það var reynt að búa til svolítið sniðugan pakka.“ Björgvin hefur gefið út hjá Senu og fyrirtækjunum sem komu á undan því síðan um miðjan áttunda áratuginn. „Maður þekkir til þarna og hefur gert marga skemmtilega hluti. Meirihlutann er ég frekar sáttur við en þegar maður gerir svona mikið vill maður gera sumt aftur og annað má betur fara eins og gengur og gerist. En maður er alltaf að reyna að toppa sjálfan sig og gera eitthvað nýtt.“ Hinir árlegu jólatónleikar hans verða í Laugardalshöll á laugardaginn. Aðspurður telur hann tónleikana þá stærstu til þessa, enda 140 manns á sviðinu þegar mest lætur, auk hóps aðstoðarmanna. „Æfingarnar ganga ofsalega vel og við ætlum hvergi að slá af.“ freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Fleiri fréttir „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Sjá meira
Veglegt safnbox með 88 af vinsælustu lögum Björgvins Halldórssonar er komið út. Umfangsmesta útgáfa Senu til þessa. Framleiðsluferli nýs safnbox með Björgvini Halldórssyni, Gullvagninn, tók sex til sjö vikur og fór það fram í Tékklandi. „Þetta var framleitt í verksmiðju þar sem bruni varð tveimur dögum eftir að þau sendu þetta til okkar. Við náðum þessu heim áður, þannig að það er engin lykt af þessu,“ segir Eiður Arnarsson hjá Senu, hress. „Ég held að það sé óhætt að fullyrða að þetta er innihaldsmesta og umfangsmesta útgáfan sem við höfum lagt í,“ segir Eiður um safnboxið. „Þetta er búið að taka megnið af árinu,“ bætir hann við en Björgvin varð sextugur í apríl og tónleikarnir, sem er nýja efnið á útgáfunni, voru teknir upp við það tækifæri. Safnboxinu er skipt upp í fimm diska. Fjórir hafa að geyma lög frá sólóferli Björgvins, dúetta, lög sem hann hefur sjálfur samið og loks lög sem hann hefur sungið með hljómsveitum. Alls eru þetta 88 lög. Loks fylgja afmælistónleikarnir með á mynddiski. „Þetta er langur ferill sem þetta þarf að spanna, eða 42 ár. Þetta eru ekki nema tíu ár á hverja plötu, það er ekki mikið,“ segir Eiður. Uppi voru hugmyndir um að hafa tvo diska til viðbótar í boxinu með sjómannalögum og trúarlögum en hætt var við það. Sex ár eru liðin síðan safnplatan Ár og öld með Björgvini kom út. Hún seldist í fimmtán þúsund eintökum en hefur ekki verið fáanleg í eitt og hálft ár. Ekki er búist við jafnmikilli sölu á nýja boxinu enda var það dýrara í framleiðslu og kostar fyrir vikið meira. Björgvin er hæstánægður með útgáfuna. „Þetta er orðið ansi mikið sem maður er búinn að taka þátt í, bæði einsamall og með öðrum. Þetta er hrikalega stór katalógur en það var reynt að búa til svolítið sniðugan pakka.“ Björgvin hefur gefið út hjá Senu og fyrirtækjunum sem komu á undan því síðan um miðjan áttunda áratuginn. „Maður þekkir til þarna og hefur gert marga skemmtilega hluti. Meirihlutann er ég frekar sáttur við en þegar maður gerir svona mikið vill maður gera sumt aftur og annað má betur fara eins og gengur og gerist. En maður er alltaf að reyna að toppa sjálfan sig og gera eitthvað nýtt.“ Hinir árlegu jólatónleikar hans verða í Laugardalshöll á laugardaginn. Aðspurður telur hann tónleikana þá stærstu til þessa, enda 140 manns á sviðinu þegar mest lætur, auk hóps aðstoðarmanna. „Æfingarnar ganga ofsalega vel og við ætlum hvergi að slá af.“ freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Fleiri fréttir „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Sjá meira