Tvö þúsund Íslendingar hætta sukki í einn mánuð 18. október 2011 15:00 Jökull Sólberg Auðunsson, til vinstri, og Magnús Berg Magnússon skipuleggja Meistaramánuðinn ásamt Þorsteini Kára Jónssyni. fréttablaðið/Valli Um tvö þúsund manns hafa skráð sig á Facebook í lífsstílsátakið Meistaramánuðurinn sem hefst á laugardaginn. „Við gerðum þetta í fyrsta skipti opinberlega í fyrra. Þetta byrjaði sem áskorun hjá vinahópnum. Við bjuggum til Facebook-síðu og áður en við vissum af voru komnir 170 manns, þar á meðal fullt af fólki sem tengdist okkur ekki neitt,“ segir Magnús Berg Magnússon sem stendur fyrir átakinu ásamt Jökli Sólberg Auðunssyni og Þorsteini Kára Jónssyni. Þeir tveir fyrstnefndu starfa á auglýsingastofu en Þorsteinn Kári er búsettur í Danmörku. Allir eru þeir 25 ára. „Við sáum þá hvað þetta hefur mikla möguleika og hvað það voru margir sem þráðu þessa áskorun. Við höfum tekið eftir því að Íslendingar eru orðnir á meðal feitustu þjóða í heimi en samt hefur heilsuvitund þjóðarinnar aldrei verið meiri með tilheyrandi fjölda líkamsræktarstöðva. Augljóslega er þjóðin að gera eitthvað rangt og kannski er gott fyrir hana að breyta aðeins til.“ Átakið stendur yfir í þrjátíu daga og snýst um að þátttakendur verði meistarar eigin lífs með því að vakna fyrr, hreyfa sig, ásamt því að borða og njóta lífsins betur en aðra daga. Lagt er upp með að þátttakendur neiti sér um áfengi og innbyrði holla fæðu. Þeir eru síðan hvattir til dáða á Facebook-síðunni. „Aðalatriðið er að fólk prófi eitthvað nýtt og fari út úr þægindahringnum. Þetta eru þrjátíu dagar þar sem er engin afsökun. Maður ýtir ekki á snooze-takkann á morgnana því það er ekkert meistaralegt við það,“ segir Magnús Berg ákveðinn. Áfengisleysið ætti að vera góð tilbreyting fyrir það fólk sem dettur í það um helgar og festist þannig í ákveðnu mynstri. „Manni leið meistaralega þegar maður var úti að hlaupa á laugardagsmorgni í fyrra á meðan fólk var að staulast um í bænum. Það er ákveðin vellíðunartilfinning sem fylgir því.“ Magnús segir átakið mun auðveldara en margir kynnu að halda og sjálfur hefur hann breytt lífsstíl sínum til hins betra með því að draga úr brauð- og sykurneyslu, auk þess sem hann hljóp maraþon á árinu og hefur stundað crossfit af krafti. Magnús og félagar ætla að halda meistaramánuðinn á hverju ári. Þeir stefna á að hafa átakið á ensku á næsta ári, enda hefur fólk frá öllum heimhornum lýst yfir áhuga á að taka þátt. Nánari upplýsingar má finna á facebook.com/meistaramanudur og á globalchampionmonth.com. freyr@frettabladid.is Meistaramánuður Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira
Um tvö þúsund manns hafa skráð sig á Facebook í lífsstílsátakið Meistaramánuðurinn sem hefst á laugardaginn. „Við gerðum þetta í fyrsta skipti opinberlega í fyrra. Þetta byrjaði sem áskorun hjá vinahópnum. Við bjuggum til Facebook-síðu og áður en við vissum af voru komnir 170 manns, þar á meðal fullt af fólki sem tengdist okkur ekki neitt,“ segir Magnús Berg Magnússon sem stendur fyrir átakinu ásamt Jökli Sólberg Auðunssyni og Þorsteini Kára Jónssyni. Þeir tveir fyrstnefndu starfa á auglýsingastofu en Þorsteinn Kári er búsettur í Danmörku. Allir eru þeir 25 ára. „Við sáum þá hvað þetta hefur mikla möguleika og hvað það voru margir sem þráðu þessa áskorun. Við höfum tekið eftir því að Íslendingar eru orðnir á meðal feitustu þjóða í heimi en samt hefur heilsuvitund þjóðarinnar aldrei verið meiri með tilheyrandi fjölda líkamsræktarstöðva. Augljóslega er þjóðin að gera eitthvað rangt og kannski er gott fyrir hana að breyta aðeins til.“ Átakið stendur yfir í þrjátíu daga og snýst um að þátttakendur verði meistarar eigin lífs með því að vakna fyrr, hreyfa sig, ásamt því að borða og njóta lífsins betur en aðra daga. Lagt er upp með að þátttakendur neiti sér um áfengi og innbyrði holla fæðu. Þeir eru síðan hvattir til dáða á Facebook-síðunni. „Aðalatriðið er að fólk prófi eitthvað nýtt og fari út úr þægindahringnum. Þetta eru þrjátíu dagar þar sem er engin afsökun. Maður ýtir ekki á snooze-takkann á morgnana því það er ekkert meistaralegt við það,“ segir Magnús Berg ákveðinn. Áfengisleysið ætti að vera góð tilbreyting fyrir það fólk sem dettur í það um helgar og festist þannig í ákveðnu mynstri. „Manni leið meistaralega þegar maður var úti að hlaupa á laugardagsmorgni í fyrra á meðan fólk var að staulast um í bænum. Það er ákveðin vellíðunartilfinning sem fylgir því.“ Magnús segir átakið mun auðveldara en margir kynnu að halda og sjálfur hefur hann breytt lífsstíl sínum til hins betra með því að draga úr brauð- og sykurneyslu, auk þess sem hann hljóp maraþon á árinu og hefur stundað crossfit af krafti. Magnús og félagar ætla að halda meistaramánuðinn á hverju ári. Þeir stefna á að hafa átakið á ensku á næsta ári, enda hefur fólk frá öllum heimhornum lýst yfir áhuga á að taka þátt. Nánari upplýsingar má finna á facebook.com/meistaramanudur og á globalchampionmonth.com. freyr@frettabladid.is
Meistaramánuður Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira