Tvö þúsund Íslendingar hætta sukki í einn mánuð 18. október 2011 15:00 Jökull Sólberg Auðunsson, til vinstri, og Magnús Berg Magnússon skipuleggja Meistaramánuðinn ásamt Þorsteini Kára Jónssyni. fréttablaðið/Valli Um tvö þúsund manns hafa skráð sig á Facebook í lífsstílsátakið Meistaramánuðurinn sem hefst á laugardaginn. „Við gerðum þetta í fyrsta skipti opinberlega í fyrra. Þetta byrjaði sem áskorun hjá vinahópnum. Við bjuggum til Facebook-síðu og áður en við vissum af voru komnir 170 manns, þar á meðal fullt af fólki sem tengdist okkur ekki neitt,“ segir Magnús Berg Magnússon sem stendur fyrir átakinu ásamt Jökli Sólberg Auðunssyni og Þorsteini Kára Jónssyni. Þeir tveir fyrstnefndu starfa á auglýsingastofu en Þorsteinn Kári er búsettur í Danmörku. Allir eru þeir 25 ára. „Við sáum þá hvað þetta hefur mikla möguleika og hvað það voru margir sem þráðu þessa áskorun. Við höfum tekið eftir því að Íslendingar eru orðnir á meðal feitustu þjóða í heimi en samt hefur heilsuvitund þjóðarinnar aldrei verið meiri með tilheyrandi fjölda líkamsræktarstöðva. Augljóslega er þjóðin að gera eitthvað rangt og kannski er gott fyrir hana að breyta aðeins til.“ Átakið stendur yfir í þrjátíu daga og snýst um að þátttakendur verði meistarar eigin lífs með því að vakna fyrr, hreyfa sig, ásamt því að borða og njóta lífsins betur en aðra daga. Lagt er upp með að þátttakendur neiti sér um áfengi og innbyrði holla fæðu. Þeir eru síðan hvattir til dáða á Facebook-síðunni. „Aðalatriðið er að fólk prófi eitthvað nýtt og fari út úr þægindahringnum. Þetta eru þrjátíu dagar þar sem er engin afsökun. Maður ýtir ekki á snooze-takkann á morgnana því það er ekkert meistaralegt við það,“ segir Magnús Berg ákveðinn. Áfengisleysið ætti að vera góð tilbreyting fyrir það fólk sem dettur í það um helgar og festist þannig í ákveðnu mynstri. „Manni leið meistaralega þegar maður var úti að hlaupa á laugardagsmorgni í fyrra á meðan fólk var að staulast um í bænum. Það er ákveðin vellíðunartilfinning sem fylgir því.“ Magnús segir átakið mun auðveldara en margir kynnu að halda og sjálfur hefur hann breytt lífsstíl sínum til hins betra með því að draga úr brauð- og sykurneyslu, auk þess sem hann hljóp maraþon á árinu og hefur stundað crossfit af krafti. Magnús og félagar ætla að halda meistaramánuðinn á hverju ári. Þeir stefna á að hafa átakið á ensku á næsta ári, enda hefur fólk frá öllum heimhornum lýst yfir áhuga á að taka þátt. Nánari upplýsingar má finna á facebook.com/meistaramanudur og á globalchampionmonth.com. freyr@frettabladid.is Meistaramánuður Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira
Um tvö þúsund manns hafa skráð sig á Facebook í lífsstílsátakið Meistaramánuðurinn sem hefst á laugardaginn. „Við gerðum þetta í fyrsta skipti opinberlega í fyrra. Þetta byrjaði sem áskorun hjá vinahópnum. Við bjuggum til Facebook-síðu og áður en við vissum af voru komnir 170 manns, þar á meðal fullt af fólki sem tengdist okkur ekki neitt,“ segir Magnús Berg Magnússon sem stendur fyrir átakinu ásamt Jökli Sólberg Auðunssyni og Þorsteini Kára Jónssyni. Þeir tveir fyrstnefndu starfa á auglýsingastofu en Þorsteinn Kári er búsettur í Danmörku. Allir eru þeir 25 ára. „Við sáum þá hvað þetta hefur mikla möguleika og hvað það voru margir sem þráðu þessa áskorun. Við höfum tekið eftir því að Íslendingar eru orðnir á meðal feitustu þjóða í heimi en samt hefur heilsuvitund þjóðarinnar aldrei verið meiri með tilheyrandi fjölda líkamsræktarstöðva. Augljóslega er þjóðin að gera eitthvað rangt og kannski er gott fyrir hana að breyta aðeins til.“ Átakið stendur yfir í þrjátíu daga og snýst um að þátttakendur verði meistarar eigin lífs með því að vakna fyrr, hreyfa sig, ásamt því að borða og njóta lífsins betur en aðra daga. Lagt er upp með að þátttakendur neiti sér um áfengi og innbyrði holla fæðu. Þeir eru síðan hvattir til dáða á Facebook-síðunni. „Aðalatriðið er að fólk prófi eitthvað nýtt og fari út úr þægindahringnum. Þetta eru þrjátíu dagar þar sem er engin afsökun. Maður ýtir ekki á snooze-takkann á morgnana því það er ekkert meistaralegt við það,“ segir Magnús Berg ákveðinn. Áfengisleysið ætti að vera góð tilbreyting fyrir það fólk sem dettur í það um helgar og festist þannig í ákveðnu mynstri. „Manni leið meistaralega þegar maður var úti að hlaupa á laugardagsmorgni í fyrra á meðan fólk var að staulast um í bænum. Það er ákveðin vellíðunartilfinning sem fylgir því.“ Magnús segir átakið mun auðveldara en margir kynnu að halda og sjálfur hefur hann breytt lífsstíl sínum til hins betra með því að draga úr brauð- og sykurneyslu, auk þess sem hann hljóp maraþon á árinu og hefur stundað crossfit af krafti. Magnús og félagar ætla að halda meistaramánuðinn á hverju ári. Þeir stefna á að hafa átakið á ensku á næsta ári, enda hefur fólk frá öllum heimhornum lýst yfir áhuga á að taka þátt. Nánari upplýsingar má finna á facebook.com/meistaramanudur og á globalchampionmonth.com. freyr@frettabladid.is
Meistaramánuður Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira