FBI ósátt við Eastwood 1. desember 2011 18:30 Umdeildur J. Edgar Hoover er umdeildur maður í bandarískri sögu og ný mynd Clints Eastwood sýnir hann sem homma. Hér eru þeir Leonardo DiCaprio og Armie Hammer í hlutverkum sínum sem Hoover og Clyde Tolson en myndin sjálf hefur fengið misjafnar viðtökur. Clint Eastwood hefur margoft leikið harðhausa sem hika ekki við að taka málin í sínar eigin hendur. En nú hefur þessi dáði og margverðlaunaði leikstjóri komið sér í klandur hjá rosknum FBI-fulltrúum sem finnst lítið til kvikmyndar hans um J. Edgar Hoover koma. Kvikmyndarinnar um J. Edgar Hoover eftir Clint Eastwood var beðið með töluverðri eftirvæntingu enda Leonardo DiCaprio í hlutverki þessa umdeilda manns. Myndin hefur fengið afar misjafnar viðtökur, hún fær „eingöngu“ 7,3 á imdb.com og aðeins 42 prósent gagnrýnenda eru sáttir við hana samkvæmt rottentomatoes. Og þar með hefur hún lokið leik í Óskarskapphlaupinu. En það breytir því ekki að FBI-fulltrúar, og þá sérstaklega eldri starfsmenn stofnunarinnar, eru ákaflega ósáttir við Eastwood og nálgun hans. Þeir eru fyrst og fremst reiðir yfir því að Hoover skuli vera sýndur sem hommi, en í skápnum. Bandaríska blaðið Washington Post fjallaði ítarlega um málið í gær og ræddi meðal annars við FBI-fulltrúann Gregg Schwarz sem réði sér sérstakan kvikmyndatökumann til að gera myndband fyrir sig. Myndbandið er hægt að finna á Youtube-myndbandsvefnum og nefnist „Dirty Harry to Filthy Harry“ en þar er auðvitað verið að vísa til frægrar kvikmyndaseríu Eastwood. „Honum er lýst sem einræðisherra og skrímsli sem hafi haft samkynhneigðar kenndir. Það er einfaldlega rangt,“ lýsir Schwarz yfir og bætir því við að það hafi aldrei fundist neinar sannanir fyrir því að Hoover hafi verið hommi. Það sem þykir ýta undir þá skoðun er sú staðreynd að Hoover giftist aldrei né átti unnustu en átti aftur á móti í mjög nánu vinasambandi við aðstoðarmann sinn, Clyde Tolson. „Ég veit ekki um neinn sem er ekki í uppnámi,“ hefur blaðið eftir Bill Branon, sem er stjórnarformaður J. Edgar Hoover-sjóðsins og fyrrverandi FBI-fulltrúi. Hátt í hundrað fulltrúar, sem flestir eru komnir á eftirlaun, hafa rætt málið sín á milli á lokuðum póstlista en svo skemmtilega vill til að hann nefnist sama nafni og gamall hundur forstjórans sáluga. „Við erum í uppnámi. Ekki bara af því að við dáðum hann. Við erum í uppnámi af því að þetta er ekki satt. Hefði hann verið samkynhneigður þá væri það ekkert er ljótt af Eastwood að gera þetta við látinn mann.“ John Fox, reyndur sagnfræðingur og sérfræðingur í sögu FBI, segir að vissulega hafi líf Hoovers gefið þessum sögusögnum byr undir báða vængi, hann hafi aldrei kvænst og nánasti vinur hans hafi verið karlmaður. „Það var gefið í skyn að hann væri samkynhneigður á þeim tíma en það náði aldrei lengra, þetta voru bara getgátur.“ Fyrrverandi FBI-fulltrúinn Scott Nelson var sérstakur ráðgjafi Eastwood á tökustað og hann segist hafa lýst því yfir á tökustað að það væri óþarfi að hafa senu þar sem Hoover og Colson kyssast. En honum finnst FBI-fulltrúarnir fyrrverandi bregðast of hart við. „Hugleiðingarnar um einkalíf Hoover eru bara hluti af því að segja dramatíska sögu. Svona er bara Hollywood.“ freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fleiri fréttir Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sjá meira
