Skokkar berfættur um bæinn 4. júlí 2011 12:00 Eyvindur Karlsson hætti að finna til í hnjánum þegar hann kastaði skónum og byrjaði að skokka berfættur. Fréttablaðið/HAG „Ég hélt alltaf að hlaup væru það leiðinlegasta sem hægt væri að gera — af öllu," segir Eyvindur Karlsson, grínisti og nýútskrifaður leikstjóri úr East 15-skólanum í Lundúnum. Eyvindur byrjaði að stunda útihlaup þegar hann bjó þar ytra og hélt uppteknum hætti þegar hann flutti heim fyrir mánuði. Hann segir nýja áhugamálið ekki hluta af átaki og kýs frekar að segja að um lífsstílsbreytingu sé að ræða. „Þegar ég var í skólanum í vetur fór ég að finna fyrir því hvað ég var kominn í lélegt form. Ég ákvað að gera eitthvað," segir Eyvindur. Eyvindur byrjaði að skokka þar sem það var ódýrasti kosturinn í stöðunni. „Ég gat ekki hlaupið í eina mínútu þegar ég byrjaði. Ég var farinn að hlaupa fimm kílómetra, svo hætti ég að hlaupa í skóm, þá minnkaði það aftur." Ha? Hleypurðu á tánum? „Ég hleyp berfættur. Það er eina vitið. Fæturnir á okkur eru hannaðir til að hlaupa, en ekki í skóm. Ég fór að fá í hnén og las mér til um hvað ég væri að gera vitlaust. Ég vildi ekki hætta að hlaupa. Þá rakst ég á lærðar greinar sem virtust benda til þess að það væri betra, að maður fengi minna högg upp í líkamann ef maður væri berfættur." Eyvindur vigtar sig sjaldan en segir að buxnastrengurinn hafi aðeins víkkað í kjölfar nýja lífsstílsins. Hann hætti líka að reykja, beindi mataræðinu í betri farveg og segist beita heilbrigðri skynsemi þegar hann velur hvað hann setur ofan í sig. „Ég veit að ég á ekki að borða hamborgara og djúpsteiktan kjúkling í öll mál. Ég er ekki að drekkja mér í ógeði." Vinir Eyvindar tóku lífsstílsbreytingunni misjafnlega, enda var hann kannski ekki líklegasti maður heims til að byrja að stunda útihlaup. „Það var öllum sama þegar ég reykti eins og strompur og át ekkert nema skyndibita," segir hann í léttum dúr. „Svo um leið og ég fór að sporna aðeins gegn því að ég myndi deyja fyrir fimmtugt var farið að gera grín að mér." Í Lundúnum var þó talsvert auðveldara að borða hollan mat, að sögn Eyvindar. Hann segir úrvalið betra þar og maturinn ódýrari. „Hérna heima þarf maður að vera með tvær milljónir á mánuði, maður þarf að vera bankastjóri til að borða hollan mat! Þetta er rugl."atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Blautir búkar og pylsupartí Menning Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Fleiri fréttir Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Sjá meira
„Ég hélt alltaf að hlaup væru það leiðinlegasta sem hægt væri að gera — af öllu," segir Eyvindur Karlsson, grínisti og nýútskrifaður leikstjóri úr East 15-skólanum í Lundúnum. Eyvindur byrjaði að stunda útihlaup þegar hann bjó þar ytra og hélt uppteknum hætti þegar hann flutti heim fyrir mánuði. Hann segir nýja áhugamálið ekki hluta af átaki og kýs frekar að segja að um lífsstílsbreytingu sé að ræða. „Þegar ég var í skólanum í vetur fór ég að finna fyrir því hvað ég var kominn í lélegt form. Ég ákvað að gera eitthvað," segir Eyvindur. Eyvindur byrjaði að skokka þar sem það var ódýrasti kosturinn í stöðunni. „Ég gat ekki hlaupið í eina mínútu þegar ég byrjaði. Ég var farinn að hlaupa fimm kílómetra, svo hætti ég að hlaupa í skóm, þá minnkaði það aftur." Ha? Hleypurðu á tánum? „Ég hleyp berfættur. Það er eina vitið. Fæturnir á okkur eru hannaðir til að hlaupa, en ekki í skóm. Ég fór að fá í hnén og las mér til um hvað ég væri að gera vitlaust. Ég vildi ekki hætta að hlaupa. Þá rakst ég á lærðar greinar sem virtust benda til þess að það væri betra, að maður fengi minna högg upp í líkamann ef maður væri berfættur." Eyvindur vigtar sig sjaldan en segir að buxnastrengurinn hafi aðeins víkkað í kjölfar nýja lífsstílsins. Hann hætti líka að reykja, beindi mataræðinu í betri farveg og segist beita heilbrigðri skynsemi þegar hann velur hvað hann setur ofan í sig. „Ég veit að ég á ekki að borða hamborgara og djúpsteiktan kjúkling í öll mál. Ég er ekki að drekkja mér í ógeði." Vinir Eyvindar tóku lífsstílsbreytingunni misjafnlega, enda var hann kannski ekki líklegasti maður heims til að byrja að stunda útihlaup. „Það var öllum sama þegar ég reykti eins og strompur og át ekkert nema skyndibita," segir hann í léttum dúr. „Svo um leið og ég fór að sporna aðeins gegn því að ég myndi deyja fyrir fimmtugt var farið að gera grín að mér." Í Lundúnum var þó talsvert auðveldara að borða hollan mat, að sögn Eyvindar. Hann segir úrvalið betra þar og maturinn ódýrari. „Hérna heima þarf maður að vera með tvær milljónir á mánuði, maður þarf að vera bankastjóri til að borða hollan mat! Þetta er rugl."atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Blautir búkar og pylsupartí Menning Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Fleiri fréttir Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp