Enski boltinn

Kai Rooney á leið í knattspyrnuskóla

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rooney-feðgarnir á góðri stund.
Rooney-feðgarnir á góðri stund.
Þó svo Kai Rooney, sonur Wayne Rooney, sé aðeins 16 mánaða gamall er hann á leið í knattspyrnuskóla.

Pabbinn vill greinilega að sonur feti sömu leið og hann gerði og telur því nauðsynlegt að sonurinn læri strax að sparka í bolta.

Heimildarmaður slúðurblaðsins The Sun segir að Wayne sé þegar byrjaður að æfa strákinn í garðinum heima og geri allt til þess að vekja knattspyrnuáhuga barnsins.

Á Kai þegar fjölda búninga og ekki bara United-búninga heldur einnig Everton.

Kai fer síðan á flesta heimaleiki Man. Utd með mömmu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×