Clint Eastwood hefur margoft leikið harðhausa sem hika ekki við að taka málin í sínar eigin hendur. En nú hefur þessi dáði og margverðlaunaði leikstjóri komið sér í klandur hjá rosknum FBI-fulltrúum sem finnst lítið til kvikmyndar hans um J. Edgar Hoover koma. Kvikmyndarinnar um J. Edgar Hoover eftir Clint Eastwood var beðið með töluverðri eftirvæntingu enda Leonardo DiCaprio í hlutverki þessa umdeilda manns. Myndin hefur fengið afar misjafnar viðtökur, hún fær „eingöngu“ 7,3 á imdb.com og aðeins 42 prósent gagnrýnenda eru sáttir við hana samkvæmt rottentomatoes. Og þar með hefur hún lokið leik í Óskarskapphlaupinu. En það breytir því ekki að FBI-fulltrúar, og þá sérstaklega eldri starfsmenn stofnunarinnar, eru ákaflega ósáttir við Eastwood og nálgun hans. Þeir eru fyrst og fremst reiðir yfir því að Hoover skuli vera sýndur sem hommi, en í skápnum. Bandaríska blaðið Washington Post fjallaði ítarlega um málið í gær og ræddi meðal annars við FBI-fulltrúann Gregg Schwarz sem réði sér sérstakan kvikmyndatökumann til að gera myndband fyrir sig. Myndbandið er hægt að finna á Youtube-myndbandsvefnum og nefnist „Dirty Harry to Filthy Harry“ en þar er auðvitað verið að vísa til frægrar kvikmyndaseríu Eastwood. „Honum er lýst sem einræðisherra og skrímsli sem hafi haft samkynhneigðar kenndir. Það er einfaldlega rangt,“ lýsir Schwarz yfir og bætir því við að það hafi aldrei fundist neinar sannanir fyrir því að Hoover hafi verið hommi. Það sem þykir ýta undir þá skoðun er sú staðreynd að Hoover giftist aldrei né átti unnustu en átti aftur á móti í mjög nánu vinasambandi við aðstoðarmann sinn, Clyde Tolson. „Ég veit ekki um neinn sem er ekki í uppnámi,“ hefur blaðið eftir Bill Branon, sem er stjórnarformaður J. Edgar Hoover-sjóðsins og fyrrverandi FBI-fulltrúi. Hátt í hundrað fulltrúar, sem flestir eru komnir á eftirlaun, hafa rætt málið sín á milli á lokuðum póstlista en svo skemmtilega vill til að hann nefnist sama nafni og gamall hundur forstjórans sáluga. „Við erum í uppnámi. Ekki bara af því að við dáðum hann. Við erum í uppnámi af því að þetta er ekki satt. Hefði hann verið samkynhneigður þá væri það ekkert er ljótt af Eastwood að gera þetta við látinn mann.“ John Fox, reyndur sagnfræðingur og sérfræðingur í sögu FBI, segir að vissulega hafi líf Hoovers gefið þessum sögusögnum byr undir báða vængi, hann hafi aldrei kvænst og nánasti vinur hans hafi verið karlmaður. „Það var gefið í skyn að hann væri samkynhneigður á þeim tíma en það náði aldrei lengra, þetta voru bara getgátur.“ Fyrrverandi FBI-fulltrúinn Scott Nelson var sérstakur ráðgjafi Eastwood á tökustað og hann segist hafa lýst því yfir á tökustað að það væri óþarfi að hafa senu þar sem Hoover og Colson kyssast. En honum finnst FBI-fulltrúarnir fyrrverandi bregðast of hart við. „Hugleiðingarnar um einkalíf Hoover eru bara hluti af því að segja dramatíska sögu. Svona er bara Hollywood.“ freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fleiri fréttir Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sjá meira