Fækkun hrefnu ekki bundin við Faxaflóa 26. september 2011 05:00 Ekkert bendir til þess að hvalaskoðun eða hrefnveiðar valdi fækkun hrefnu á Faxaflóa, segir sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun Íslands. Fréttablaðið/Anton Gísli Víkingsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir stofnunina engar vísbendingar hafa um að hrefnuveiðar eða hvalaskoðunarbátar valdi fækkun hrefnu á Faxaflóa. Eins og fram kom í Fréttablaðinu á þriðjudag telur Vignir Sigursveinsson, hjá hvalaskoðunarfyrirtækinu Eldingu, að hrefnuveiðar á Faxaflóa hafi valdið fækkun dýranna á þeim slóðum. Gunnar Bergmann Jónsson, eigandi Hrefnuveiðimanna ehf, heldur því hins vegar fram að hvalaskoðunarbátarnir sjálfir væru að fæla hrefnuna burt með stöðugum ágangi. Gunnar vísað til þess að rannsókn hefði leitt þetta í ljós. Þar er Gunnar að vísa til greinar sem doktorsneminn Fredrik Christiansen lagði fram á fundi vísindaráðs Alþjóðahvalveiðiráðsins í sumar. Christiansen ályktaði þar af bráðabirgðaniðurstöðum sínum að hvalaskoðunarbátarnir yllu truflun á atferli hrefnanna þannig að þær gætu ekki einbeitt sér eins vel að fæðunámi. „Ég verð að viðurkenna að mér fannst doktorsneminn taka svolítið djúpt í árinni,“ segir Gísli Víkingsson. Hann bendir á að talningar frá 2001 annars vegar og 2007 og 2009 hins vegar sýni helmingsfækkun hrefnu á grunnslóð við Ísland. „Það var ekki bara í Faxaflóa heldur alls staðar og ekki hægt að sjá að það væri meiri fækkun á hvalaskoðunarsvæðum eða hvalveiðisvæðum en annars staðar.“ Heildarfjöldi hrefna á grunnslóðinni var við síðustu talningu um tuttugu þúsund miðað við fjörutíu þúsund árið 2001 og árin þar á undan. Að sögn Gísla er lang nærtækasta skýringin almenn hliðrun í vistkerfinu til norðurs. Sandsílum og loðnu hafa fækkað afar mikið. Þessar tegundir séu mikilvægur hluti af fæðu hrefnunnar. Nákvæmar ástæður fyrir breytingunum séu ókunnar en menn líti til þess að hitastig sjávar hafi hækkað. „Það hefur verið fjallað um þessar niðurstöður á alþjóðavettvangi og ályktanir vísindamanna hafa allar verið á þann veg að það sé alveg útlokað að veiðarnar valdi þessu. Við teljum að breytingarnar hjá hrefnunni séu tvímælalaust hluti af því öllu saman frekar en að þetta séu áhrif af hvalveiðunum eða hvalaskoðuninni,“ segir Gísli. Gera má ráð fyrir að veiddar verðir um 60 hrefnur í ár. Að sögn Gísla telja vísindamenn að hrefnunni í stofninum sem haldi til á Miðnorður-Atlantshafi hafi ekki fækkað þótt hún hafi hörfað frá landi hér. „Við getum í sjálfu sér ekki ályktað hvert hrefnan hefur farið en menn eru almennt á því að þetta sé ekki fækkun heldur hliðrun í útbreiðslu innan stofnsins og að hrefnan sé ekki í hættu. En það stendur út af að skýra hvert hún hefur farið.“ gar@frettabladid.is Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Gísli Víkingsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir stofnunina engar vísbendingar hafa um að hrefnuveiðar eða hvalaskoðunarbátar valdi fækkun hrefnu á Faxaflóa. Eins og fram kom í Fréttablaðinu á þriðjudag telur Vignir Sigursveinsson, hjá hvalaskoðunarfyrirtækinu Eldingu, að hrefnuveiðar á Faxaflóa hafi valdið fækkun dýranna á þeim slóðum. Gunnar Bergmann Jónsson, eigandi Hrefnuveiðimanna ehf, heldur því hins vegar fram að hvalaskoðunarbátarnir sjálfir væru að fæla hrefnuna burt með stöðugum ágangi. Gunnar vísað til þess að rannsókn hefði leitt þetta í ljós. Þar er Gunnar að vísa til greinar sem doktorsneminn Fredrik Christiansen lagði fram á fundi vísindaráðs Alþjóðahvalveiðiráðsins í sumar. Christiansen ályktaði þar af bráðabirgðaniðurstöðum sínum að hvalaskoðunarbátarnir yllu truflun á atferli hrefnanna þannig að þær gætu ekki einbeitt sér eins vel að fæðunámi. „Ég verð að viðurkenna að mér fannst doktorsneminn taka svolítið djúpt í árinni,“ segir Gísli Víkingsson. Hann bendir á að talningar frá 2001 annars vegar og 2007 og 2009 hins vegar sýni helmingsfækkun hrefnu á grunnslóð við Ísland. „Það var ekki bara í Faxaflóa heldur alls staðar og ekki hægt að sjá að það væri meiri fækkun á hvalaskoðunarsvæðum eða hvalveiðisvæðum en annars staðar.“ Heildarfjöldi hrefna á grunnslóðinni var við síðustu talningu um tuttugu þúsund miðað við fjörutíu þúsund árið 2001 og árin þar á undan. Að sögn Gísla er lang nærtækasta skýringin almenn hliðrun í vistkerfinu til norðurs. Sandsílum og loðnu hafa fækkað afar mikið. Þessar tegundir séu mikilvægur hluti af fæðu hrefnunnar. Nákvæmar ástæður fyrir breytingunum séu ókunnar en menn líti til þess að hitastig sjávar hafi hækkað. „Það hefur verið fjallað um þessar niðurstöður á alþjóðavettvangi og ályktanir vísindamanna hafa allar verið á þann veg að það sé alveg útlokað að veiðarnar valdi þessu. Við teljum að breytingarnar hjá hrefnunni séu tvímælalaust hluti af því öllu saman frekar en að þetta séu áhrif af hvalveiðunum eða hvalaskoðuninni,“ segir Gísli. Gera má ráð fyrir að veiddar verðir um 60 hrefnur í ár. Að sögn Gísla telja vísindamenn að hrefnunni í stofninum sem haldi til á Miðnorður-Atlantshafi hafi ekki fækkað þótt hún hafi hörfað frá landi hér. „Við getum í sjálfu sér ekki ályktað hvert hrefnan hefur farið en menn eru almennt á því að þetta sé ekki fækkun heldur hliðrun í útbreiðslu innan stofnsins og að hrefnan sé ekki í hættu. En það stendur út af að skýra hvert hún hefur farið.“ gar@frettabladid.is
Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira