Tvö þúsund Íslendingar hætta sukki í einn mánuð 18. október 2011 15:00 Jökull Sólberg Auðunsson, til vinstri, og Magnús Berg Magnússon skipuleggja Meistaramánuðinn ásamt Þorsteini Kára Jónssyni. fréttablaðið/Valli Um tvö þúsund manns hafa skráð sig á Facebook í lífsstílsátakið Meistaramánuðurinn sem hefst á laugardaginn. „Við gerðum þetta í fyrsta skipti opinberlega í fyrra. Þetta byrjaði sem áskorun hjá vinahópnum. Við bjuggum til Facebook-síðu og áður en við vissum af voru komnir 170 manns, þar á meðal fullt af fólki sem tengdist okkur ekki neitt,“ segir Magnús Berg Magnússon sem stendur fyrir átakinu ásamt Jökli Sólberg Auðunssyni og Þorsteini Kára Jónssyni. Þeir tveir fyrstnefndu starfa á auglýsingastofu en Þorsteinn Kári er búsettur í Danmörku. Allir eru þeir 25 ára. „Við sáum þá hvað þetta hefur mikla möguleika og hvað það voru margir sem þráðu þessa áskorun. Við höfum tekið eftir því að Íslendingar eru orðnir á meðal feitustu þjóða í heimi en samt hefur heilsuvitund þjóðarinnar aldrei verið meiri með tilheyrandi fjölda líkamsræktarstöðva. Augljóslega er þjóðin að gera eitthvað rangt og kannski er gott fyrir hana að breyta aðeins til.“ Átakið stendur yfir í þrjátíu daga og snýst um að þátttakendur verði meistarar eigin lífs með því að vakna fyrr, hreyfa sig, ásamt því að borða og njóta lífsins betur en aðra daga. Lagt er upp með að þátttakendur neiti sér um áfengi og innbyrði holla fæðu. Þeir eru síðan hvattir til dáða á Facebook-síðunni. „Aðalatriðið er að fólk prófi eitthvað nýtt og fari út úr þægindahringnum. Þetta eru þrjátíu dagar þar sem er engin afsökun. Maður ýtir ekki á snooze-takkann á morgnana því það er ekkert meistaralegt við það,“ segir Magnús Berg ákveðinn. Áfengisleysið ætti að vera góð tilbreyting fyrir það fólk sem dettur í það um helgar og festist þannig í ákveðnu mynstri. „Manni leið meistaralega þegar maður var úti að hlaupa á laugardagsmorgni í fyrra á meðan fólk var að staulast um í bænum. Það er ákveðin vellíðunartilfinning sem fylgir því.“ Magnús segir átakið mun auðveldara en margir kynnu að halda og sjálfur hefur hann breytt lífsstíl sínum til hins betra með því að draga úr brauð- og sykurneyslu, auk þess sem hann hljóp maraþon á árinu og hefur stundað crossfit af krafti. Magnús og félagar ætla að halda meistaramánuðinn á hverju ári. Þeir stefna á að hafa átakið á ensku á næsta ári, enda hefur fólk frá öllum heimhornum lýst yfir áhuga á að taka þátt. Nánari upplýsingar má finna á facebook.com/meistaramanudur og á globalchampionmonth.com. freyr@frettabladid.is Meistaramánuður Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Sjá meira
Um tvö þúsund manns hafa skráð sig á Facebook í lífsstílsátakið Meistaramánuðurinn sem hefst á laugardaginn. „Við gerðum þetta í fyrsta skipti opinberlega í fyrra. Þetta byrjaði sem áskorun hjá vinahópnum. Við bjuggum til Facebook-síðu og áður en við vissum af voru komnir 170 manns, þar á meðal fullt af fólki sem tengdist okkur ekki neitt,“ segir Magnús Berg Magnússon sem stendur fyrir átakinu ásamt Jökli Sólberg Auðunssyni og Þorsteini Kára Jónssyni. Þeir tveir fyrstnefndu starfa á auglýsingastofu en Þorsteinn Kári er búsettur í Danmörku. Allir eru þeir 25 ára. „Við sáum þá hvað þetta hefur mikla möguleika og hvað það voru margir sem þráðu þessa áskorun. Við höfum tekið eftir því að Íslendingar eru orðnir á meðal feitustu þjóða í heimi en samt hefur heilsuvitund þjóðarinnar aldrei verið meiri með tilheyrandi fjölda líkamsræktarstöðva. Augljóslega er þjóðin að gera eitthvað rangt og kannski er gott fyrir hana að breyta aðeins til.“ Átakið stendur yfir í þrjátíu daga og snýst um að þátttakendur verði meistarar eigin lífs með því að vakna fyrr, hreyfa sig, ásamt því að borða og njóta lífsins betur en aðra daga. Lagt er upp með að þátttakendur neiti sér um áfengi og innbyrði holla fæðu. Þeir eru síðan hvattir til dáða á Facebook-síðunni. „Aðalatriðið er að fólk prófi eitthvað nýtt og fari út úr þægindahringnum. Þetta eru þrjátíu dagar þar sem er engin afsökun. Maður ýtir ekki á snooze-takkann á morgnana því það er ekkert meistaralegt við það,“ segir Magnús Berg ákveðinn. Áfengisleysið ætti að vera góð tilbreyting fyrir það fólk sem dettur í það um helgar og festist þannig í ákveðnu mynstri. „Manni leið meistaralega þegar maður var úti að hlaupa á laugardagsmorgni í fyrra á meðan fólk var að staulast um í bænum. Það er ákveðin vellíðunartilfinning sem fylgir því.“ Magnús segir átakið mun auðveldara en margir kynnu að halda og sjálfur hefur hann breytt lífsstíl sínum til hins betra með því að draga úr brauð- og sykurneyslu, auk þess sem hann hljóp maraþon á árinu og hefur stundað crossfit af krafti. Magnús og félagar ætla að halda meistaramánuðinn á hverju ári. Þeir stefna á að hafa átakið á ensku á næsta ári, enda hefur fólk frá öllum heimhornum lýst yfir áhuga á að taka þátt. Nánari upplýsingar má finna á facebook.com/meistaramanudur og á globalchampionmonth.com. freyr@frettabladid.is
Meistaramánuður Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Sjá meira