Innlent

Krossar og legsteinar skemmdir

Skemmdarverk voru unnin á leiðum í kirkjugarðinum í Borgarnesi. fréttablaðið/vilhelm
Skemmdarverk voru unnin á leiðum í kirkjugarðinum í Borgarnesi. fréttablaðið/vilhelm
Skemmdarverk voru unnin á 24 leiðum í kirkjugarðinum í Borgarnesi í aðfaranótt sunnudags. Þorbjörn Hlynur Árnason, sóknarprestur í Borgarprestakalli, sagði skemmdirnar hafa verið umtalsverðar.

Kirkjugarðsvörður hefur nú þegar lagfært skemmdirnar. Þorbjörn Hlynur hafði, þegar blaðamaður náði tali af honum, haft samband við viðkomandi fjölskyldur og tilkynnt þeim um skemmdarverkin.

„Ráðist var að 24 leiðum, legsteinum ýmist velt um koll eða trékrossar rifnir upp,“ segir Þorbjörn. Skreytingar hafa hins vegar fengið að verið í friði.

Aðspurður um hvað skemmdarvörgunum hafi gengið til, sagði hann: „Hver getur skýrt það? Það er mjög alvarlegur hlutur að ráðast að helgum stað. Grafarró. Og ekki er síður ráðist að tilfinngum aðstandenda.“

Lögreglan í Borgarnesi fer með málið og bendir öllum sem veitt geta upplýsingar um mannaferðir við kirkjugarðinn að hafa samband í síma 433-7612.- bþh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×