Enski boltinn

Rio hundfúll út í Capello

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rio fær ekki að bera bandið lengur.
Rio fær ekki að bera bandið lengur.
Rio Ferdinand er sagður vera farinn í fýlu út í Fabio Capello, landsliðsþjálfara Englands, sem hefur tekið af honum fyrirliðabandið. Rio finnst þjálfarinn hafa sýnt sér lítilsvirðingu.

Capello reyndi að setja upp fund með Rio í vikunni sem varnarmaðurinn kaus að mæta ekki á. Þeir sátu svo nálægt hvor öðrum í stúkunni á leik Man. Utd og Bolton í gær en ræddust ekki við.

Rio er sagður vera afar fúll yfir þeirri ákvörðun Capello að setja fyrirliðabandið aftur á John Terry.

"Ég reyndi að hitta Rio fyrir Meistaradeildarleik United og Marseille en hann vildi ekki hitta mig. Ég veit ekki af hverju. Þið verðið að spyrja hann en ekki mig. Ég vonast til þess að ræða við hann maður á mann síðar. Ég vil helst ekki ræða svona mál í gegnum síma," sagði Capello.

Heimildarmenn í röðum varnarmannsins segja það ekki rétt hjá Capello að hann hafi reynt að boða til fundar. Eina sem Rio á að hafa heyrt frá landsliðsþjálfarateyminu er símtal frá aðstoðarþjálfaranum síðasta mánudag þar sem hann sagðist sjá Rio á leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×