Skokkar berfættur um bæinn 4. júlí 2011 12:00 Eyvindur Karlsson hætti að finna til í hnjánum þegar hann kastaði skónum og byrjaði að skokka berfættur. Fréttablaðið/HAG „Ég hélt alltaf að hlaup væru það leiðinlegasta sem hægt væri að gera — af öllu," segir Eyvindur Karlsson, grínisti og nýútskrifaður leikstjóri úr East 15-skólanum í Lundúnum. Eyvindur byrjaði að stunda útihlaup þegar hann bjó þar ytra og hélt uppteknum hætti þegar hann flutti heim fyrir mánuði. Hann segir nýja áhugamálið ekki hluta af átaki og kýs frekar að segja að um lífsstílsbreytingu sé að ræða. „Þegar ég var í skólanum í vetur fór ég að finna fyrir því hvað ég var kominn í lélegt form. Ég ákvað að gera eitthvað," segir Eyvindur. Eyvindur byrjaði að skokka þar sem það var ódýrasti kosturinn í stöðunni. „Ég gat ekki hlaupið í eina mínútu þegar ég byrjaði. Ég var farinn að hlaupa fimm kílómetra, svo hætti ég að hlaupa í skóm, þá minnkaði það aftur." Ha? Hleypurðu á tánum? „Ég hleyp berfættur. Það er eina vitið. Fæturnir á okkur eru hannaðir til að hlaupa, en ekki í skóm. Ég fór að fá í hnén og las mér til um hvað ég væri að gera vitlaust. Ég vildi ekki hætta að hlaupa. Þá rakst ég á lærðar greinar sem virtust benda til þess að það væri betra, að maður fengi minna högg upp í líkamann ef maður væri berfættur." Eyvindur vigtar sig sjaldan en segir að buxnastrengurinn hafi aðeins víkkað í kjölfar nýja lífsstílsins. Hann hætti líka að reykja, beindi mataræðinu í betri farveg og segist beita heilbrigðri skynsemi þegar hann velur hvað hann setur ofan í sig. „Ég veit að ég á ekki að borða hamborgara og djúpsteiktan kjúkling í öll mál. Ég er ekki að drekkja mér í ógeði." Vinir Eyvindar tóku lífsstílsbreytingunni misjafnlega, enda var hann kannski ekki líklegasti maður heims til að byrja að stunda útihlaup. „Það var öllum sama þegar ég reykti eins og strompur og át ekkert nema skyndibita," segir hann í léttum dúr. „Svo um leið og ég fór að sporna aðeins gegn því að ég myndi deyja fyrir fimmtugt var farið að gera grín að mér." Í Lundúnum var þó talsvert auðveldara að borða hollan mat, að sögn Eyvindar. Hann segir úrvalið betra þar og maturinn ódýrari. „Hérna heima þarf maður að vera með tvær milljónir á mánuði, maður þarf að vera bankastjóri til að borða hollan mat! Þetta er rugl."atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
„Ég hélt alltaf að hlaup væru það leiðinlegasta sem hægt væri að gera — af öllu," segir Eyvindur Karlsson, grínisti og nýútskrifaður leikstjóri úr East 15-skólanum í Lundúnum. Eyvindur byrjaði að stunda útihlaup þegar hann bjó þar ytra og hélt uppteknum hætti þegar hann flutti heim fyrir mánuði. Hann segir nýja áhugamálið ekki hluta af átaki og kýs frekar að segja að um lífsstílsbreytingu sé að ræða. „Þegar ég var í skólanum í vetur fór ég að finna fyrir því hvað ég var kominn í lélegt form. Ég ákvað að gera eitthvað," segir Eyvindur. Eyvindur byrjaði að skokka þar sem það var ódýrasti kosturinn í stöðunni. „Ég gat ekki hlaupið í eina mínútu þegar ég byrjaði. Ég var farinn að hlaupa fimm kílómetra, svo hætti ég að hlaupa í skóm, þá minnkaði það aftur." Ha? Hleypurðu á tánum? „Ég hleyp berfættur. Það er eina vitið. Fæturnir á okkur eru hannaðir til að hlaupa, en ekki í skóm. Ég fór að fá í hnén og las mér til um hvað ég væri að gera vitlaust. Ég vildi ekki hætta að hlaupa. Þá rakst ég á lærðar greinar sem virtust benda til þess að það væri betra, að maður fengi minna högg upp í líkamann ef maður væri berfættur." Eyvindur vigtar sig sjaldan en segir að buxnastrengurinn hafi aðeins víkkað í kjölfar nýja lífsstílsins. Hann hætti líka að reykja, beindi mataræðinu í betri farveg og segist beita heilbrigðri skynsemi þegar hann velur hvað hann setur ofan í sig. „Ég veit að ég á ekki að borða hamborgara og djúpsteiktan kjúkling í öll mál. Ég er ekki að drekkja mér í ógeði." Vinir Eyvindar tóku lífsstílsbreytingunni misjafnlega, enda var hann kannski ekki líklegasti maður heims til að byrja að stunda útihlaup. „Það var öllum sama þegar ég reykti eins og strompur og át ekkert nema skyndibita," segir hann í léttum dúr. „Svo um leið og ég fór að sporna aðeins gegn því að ég myndi deyja fyrir fimmtugt var farið að gera grín að mér." Í Lundúnum var þó talsvert auðveldara að borða hollan mat, að sögn Eyvindar. Hann segir úrvalið betra þar og maturinn ódýrari. „Hérna heima þarf maður að vera með tvær milljónir á mánuði, maður þarf að vera bankastjóri til að borða hollan mat! Þetta er rugl."atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira