Tækifærum glutrað 30. ágúst 2011 06:00 Bjarni Benediktsson Sigmundur D. Gunnlaugsson Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, eru gagnrýnir á málflutning ríkisstjórnarinnar í tengslum við lok formlegs samstarfs Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Þeir segja ríkisstjórnina hafa brugðist í endurreisn efnahagslífsins. „Þegar menn fara yfir það lið fyrir lið hverju átti að áorka í upphafi komast menn að annarri niðurstöðu en ríkisstjórnin,“ segir Bjarni og bætir við að upphafleg markmið um afnám gjaldeyrishafta, lága verðbólgu og hagvöxt hafi ekki náðst fram. Þá segir Bjarni fyrirheit um að kjarasamningar endurspegluðu ástandið í efnahagslífinu hafa verið brotin. Loks hafi verið gengið mun lengra í skattahækkunum en AGS hafi lagt til og of lítið gert til að koma nýrri fjárfestingu af stað. „Mér finnst því miður fátt benda til þess að efnahagslífið sé farið af stað, að minnsta kosti ekkert í líkingu við það sem ætti að vera,“ segir Sigmundur Davíð og bætir við: „Við fórum á mis við þá uppsveiflu sem kom víðast hvar fram í kjölfar fyrri hluta fjármálakrísunnar. Jafnvel þótt aðstæður hafi að mínu mati verið á margan hátt heppilegar fyrir nýja fjárfestingu með lágt gengi krónunnar og nægt vinnuafl til reiðu.“ Þá segir Sigmundur ríkisstjórninni hafa mistekist að nýta þau tækifæri sem voru til staðar og raunar gert illt verra með því að viðhalda stöðugri pólitískri óvissu og með því að flækja skattkerfið og hækka skatta ítrekað.- mþl Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Sigmundur D. Gunnlaugsson Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, eru gagnrýnir á málflutning ríkisstjórnarinnar í tengslum við lok formlegs samstarfs Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Þeir segja ríkisstjórnina hafa brugðist í endurreisn efnahagslífsins. „Þegar menn fara yfir það lið fyrir lið hverju átti að áorka í upphafi komast menn að annarri niðurstöðu en ríkisstjórnin,“ segir Bjarni og bætir við að upphafleg markmið um afnám gjaldeyrishafta, lága verðbólgu og hagvöxt hafi ekki náðst fram. Þá segir Bjarni fyrirheit um að kjarasamningar endurspegluðu ástandið í efnahagslífinu hafa verið brotin. Loks hafi verið gengið mun lengra í skattahækkunum en AGS hafi lagt til og of lítið gert til að koma nýrri fjárfestingu af stað. „Mér finnst því miður fátt benda til þess að efnahagslífið sé farið af stað, að minnsta kosti ekkert í líkingu við það sem ætti að vera,“ segir Sigmundur Davíð og bætir við: „Við fórum á mis við þá uppsveiflu sem kom víðast hvar fram í kjölfar fyrri hluta fjármálakrísunnar. Jafnvel þótt aðstæður hafi að mínu mati verið á margan hátt heppilegar fyrir nýja fjárfestingu með lágt gengi krónunnar og nægt vinnuafl til reiðu.“ Þá segir Sigmundur ríkisstjórninni hafa mistekist að nýta þau tækifæri sem voru til staðar og raunar gert illt verra með því að viðhalda stöðugri pólitískri óvissu og með því að flækja skattkerfið og hækka skatta ítrekað.- mþl
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira